Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 30
mikið er i af rauðgulum illhærum, á alls ekki skilið
að teljast hvit, þó að hún sé reyndar talin það í
daglegu tali.
Rauðgulu illhærurnar gera það að verkum, að
ómögulegt er að framleiða alhvítar vörur úr ull, sem
inniheldur þær. Sé það reynt, verða flíkurnar úr
slíkri ull gulleitar á litinn og líkastar þvi, að þær séu
sifellt óhreinar. Þó að reynt sé að bleikja ullina til
að losna við þennan óhreinindablæ úr henni, þá er
það hæpin ráðstöfun, þvi að bleikingin þarf að vera
mjög mikil til þess að liturinn hverfi, en þá er hætta
á, að ullin verði fyrir skemmdum.
Meðferðargallar á ullinni.
Þessi formáli um gerð háranna ætti að nægja til
að lýsa eðliseiginleikum hverrar tegundar hára fyrir
sig. En ullin er blanda af þessum fjórum tegundum
hára, sem hér hefur verið lýst, og þegar ullin er
notuð upp og ofan, fara eiginleikar hennar eftir því,
hvaða hárum ber mest á i þessari blöndu. Þar að
auki fara eiginleikar varanna eftir því, hvernig ullin
er meðhöndluð.
Um meðferðargalla á ullinni skal ég vera stutt-
orður. Þeir eru nokkrir alvarlegir, og sumir þeirra
eru viðráðanlegir, en erfitt er að eiga við aðra þeirra.
Það er t. d. óþarfi að láta ullina fúna eða láta
hitna í henni vegna vanhirðu. Þó ber alltaf nokkuð
á því, að ull skemmist vegna bleytu. Eins er hægt
að komast hjá hlandbruna í ull með því að hafa féð
í þurrum húsum, helzt á grindum, en það er kostn-
aðarsamt að setja grindur í hús eingöngu vegna ull-
arinnar. Málningarskemmdir í ull koma alltaf fyrir
öðru hvoru. Þær eru alvarlegur galli, en nú í vor er
von á, að fluttir verði inn málningarstautar, sem
hægt er að nota til að merkja fé á haus með, án
þess að ullin verði fyrir skemmdum. Tjara sést stund-
(28)