Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 44
Ljómi.
1 kandela á fermetra (cd/m2) = ljómi ljósgjafa í tiltekna stefnu þegar
ljósstyrkurinn í þá stefnu er 1 kandela á hvern fermetra af ímynd-
uðum, gegnsæjum fleti við ljósgjafann, hornrétt á stefnuna. Ljóm-
inn er mælikvarði á það hve skært yfirborð flatarins sýnist ljóma.
Ljómi sólar, séð frá jörðu við góð skilyrði = um 1,6-109 cd/m2.
Ljómi tungls, séð frá jörðu við góð skilyrði = um 4103 cd/m2.
Ljómiheiðskírshiminsaðdegitil = um4-103cd/m2 (mjögmismunandi).
Ljómi bjartra norðurljósa = um 0,1 cd/m2.
Ljósflæði.
1 lúmen (lm) = ljósflæðið sem stafar út í hverja rúmhornseiningu
(steradian) frá jafngeislandi ljósgjafa sem hefur ljósstyrkinn 1
kandela í hvaða átt sem er. (Im = cd-sr)
Ljósflæðið frá rafmagnsperu af algengri gerð = um 10 lm fyrir hvert
vatt.
Ljósflæðið frá flúrlampa af algengri gerð = um 50 lm fyrir hvert vatt.
Lýsing.
1 lúx (Ix) = lýsing flatar sem fær á hvern fermetra ljósflæðið 1 lúmen.
Lýsing frá sól við góð skilyrði = um 1105 lúx.
Lýsing frá tungli við góð skilyrði = um 0,2 lúx.
Svigstyrkur.
1 díoptría (8) = svigstyrkur sjónglers sem hefur brennivíddina 1 metra
í efni með brothlutfallið 1. Svigstyrkur sjónglers í lofti er sem næst
1/f ef brennivíddin í lofti er f metrar.
Mögnun.
1 desibel (dB) = mögnun sem svarar til þess að orkuflæði margfaldist
um ^IO = 1,26 (sem jafngildir 26% aukningu flæðisins). Mögnun
um n desibel svarar til þess að orkuflæðið margfaldist um t^'10”.
Þrjú desibel svara nokkurn veginn til tvöföldunar, og tíu desibel
til tíföldunar. Þegar hljóðstyrkur er tilgreindur í desibel er átt við
það hversu mikið þyrfti að magna minnsta heyranlegt hljóð af
tíðninni 1 000 Hz til þess að fá sama hljóðstyrk (orkuflæði). Hljóð-
styrkurinn er þó ekki beinn mælikvarði á hljóðhæðina (háværð-
ina) eins og eyrað greinir hana, því að næmleiki eyrans er einnig
háður öldutíðni hljóðsins.
Hljóðhækkun.
1 fón (phon) = sú hljóðhækkun sem mannseyrað leggur að jöfnu við
hækkunina er styrkaukningin 1 desibel veldur á jafn háværu hljóði
af tíðninni 1 000 Hz. Þegar hljóðhæð er tilgreind í fón er átt við það
hversu mikið þyrfti að magna minnsta heyranlegt hljóð af tíðn-
inni 1 000 Hz til þess að fá sömu hljóðhæð, dæmt með eyranu.
Geislavirkni.
1 kúrx (curie, Ci) = geislavirkni efnismagns sem 3,7-1010 kjarna-
sundranir verða í á hverri sekúndu. 1 gramm af radíni hefur geisla-
virkni sem er mjög nálægt því að vera 1 kúrí.
(42)