Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 38
inu, og þannig stóðu málin, þegar siðast fréttist, svo
að það er ekkert meira hægt um þessa tilraun að
segja að svo stöddu.
Þriðja atriðið, sem ástæða er til að minnast á, er
vinnsla úr mislitum gærum innanlands. Það er ekki
hægt að segja, að það sé okkur beint til hróss, að við
seljum óunnar úr landi mjög verðmætar gærur, aðal-
lega gráar, en einnig ýmislega öðruvísi litar.
Nú er fundin aðferð til að framleiða grá lömb i
stórum stil. Bændur eru farnir að notfæra sér þessa
aðferð i einhverjum mæli, en það er lika komið það
mikið á sænslra markaðinn af gráum gærum, að hann
tekur ekki við meiru. Við getum sennilega framleitt
allt að 200.000 grá lömb með þeim fjárstofni, sem
við höfum í dag, en við getum ekki selt nema um
fimmta partinn af þessum gærum á góðu verði til
Sviþjóðar. Er þá hugsanlegt, að við gætum komið af-
ganginum í sæmilega hátt verð hér heima með þvi
að nota gærurnar sjálfir i pelsa, teppi, áklæði á stóla
eða eitthvað þvi um líkt?
Þarna er um ókannaða möguleika að ræða.
Önnur tegund af gærum, sem ég bind verulegar
vonir við sjálfur, hvað sem svo verður, eru svo-
kallaðar dropóttar gærur. Þessar gærur koma af tvi-
litum lömbum, sem eru lítið flekkótt, þ. e. a. s. þau
eru mikið til hvít á skrokkinn til að sjá, en gjarnan
bíldótt. En niðri i þelinu á þessum lömbum er fjöldi
af smáblettum, þar sem þelhárin eru svört. Þegar
gæran er klippt, koma þessir smáblettir í ljós, og
gæran er þá yrjótt eða dropótt á þeim stöðum, þar
sem lambið virtist hvitt, áður en gæran var klippt-
Það er ógerlegt að segja, hvað hægt er að hafa
upp úr þessari tegund af gærum, en svo er að sja
sem hægt sé að finna erfðaformúlurnar fyrir þvx,
hvernig á að framleiða svona gærur.
Það er lengi hægt að bollaleggja um hlutina, en
mestu máli skiptir, hvort hægt er að koma í fram-
(36)