Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 21
þessara stjörnumerkja, sem kennd eru við hrút, naut, tvíbura, krabba,
Ijón, mey, vog (metaskálar), sporðdreka, bogmann, steingeit, vatns-
bera og fiska; er þá aftur komið að brútsmerki. Enn verður hér nefnt
ttierki höggormshaldara, sem teygist inn í merki sporðdreka og bog-
öianns.
Merkúríus og Venusi, sem ganga um sól í þrengri baug en jörðin, er
aldrei að sjá mjög fjarri sólu (Merkúríus um 28° mest, Venus um 47°
mcst), og er afstaða þeirra hér á eftir miðuð við hana: Þær eru „austan
yið“ sól, þ. e. vinstra megin, og sjást jafnaðarlega eftir sólsetur (eru á
kvöldhimni; kvöldstjörnur); eða þær eru „vestan við“ sól, þ. e. hægra
öiegin, og sjást jafnaðarlega fyrir sólarupprás (eru á morgunhimni;
^orgunstjörnur). Merkúríus sést sjaldan á vorum breiddarstigum.
Bezt er að sjá hann að kvöldi í marz eða apríl, ef hann er þá lengst í
oustur frá sól, eða að morgni í september og október, ef hann er þá
lengst í vestur frá sól. Merkúríus getur mest orðið álíka bjartur og
Síríus, bjartasta fastastjarna á himni; Venus getur orðið allt að 15
sinnum bjartari en Síríus. Mars, Júpíter og Satúrnus eru fjær sólu en
jörðin, og stefnur til þeirra geta myndað hvaða hom, sem er, við stefn-
Una til sólarinnar.
Síðast en ekki sízt er vísað til töflunnar á bls. 20, er sýnir um öll
^nánaðamót, hvenær sólarhringsins Venusi, Mars, Júpíter og Satúrnus
er að sjá í hásuðri frá Reykjavík. Um Venusi, Mars og Júpíter er líka
8ýnd hæð þeirra í stigum yfir sjóndeildarhring í hásuðri á sömu tímum.
Merkúríus er lengst í austur frá sólu 7. apríl (19°), 5. ágúst (27°)
°g 30. nóvember (21°), en lengst í vestur 26. janúar (25°), 24. maí
(25°) og 18. september (18°). Bezt er að sjá hann að kvöldi kringum
apríl, er hann gengur undir rúmlega 2 y2 stund eftir sólsetur, og að
^Uorgni kringum 18. september, er hann kemur upp rúmlega 2 stund-
Um fyrir sólarupprás.
Venus er kvöldstjarna í upphafi árs. Hún er lengst í austur frá sólu
10* apríl (46°) og björtust sem kvöldstjarna 13. maí. Hún gengur milh
Jarðar og sólar yfir á morgunhimin 19. júní, verður björtust sem morg-
uustjarna 26. júlí og lengst í vestur frá sólu 29. ágúst. Frá 13. apríl
2. júní gengur Venus aldrei undir sjóndeildarhring í Reykjavík (er
»?circumpolar“). I aprílmánuði er afstaða hentug til að senda flaug til
Venusar. (Sjá ennfremur töflu á næstu síðu).
Mars er í bogmannsmerki í upphafi árs og mjög lágt á lofti. Hann
*cikar til austurs allt árið og fer gegnum merki steingeitar, vatnsbera,
fiska, hrúts, nauts, tvíbura, krabba og ljóns (er næst Regúlusi 4. nóvem-
^cr, í 1,3° fjarlægð) og inn í meyjarmerki við árslok. Allan fyrri hluta
arsins er hann nærri sólu að sjá. Frá 1. september til ársloka kemur
hann upp y2—1 stund fyrir miðnætti og sést á austurlofti um nótt-
I nóvember—desember er afstaða hentug til Marsskots. (Sjá enn-
fremur töflu á næstu síðu).
Júpíter er í fiskamerki í ársbyrjun og reikar austur um hrútsmerki
°S inn í nautsmerki, en snýr þar við 14. september og reikar vestur
ársloka, inn í hrútsmerki. (Sjá töflu á næstu síðu).
Satúrnus er í steingeitarmerki í ársbyrjun, á austurleið. Reikar inn
Vatnsberamerki, en snýr þar við 15. júní og aftur 2. nóvember. Hæð
^ans í suðri er 10—15°. (Sjá töflu á næstu síðu).
(19)