Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 55
lands háðu landsleik í knattspyrnu í Rvík 3. ág., og
unnu íslendingar 10:0. Landsleikur i knattspyrnu
milli íslendinga og Ira var háður i Rvik 2. sept., og
varð jafntefli 1:1. — Ýmis frækileg iþróttaafrek voru
unnin. Jón Þ. Ólafsson setti nýtt íslandsmet í há-
stökki (2,04 m), i hástökki innanhúss (2,11 m) og í
langstökki (3,38 m). Valbjörn Þorláksson setti nýtt
íslandsmet í tugþraut, 6983 stig. Hörður B. Finnss.
setti nýtt Norðurlandamet i 100 metra bringusundi
(1,11,1 mín.) og einnig Norðurlandamet í 200 metra
bringusundi (2,36,5 min.). Guðmundur Gíslas. setti
nýtt íslandsmet i 500 metra skriðsundi (6,05,7 mín.).
26. júli synti Axel Kvaran frá Svalbarðseyri til Oddeyr-
ar og 29. júli synti hann frá Svalbarðseyri að Torfunefs-
bryggju á Akureyri. — Fram varð íslandsmeistari í
knattspyrnu. Ármann J. Láruss. varð glímukóngur ís-
lands í tíunda sinn. Óttar Ingvarsson varð golfmeist-
ari íslands.
Mikið var unnið að þvi að efla áhuga æskufólks á
íþróttum. Sumarbúðir drengja voru starfræktar í
Reykjadal i Mosfellssveit, en telpna i Brautartungu
i Lundarreykjadal. Auk þessa voru sumarbúðir fyrir
börn og unglinga i skiðaskála K.R. við Skálafell, við
Ölver, i Vatnaskógi o. v.
15. sept. var Gisli Halldórss. kjörinn forseti Í.S.Í.,
en Benedikt G. Waage lét af störfum, en var kjörinn
heiðursforseti. Hann hafði þá verið forseti Í.S.Í. í
36 ár og í stjórn þess í 47 ár.
Friðrik Ólafsson varð skákmeistari íslands. Friðrik
tók þátt i millisvæðamóti i skák í Stokkhólmi 27. jan.
til 6. marz. Freysteinn Þorbergsson tók þátt í skák-
móti i Búkarest í april. í maí—júlí háði Ingi R. Jó-
hannss. útvarpsskák við norska skákmeistarann Svein
B. Johannessen og vann skákina i 56. leik. íslenzk
sveit tók þátt í Olympíuskákmóti i Warna i Búlgaríu
í sept. Þar tefldi Friðrik Ólafss. á fyrsta borði og
tapaði engri skák.
(53)