Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Qupperneq 25
TUNGLIÐ 1970
A bls. 3-14 er dálkur (J) sem sýnir hvað klukkan er, þegar tungl er í
hásuðri í Reykjavík. (Fyrir aðra staði á landinu vísast til upplýsinga á
bls. 26-27.) Ef tölur í dálkinum eru innan sviga, er tungl svo lágt á
himinhvelfingunni, að það kemur ekki upp fyrir láréttan sjóndeildar-
hring í Reykjavík. Táknið f í sama dálki merkir hins vegar, að tunglið
se svo hátt á himinhvelfingunni, að það gangi ekki undir sjóndeildar-
hring í Reykjavík þann dag.
I aftasta dálki (bls. 3-14) er tungl talið hæst á lofti þá daga sem það
er hærra á lofti í hásuðri frá Reykjavík en næstu daga fyrir og eftir, en
lægst á iofti, þá er það er lægra á lofti í hásuðri en dagana á undan og
eftir. Þegar tungl er hæst á lofti í Reykjavík árið 1970, kemst það 53°-54°
yfir sjóndeildarhring í suðri.
MYRKVAR 1970
Sólmyrkvar.
1- Almyrkvi á sólu 7. marz, sýnilegur í Ameríku. 1 Reykjavík sést
deildarmyrkvi, sem hefst kl. 18 06. Myrkvinn fer vaxandi fram til
þess að sól sezt, kl. 19 03, en þá hylur tungl um 7/10 af þvermáli
sólar. Tunglið færist yfir sólina frá hægri til vinstri (frá vestri til
austurs) og byrjar að sjást neðarlega hægra megin á sólkringlunni.
Þeir sem fylgjast vilja með myrkvanum eru alvarlega varaðir við að
horfa beint í sólina með sjónauka eða berum augum, nema ljósið sé
mjög mikið deyft, t.d. með dökku gleri eða filmu, sbr. leiðbeiningar
á bls. 16.
2. Hringmyrkvi á sólu 31. ágúst til 1. september. Sést á Kyrrahafs-
eyjum.
Tunglmyrkvar.
1. Deildarmyrkvi á tungli 21. febrúar. Myrkvinn er fremur óverulegur.
Hálfskugginn (daufur) byrjar að færast yfir tunglið kl. 5 59, en þá er
tungl í VSV frá Reykjavík. Alskuggamyrkvinn hefst (tungl snertir
alskuggann) kl. 8 02. Þegar myrkvinn er mestur, kl. 8 30, nær al-
skugginn yflr 1/20 af þvermáli tungls. Tungl gengur úr alskugganum
kl. 8 58, skömmu fyrir tunglsetur í Reykjavík (kl. 9 20).
2. Deildarmyrkvi á tungli 17. ágúst. Hálfskugginn byrjar að færast
yfir tunglið kl. 1 06, og alskugginn fylgir á eftir kl. 2 17. Mestur er
myrkvinn kl. 3 23, og hylur þá alskugginn 4/10 af þvermáli tungls.
Tunglið er laust við alskuggann kl. 4 30 og við hálfskuggann kl.
5 40. Tungl er lágt á suðurhimni í Reykjavík þegar myrkvinn hefst,
og sezt í þann mund er myrkvanum lýkur.
Stjörnumyrkvar.
1. Hinn 21. febrúar gengur tungl fyrir stjörnuna Regulus (Alfa í ljóns-
merki) og myrkvar hana. Séð frá Reykjavík hverfur stjarnan kl.
1 32, en birtist aftur kl. 2 44. Tungl er fullt þegar stjarnan myrkvast,
svo að erfitt getur reynzt að greina stjörnuna án sjónauka. Tungl-
myrkvi verður nokkrum stundum síðar.
2. Hinn 16. apríl myrkvar tunglið stjörnuna Regulus á nýjan leik. Séð
frá Reykjavík hverfur stjarnan kl. 15 19, en kemur aftur í ljós kl.
16 10. Tungl er á fyrsta kvartili, lágt á austurhimni.
(23)