Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 53
var í Rvík fyrirtæki, IðngarSar h.f., til að annast
byggingu iðnaSarhúsnæSis. í Rvík var reynd ný bygg-
ingaraðferð með stálmótum í stað timburmóta. Notk-
un tengimóta, sem Agnar Rreiðfjörð fann upp fyrir
nokkrum árum, færðist mjög í vöxt. Mörg frystihús
bættu frystiútbúnað sinn og juku framleiðslu sína.
Ýmis iðnfyrirtæki voru stofnuð í Rvík. Unnið var
að byggingu mikils bílaverkstæðis h.f. Heklu í Rvík.
Fyrirtækið Teppi h.f. fluttist í nýtt húsnæði og jók
vélakost sinn. Hafin var í Rvik framleiðsla á nýrri
tegund af gólfflísalími. Stálsmiðjan smiöaði fyrsta
fiskiskip úr stáli, sem smiðað hefur verið hér á landi,
Arnarnes. Ný skipasmíðastöð, Stálvík h.f., tók til
starfa i Garðahreppi. Stofnuð var í Hafnarfirði gadda-
vírsverksmiðja, Víriðjan h.f. Lokið var að mestu
byggingu önglaverksmiðju við Hafnarfjörð. Hafin var
stækkun plastverksmiðjunnar á Eyrarbakka. Unnið
var að þangmjölsvinnslu á Stokkseyri. Bátasmíðastöð-
in á Fáskrúðsfirði var stækkuð. Vélakostur Gefjunar
á Akureyri var endurnýjaður. Hið nýja stórhýsi fata-
verksmiðjunnar Heklu á Akureyri var tekið til af-
nota. Hafin var bygging nýs bilaverkstæðis á Akur-
eyri. Strengjasteypan h.f. á Akureyri reisti nýtt iðn-
aðarhús. Ný prentsmiðja, Valprent h.f., tók til starfa
á Akureyri. Stofnað var á Blönduósi fyrirtækið
Trefjaplast h.f. til að smíða báta úr glertrefjaplasti.
Hafin var á Blönduósi framleiðsla plötusteina í veggi.
Vélsmiðja Bolungavíkur var stækkuð. Bifreiðaverk-
stæði tók til starfa á Bolungavik. Stofnað var i Borg-
arnesi nýtt iðnfyrirtæki, Galvanótækni h.f. Fæst það
við ýmiss konar málmhúðun. Bifreiða- og trésmiðja
Borgarness fékk ný tæki til rannsókna og stillinga á
bifreiðum. Nýtt iðnfyrirtæki, Flugeldar h.f., tók til
starfa á Akranesi. Framleiðir það flugelda og skraut-
blys.
Bókagerð og bókasala voru með mesta móti á árinu.
Sement var flutt út fyrir 9,9 millj. kr., ullarteppi
(51)