Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Page 83
skólans, svo sem skólarannsóknadeild menntamálaráðuneyt-
isins og rannsóknastöð Hjartaverndar. Unnið var að ýmsum
verkefnum á sviði mannerfðafræði fyrir Erfðafræðinefnd Há-
skólans fyrir styrk frá kjarnorkumálanefnd Bandaríkjanna.
Samgöngur og ferðalög.
47 647 útlendingar komu til íslands á árinu (árið áður
37 728). Af þeim voru 15 278 Bandaríkjamenn (árið áður
13 391), 4 519 Danir (5 114), 4 231 Þjóðverji (3 991), 3 986
Bretar (4 515), 2 855 Svíar (2 098), 1662 Norðmenn (1352)
°g 1310 Frakkar (1330). 20 848 íslendingar ferðuðust til út-
landa. Mikið kvað að hópferðum íslendinga til Spánar,
einkum til Mallorca. Ný Fokker-Friendshipflugvél Flugfélags
Islands kom til landsins í apríl. Loftleiðir seldu flugvélina
Eirík rauða til Chile, en keyptu nýja Rolls-Royceflugvél, Þor-
vald Eiríksson, sem kom til landsins i maí. Loftleiðir fengu
með samningi leyfi til að fljúga Rolls-Royce flugvélum sínum
til Norðurlanda. Fargjöld Loftleiða í þessu flugi máttu ekki
vera nema 10% lægri en fargjöld SAS. Takmarkanir voru á
sætafjölda. Þessi samningur gilti frá 1. apríl 1968 til 1. apríl
1971. SAS hóf áætlunarferðir frá Norðurlöndum til íslands
°g Grænlands í samvinnu við Flugfélag Islands. Stofnað var
nýtt flugfélag, Flugfrakt hf., til að annast vöruflutninga milli
Evrópu og Ameríku með umhleðslu á Islandi. Lendingum
Eugvéla fjölgaði á Keflavíkurflugvelli en fækkaði á Reykja-
víkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur fékk fullkomin blind-
lendingartæki. íslendingar tóku þátt í heimsmeistaramóti í
svifflugi í Hollandi í júní.
Siglingateppa vegna hafíss var við Norður- og Austurland
um vorið. Goþafoss var seldur til Líberíu.
26. maí var tekin upp hægri umferð hér á landi eftir mikinn
undirbúning. Tókst breytingin yfirleitt vel, og umferðar-
slysum fjölgaði ekki eftir hana. Ljósabúnaður bifreiða varð
að vera í samræmi við hægri umferð fyrir 1. ágúst. Um leið og
(81) 6
L