Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 101
(smíðað í Þýzkalandi), eign Hafskipa h.f., kom til
landsins í ágúst. Heimahöfn þess er Bolungavik. Nýtt
oliuflutningaskip, Bláfell, eign Olíufélagsins h.f., var
keypt frá Grikklandi. Iíom það til landsins i október.
Nýtt oliuskip S.Í.S. og Olíufélagsins h.f., Stapafell
(heimahöfn Keflavík), kom til landsins í nóv.
Umferðakönnun fór fram í Rvik og nágrenni i
sept. og aftur í des. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
og bindindisfélag ökumanna héldu uppi vegaþjón-
ustu á þjóðvegum um helgar um sumarið. Strætis-
vagnagjöld í Rvík voru í desember hækkuð úr 2,25
kr. i 3 kr.
Skátamót. Um mánaðamótin júlí—ágúst var haldið
mikið skátamót á Þingvöllum til að minnast hálfrar
aldar afmælis skátahreyfingarinnar á íslandi. Sóttu
það um tvö þúsund slcátar og voru á þriðja hundrað
af þeim útlendingar. Frú Baden-Powell kom á mótið.
Forseti íslands, rikisstjórn og biskup komu í opin-
bera heimsókn á mótið.
Skattamál. Miklar breytingar voru gerðar á skipu-
lagi skattamála. Niðurjöfnunarnefndir voru lagðar
niður, en i stað þeirra komu framtalsnefndir. í stað
skattanefnda komu níu skattstjórar (einn i hverju
kjördæmi og auk þess einn í Vestmannaeyjum). Þeir
hafa sérstaka umboðsmenn i hreppum og bæjum.
Skipaður var sérstakur ríkisskattstjóri, og tók hann
til starfa 1. október.
Skólasýning. Mikil skólasýning var haldin í Rvík
í júní, og sýndi hún með myndum, línuritum o. fl.
þróun islenzkra fræðslumála síðustu hundrað árin.
Slysfarir og slysavarnir. Alls fórust á árinu 57
manns af slysförum (árið áður 60). Af þeim drukkn-
uðu 35, en 11 fórust í umferðarslysum. Tuttugu ís-
lenzkum skipum hlekktist alvarlega á árinu. 147 mönn-
um var bjargað úr bráðum háska.
16. jan. strandaði strandferðaskipið Skjaldbreið á
Lágaboða i nánd við Bjarneyjar á Breiðafirði og
(99)