Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Síða 105
Fryst síld 37,3 ( 97,6)
Prjónavörur úr ull 30,8 ( 30,0)
Ókaldhreinsað þorskalýsi .. 30,7 ( 17,5)
Loðskinn 30,5 ( 19,5)
Fryst hrogn 30,5 ( 37,3)
Saltfiskflök 25,7 ( 8,4)
Söltuð grásleppuhrogn 24,8 ( 10,8)
Ostur 19,5 ( 9,5)
í september var með bráðabirgðalögum lagt 20% gjald á
innfluttar vörur og 20% gjald á ferðagjaldeyri. í október voru
settar nokkrar hömlur á gjaldeyriskaup. 11, nóvember var
gengi íslenzku krónunnar lækkað um 35,2%. Varð þá kaupverð
Bandaríkjadollars 87,90 krónur en söluverð hans 88,10 krón-
nr. Kaupverð sterlingspunds varð 210 krónur en söluverð
þess 210, 30 krónur. Athugaðir voru möguleikar á aðild ís-
lands að fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA), og var að-
ildarumsókn lögð fyrir ráðherrafund samtakanna í Vinar-
borg í nóvember. Seðlabanki íslands tók við myntsláttu og
dreiflngu myntar, en áður var það ríkissjóður sem annaðist
þau mál. Ákveðið var, að frá 1. janúar 1969 skyldi ekki nota
lægri einingar en 10 aura. Einseyringar, tvíeyringar og fimm-
eyringar hurfu því úr sögunni. Farið var að slá 5-krónu og
10-krónu mynt, og gefin var út ný gerð af 500-krónu seðlum.
Hafinn var undirbúningur að því að breyta Sparisjóði alþýðu
í verkalýðsbanka. íslenzk fyrirtæki tóku þátt í alþjóðlegri
matvælasýningu í París í október og nóvember. 17. október
var Haraldur Sveinsson kjörinn formaður Verzlunarráðs ís-
lands, en Kristján G. Gíslason lét af störfum.
Vinnumarkaður.
Talsvert bar á atvinnuleysi á árinu, einkum síðustu mánuð-
ina. Kvað þá einkum mikið að því í ýmsum sjávarþorpum.
í árslok voru 450 skráðir atvinnulausir í Reykjavík. 4. marz og
(103)