Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Síða 86
[Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um háskólayróf íslendinga erlendis á
undanförnum árum.]
Ólafur Lárusson prófessor var kjörinn dr. juris
honoris causa við Háskólann í Helsinki. Einar Ól.
Sveinss. prófessor var kjörinn félagi í Konunglegu
norsku vísindaakademiunni. Einar Ól. Sveinss. var
einnig kjörinn heiðursfélagi i brezka vísindafélaginu
The Viking Society of Northern Research. Páll ísólfss.
tónskáld var kjörinn félagi í Konunglegu tónlistar-
akademíunni í Stokkhólmi.
113 stúdentar voru brautskráðir úr Menntaskólanum
í Rvík. Hæsta einkunn hlaut Haukur Helgason, ágætis-
eink., 9,15. Úr Menntaskólanum á Altureyri voru braut-
skráðir 44 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut Helgi Jóns-
son, I. eink., 8,89. 25 stúdentar voru brautskráðir úr
Menntaskólanum á Laugarvatni. Hæstar einkunnir
hlutu Hjalti Kristgeirss. og Þór Vigfúss., báðir ágætis-
eink., 9,28. Úr Verzlunarskólanum í Rvík brautskráð-
ust 18 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut Eyjólfur Björg-
vinss., I. eink., 7,28 (eftir einkunnastiga Örsteds), —
Miðskólaprófi (landsprófi) luku 418 nemendur. Af
þeim hlutu 277 nógu háa einkunn til að fá inngöngu
í mennta- og kennaraskóla. Hæsta einkunn hlaut Vil-
borg Sveinbjarnardóttir, Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar, Rvík, ágætiseinkunh, 9,50.
Raforkumál. Rafmagn frá Sogsfossum var leitt að
Laugarvatni, Skálholti og Laugarási og á allmarga aðra
bæi í uppsveitum Árnessýslu. Rafmagn var og leitt á
marga bæi í Rangárvallasýslu. Frá Andakílsárvirkj-
un var rafmagn leitt á marga bæi í Leirársveit og
Stafholtstungum. Háspennulína var lögð frá Ólafsvik
til Grundarfjarðar. Hafnar voru framkvæmdir við
virkjun Mjólkár í Arnarfirði og Fossár í Boiungavik.
Lögð var háspennulína frá orkuverinu í Engidal í
Skutulsfirði til Súðavíkur. Lina var lögð frá Laxár-
virkjun i Austur-Húnavatnssýslu til Hvammstanga og
(84)