Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 107
kistuverkstæði. Afsteypa af Kristsmynd Thorvaldsens
var afhjúpuð í Fossvogskirkjugarði 27. sept. Unnið
var að hinu nýju húsi Kennaraskólans í Rvík, og var
það tekið i notkun um haustið, en var þó ekki full-
gert. Unnið var að hinu nýja húsi Verzlunarskólans
i Rvík, og var nokkur hluti þess tekinn í notkun.
Lokið var byggingu Breiðagerðisskóla. Unnið var að
Hagaskóla, Hliðaskóla, Réttarholtsskóla, Vogaskóla
og Laugalækjarskóla. Hafin var stækkun Langholts-
skóla. Unnið var að skólabyggingu við Álftamýri i
Rvík. Byggður var barnaskóli í Árbæjarblettum við
Rvík. Unnið var áfram að iþrótta- og sýningarhöll í
Laugardal i Rvik. Umbætur voru gerðar á sundhöll
Reykjavíkur. Unnið var að lokaframkvæmdum við
sundlaug Vesturbæjar. Unnið var að gerð sundlaugar
við Breiðagerðisskóla og útisundlaugar í Laugardal
í Rvík. Umbætur voru gerðar á íþróttavöllum Reykja-
víkur. Miltið var unnið að skrúðgörðum i Rvík. Lolcið
var að mestu byggingu húss Tónlistarfélagsins í Rvík.
Umbætur voru gerðar á Safnahúsinu í Rvik, og var
handritasafn Landsbókasafnsins flutt í hin fyrri húsa-
kynni Náttúrugripasafnsins, sem voru umbætt mjög.
Lokið var byggingu verkamannahúss við Rvikurhöfn,
og var það tekið til afnota 1. maí. Enn var unnið
að Bændahöllinni í Rvík, og Hótel Saga tók til starfa
í henni í júlí. Unnið var að byggingu húss Stórstúku
íslands. Nokkuð var unnið að umferðarmiðstöðinni í
Rvík. Unnið var að því að fullgera hinn nýja flug-
turn á Reykjavikurflugvelli. Hafin var bygging af-
greiðsluhúss Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Unnið
var að byggingu tollvörugeymsluhúss í Rvik. Unnið
var að byggingu mikils vörugeymsluhúss Eimskipafé-
lags íslands. Unnið var að byggingu kjötmiðstöðvar í
Rvík. Unnið var að byggingu húss véladeildar S.Í.S. í
Rvík. Innflutningsdeild S.Í.S. hóf undirbúning að
byggingu vörumiðstöðvar í Rvík. Unnið var að bygg-
ingu fiskmiðstöðvar i Örfirisey. Hafin var bygging
(105)