Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Side 87
sökk lítill vélbátur, Farsæll frá Skagaströnd, á Húnaflóa en
ahöfnin, tveir menn, bjargaðist í gúmmíbát og náði landi eftir
14 stunda hrakninga. 12. september brann og sökk vélbátur-
mn Faxaborg frá Hafnarfirði undan Jökli, en mannbjörg varð.
5- nóvember fórst vélbáturinn Þráinn frá Neskaupstað í nánd
við Vestmannaeyjar og með honum níu menn.
19. febrúar fórst lítil flugvél af gerðinni Piper Twin Coman-
che á Reykjavíkurflugvelli og með henni tveir menn. 15. júlí
fórst flugvél af gerðinni Piper Cherokee á Látraheiði í Rauða-
sandshreppi og með henni fjórir menn.
Ymis frækileg björgunarafrek voru unnin. 25. marz varpaði
Kristinn Ó. Jónsson, skipstjóri á Þórsnesi, sér til sunds og
bjargaði stýrimanni skipsins, sem hafði fallið útbyrðis.
29. apríl bjargaði Stefán Runólfsson, verkstjóri, 3ja ára
dreng, sem hafi fallið út af bryggju í Vestmannaeyjum. 16.
maí bjargaði Jónatan Arnórsson dreng, sem hafði dottið út af
bryggju á ísaftrði.
Slysavarnafélag íslands setti á stofn sérstaka umferðardeild.
Slysavarðstofan í Reykjavík flutti í nýja Borgarspítalann.
Stjórnmál o.fl.
Forsetakosningar fóru fram 30. júní. Tveir frambjóðendur
voru í kjöri, dr. Gunnar Thoroddsen, ambassador, og dr.
Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. Um 91% kjósenda greiddu
atkvæði. Dr. Kristján Eldjárn var kjörinn forseti með 67 544
atkvæðum en dr. Gunnar Thoroddsen fékk 35 423 atkvæði.
Hinn 1. ágúst tók Kristján Eldjárn við forsetaembættinu af
herra Ásgeiri Ásgeirssyni, sem hafði gegnt því í 16 ár.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat að völdum allt árið.
Ráðuneytum var fjölgað úr 10 í 13. Atvinnumálaráðuneytið
var lagt niður, en stofnuð 4 ný ráðuneyti, sjávarútvegsráðu-
neyti, iðnaðarmálaráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Um haustið fóru fram
viðræður milli nefnda úr öllum stjórnmálaflokkum um úr-
(85)