Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 31
um í ull, og hún er stórhættuleg, vegna þess aS
hún linast í þvottaleginum og lítill tjörublettur getur
stórskemmt mikið af ull. Tjöruskemmdir i gæruull
liafa valdið kaupendum á íslenzkum gærum erlendis
verulegu tjóni, og þegar slíkt kemur fyrir, er alltaf
hætt við, að óorð komist á ullina, og þá er veruleg
hætta á verðfalli.
Meðferöargallar, sem erfitt er að forðast, eru all-
margir. Verstir eru flókarnir af þessum göllum. Þeir
koma oftast fyrir á herðum og hálsi kindanna, og
yfirleitt ber því meira á þeim sem ullin er þelmeiri
og eðlisbetri. Það má draga dálitið úr flókum með
því að hafa féð í þurrum húsum, þar sem ekki er
hrímleki, en bezta leiðin til að forðast flókana virð-
ist vera að klippa féð um það leyti, sem ullarskilin
eru að koma á það.
En til þess að það megi verða, þarf að rýja féð á
húsi á útmánuðum, og hætt er við því, að það eigi
nokkuð langt i land, að sú regla komist á hér á landi.
Þó er verið að gera tilraunir með vetrarklippingu,
og þær gefa að mörgu leyti athyglisverðar niður-
stöður. Ullin af útmánaðaklipptu fé er t. d. mun
minna þófin en ull af vorrúnu fé, og að mestu laus
við nýja ull, sem alltaf verður innan í reyfunum af
vorrúnu fé.
Ullin metin og borguð eftir meðferð
og eðlisgæðum.
Ef við litum á ullina, eins og hún kemur fyrir
af skepnunni, þá er hún blanda af þessum fjórum
tegundum hára, sem lýst er hér á undan, og þessi
blanda er misjafnlega vel með farin, þegar liún kemur
á markað.
Fyrir tveimur árum var tekinn upp sá háttur að
senda ull sérmerkta frá einstökum bændum til mats
í Ullarþvottastöð Sambands islenzkra samvinnufé-
(29)