Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Side 42

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Side 42
einhver loka hurðinni, svo að gerlarnir hans Listers komist ekki inn.“ En hann lét sem hann heyrði ekki glósurnar, og með sama jafnaðargeði tók hann þeirri móðgun, að stúdentarnir skrópuðu úr kennslustundum hans, stund- um svo rækilega, að enginn kom til þess að hlusta á fyrirlestur, sem hann hafði undirbúið vel og lengi. Þetta breyttist þó smám saman, þegar fram í sótti. Árangurinn af skurðaðgerðum Listers, borinn saman við árangur starfsbræðra hans af gamla skólanum, gat ekki til lengdar dulizt neinum. En þegar læknarnir tóku hver af öðrum að viðurkenna störf hans, töltu strákarnir auðvitað í hælinn. Til hvers er að reyna að spotta þann, sem nýtur almennrar viðurkenn- ingar? Tveim árum eftir komuna til London varð Lister þess áskynja, að nokkrir starfsbræður hans höfðu í huga að kæra hann fyrir það tiltæki að opna hnélið til þess að sauma saman hnéskeljarbrot. Fjór- um árum síðar flutti hann erindi um þetta efni í læknafélagi borgarinnar og sýndi sex sjúklinga, sem allir höfðu fengið fullan bata. Meðal áheyranda voru nokkrir þeirra, sem haft höfðu við orð að kæra, og þegar langvinnum fagnaðarlátum eftir erindið lauk, þakkaði Lister þau með nokkrum orðum og þessum síðast: .,Sú var tiðin, herrar mínir, að þvílikum lestri hefði máske verið tekið á annan veg.“ Sama ár og þetta gerðist veitti Viktoría drottning honum Sir-titil, en menntastofnanir utan lands og innan kepptust um að heiðra hann. Þegar Sorbonne- háskóli hélt sjötugsafmæli Pasteurs hátíðlegt árið 1892, þótti sjólfsagt, að Lister væri þar meðal gesta. Hann flutti afmælisbarninu ávarp, þar sem hann þakkaði framlag þess til læknisfræðinnar og einkum grund- völlinn að þeirri byltingu, sem orðin væri i skurð- lækningum. Þá gekk Pasteur til móts við ræðumann og faðmaði hann að sér, og kváðu viðstaddir þá stund hafa verið bæði hrífandi og táknræna. (40)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.