Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 29
Fínust eru þau á hálsi ofanverðum, herðum og bóg-
um, en gildna, eftir þvi sem aftar dregur á skepn-
unni og neðar. Grófasta togið er á lærunum á fénu
og neðst á siðunum.
Togið er líka mjög misgróft eftir því, af hvaða
kind það er. Á sumu fé er togið fint, mjúkt og silki-
gljáandi, en á öðru fé er það eins og hrosshár, snarpt
átöku, hrísið og gljáalaust.
Gildleiki togháranna er frá 40 og upp í 60 þúsund-
ustu úr millimetra.
Hvítu illhærurnar eru til muna grófari en tog-
hárin. Þær eru nálægt 80 þúsundustu úr mm að
gildleika. Þetta eru fremur stutt hár, kalkhvít á lit-
inn og gljáalaus. Eitt höfuðeinkennið á þessum hár-
um er það, að þau eru handónýt. Það liggur við, að
hægt sé að mylja þau á milli fingra sér. Þetta stafar
af því, að þessi hár eru að mestu leyti hol að innan
og börkurinn, sem er aðalefni annarra hára, er að-
eins yzt utan um þessi hár, eins og þunn skel.
Sem betur fer, er mjög litið um hvítar illhærur i
ullinni á íslenzka fénu, en þess má geta hér, að þegar
útlendum fjárkynjum er blandað við íslenzlca féð,
getur orðið mjög mikið um hvitar illhærur í ullinni
á blendingunum. Þannig er þvi a. m. k. háttað um
margt fé, sem komið er út af Border-Leicester-fénu,
sem flutt var hingað til landsins árið 1932.
Rauðgulu illhærurnar eru fjórða tegund hára i is-
lenzku ullinni. Þær eru því miður allt of algengar.
Þó er fjöldi þeirra ekki mikill miðað við fjölda hára
i reyfinu. Þær eru nálægt 0.6% af öllum hárum að
fjöldanum til.
Aðalókosturinn er annars vegar sá, að þær eru
mjög grófar, nálægt 100 þúsundustu úr mm að þver-
máli, en hinn ókosturinn við þær er miklu alvar-
legri, og það er liturinn. Þessar illhærur eru rauð-
gular eða ryðrauðbrúnar á litinn. Þær stinga því
verulega i stúf við hvítu hárin i reyfinu, og ull, sem
(27)