Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Page 97
iðnskólahúsi, íþróttahúsi og húsi hjálparsveitar skáta. Um-
bætur voru gerðar á Sundhöll Hafnarfjarðar. Tekið var í notk-
un nýtt hús Iðnaðarbankans í Hafnarfirði. Byggt var hús yfír
sædýrasafn sunnan við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði. Mjög
niiklar framkvæmdir voru við álverksmiðjuna í Straumsvík,
°g vann þar fjöldi manns. Símahús var byggt í Vogum. Miklar
hafnarframkvæmdir voru í Ytri-Njarðvík, og þar var unnið
að íþróttahúsi. Unnið var að stækkun gagnfræðaskólahússins
1 Keflavík, og allmörg íbúðarhús og iðnaðarhús voru byggð
þar. Félagsheimili Iðnaðarmannafélags Suðurnesja í Keflavík
var tekið til afnota. Miklar umbætur voru gerðar á flugstöðvar-
hyggingunni á Keflavíkurfíugvelli. Unnið var að iþróttahúsi
i Sandgerði, og nokkur íbúðarhús voru byggð þar. Unnið var
að stækkun skólahússins í Grindavík, og allmörg íbúðarhús
voru byggð í Járngerðarstaðahverfi.
Amessýsla. Miklar umbætur voru gerðar á Strandarkirkju í
Selvogi, og var hún endurvígð 14. júlí. í Þorlákshöfn voru
byggð nokkur ný íbúðarhús, og skólahúsið var stækkað. í
Hveragerði var unnið að kirkjusmíð, húsi Garðyrkjuskóla
ríkisins, póst- og símahúsi og stækkun elliheimilisins. Unnið
var að undirbúningi að byggingu orlofsheimilis múrara í
Öndverðarnesi í Grímsnesi. Á Laugarvatni var unnið að hús-
um húsmæðraskólans og íþróttakennaraskólans og nemanda-
húsi menntaskólans. Gerð var hitaveita á Flúðum í Hruna-
Wannahreppi. Nýtt skólahús var tekið í notkun í Hrunamanna-
hreppi. í Gnúpverjahreppi var unnið að byggingu félags-
heimilis og skólahúss. Miklar framkvæmdir voru við Búrfells-
virkjun, og vann þar fjöldi manns, bæði íslendingar og út-
lendingar. Á Selfossi var unnið að byggingu sjúkrahúss og
póst- og símahúss. Dagheimili var tekið í notkun þar. Unnið
var að því að ljúka við gagnfræðaskólahúsið á Selfossi. Lögð
var vatnsveita á Stokkseyri og Eyrarbakka.
Rangárvallasýsla. Á Hellu var unnið að póst- og símahúsi
og hafin bygging húss Búnaðarbankans. Nýtt skólahús var
(95)