Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Side 88
að. 26. jan. fórst togarinn Egill rauði frá Neskaup-
stað við Grænuhlið í Sléttuhreppi. Fórust þar fimm
menn, fjórir íslendingar og einn Færeyingur, en 29
var bjargað, og var það frækilegt afrek. Sama dag
fórust tveir brezkir togarar með 42 mönnum á Hala-
miðum. Aðfaranótt 28. febr. strandaði brezkur togari
á Meðallandsfjöru, og var áhöfninni, 20 manns, bjarg-
að af björgunarsveit úr Meðallandi. Aðfaranótt 31.
marz strandaði togarinn Jón Baldvinsson við Reykja-
nes. Áhöfninni, 42 mönnum, var bjargað. 4. mai fórst
bandarísk flugvél með 9 manns við Reykjanes. — Um
180 manns var bjargað úr sjávarháska við ísland, oft
fyrir atbeina Slysavarnafélags íslands og hjálparsveita
þess. Slysavarnavika var haldin í Rvik i maí.
15. febr. vann Kristrún Erlendsdóttir á Akureyri
frækilegt björgunarafrek. Varpaði hún sér til sunds í
vök á Akureyrarpolli og bjargaði dreng frá drukknun.
Um svipað leyti bjargaði Björgvin Árnason barni úr
vök á Akureyrarpolli. 4. marz varpaði Ásgeir Bjarna-
son, sjómaður frá Stykkisliólmi, sér til sunds og bjarg-
aði háseta, sem fallið hafði útbyrðis af vélbáti við
Vestmannaeyjar. 15. marz bjargaði Sigursteinn S. Sig-
urðsson tveimur börnum frá drukknun i Reykjavíkur-
tjcrn. í maí vann Magnús Magnússon, Höskuldarkoti
í Njarðvíkum, björgunarafrek. Hafði bifreið með
tveimur mönnum steypzt í sjóinn fram af hafnargarði.
Stakk Magnús sér til sunds og tókst að opna bifreið-
ina og bjarga mönnunum. 17 ára piltur frá ísafirði,
Gísli Jónsson, fékk afreksverðlaun Sjómannadagsins
fyrir afrek í sambandi við björgun skipverja af tog-
aranum Agli rauða.
Stjórnarfar. Forseti íslands og frú hans fóru í opin-
bera heimsókn til Noregs í maí. Um sumarið heim-
sóttu þau mörg héruð hér á landi.
Stjórn Ólafs Thors sat að völdum allt árið. Meðal
laga, sem samþykkt voru á Alþingi, voru ný vegalög,
lög um lækningaferðir, skólakostnað, skógrækt, al-
(86)