Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Síða 87
frá Gönguskarðsárvirkjun til Blönduóss. Unnið var
að lagningu línu frá Sauðárkróki til Skagastrandar.
Rafm^gn var leitt á allmarga bæi í Þingi og norðan-
verðum Viðidal. Rafmagn frá Skeiðfossvirkjun var
leitt á allmarga bæi i Fljótum. Rafmagn frá Laxár-
virkjun í S.-Þing. var leitt á allmarga bæi i Svarfaðar-
dal. Lína var lögð frá Svalbarðseyri til Grenivíkur
og rafmagn leitt á marga bæi á Svalbarðsströnd og
Höfðahverfi. Unnið var að virkjun Grímsár á Fljóts-
dalshéraði. Lína var lögð milli Seyðisfjarðar og Egils-
staða um Fjarðarheiði.
Samgöngur og ferðalög. íslenzku flugfélögin hófu
áætlunarferðir til ýmissa nýrra staða erlendis, Flug-
félag íslands til Stokkhólms, Hamborgar og Glasgow,
en Loftleiðir til Lúxemborgar og Björgvinjar. Loft-
leiðir fengu nýja Skymasterflugvél, er hlaut nafnið
„Saga“. Hún kom til landsins i júlí. Stofnað var nýtt
flugfélag, „Vængir“, og hóf það áætlunarferðir til
nokkurra staða innanlands. — Mikið kvað að ferða-
lögum íslendinga til útlanda, og voru sumt hópferðir.
Stofnað var nýtt ferðafélag, „Útsýn“, til að skipu-
leggja hópferðir til útlanda. Á annað hundrað íslend-
nigar tóku þátt í móti i Varsjá um mánaðamótin
júlí—ágúst, og 27 íslenzkir unglingar sóttu alþjóðamót
í Khöfn í ágúst.
Akureyri var gerð að millistöð til umskipunar á
vörum til Meistaravíkur í Grænlandi. Nýtt oliuflutn-
ingaskip, „Kyndill", kom til landsins í október.
Strætisvagnaferðir hófust á Akureyri 1. október.
Skoðanakönnun. Komið var upp Gallup-stofnun til
að vinna að skoðanakönnun hér á landi. Vann Norð-
maðurinn B. Balstad að þvi að skipuleggja þetta.
Slysfarir og slysavarnir. Alls fórust 47 íslendingar
af slysförum á árinu (árið áður 51). Af þeim drukkn-
uðu 20, en 14 létust i umferðarslysum. 12. jan. sigldi
brezkur togari á vélbát frá Suðureyri, og sökk vél-
báturinn. Fórust þar tveir menn, en þremur var bjarg-
(85)