Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Page 128
lítil skekkja í tíu þúsund kílómetra vegalengd, en í augum
landmælingamanna sem vinna að því að mæla stærðir og
legu meginlanda með 10 metra nákvæmni, er 300 metra
skekkja hreint ekki svo smávægileg. Gervitunglin sýndu einn-
ig, að norðurhvel jarðar er ekki nákvæmlega eins og suður-
hvelið, heldur kemur fram á jarðkúlunni vísir að perulögun.
Þess má geta, að Kólumbus gamli hélt því fram á efri árum,
að jörðin væri í laginu eins og pera, svo að eitthvað hefur hann
nú verið á undan sinni samtíð. Nákvæmar rannsóknir á lögun
jarðarinnar kunna í framtíðinni að varpa frekara ljósi á innri
gerð jarðar, sem allt of htið er vitað um.
Gufuhvolflð liggur betur við athugunum, enda hefur það
nú verið ítarlega kannað, bæði með eldflaugum og gervitungl-
um. Breytingar á brautum gervitungla sýna, að loftviðnáms
gætir allt upp í 3500 kílómetra hæð, en þar er loftið orðið
trilljón sinnum þynnra en við yfirborð jarðar. Þá hefur það
sannazt, sem áður var talið fullkomlega afsannað, að efsti
hluti gufuhvolfsins sé að mestu leyti úr léttum lofttegundum,
vetni og helini. Næstum því allt útíjólublátt ljós og röntgen-
geislar frá sólinni stöðvast í efstu loftlögum og hitar hið ör-
þunna loft, sem þar er, upp í 200 til 2000 stig, en hitinn fer
mjög eftir því, hversu umbrotasamt er á yfirborði sólar. Áhrif
sólarinnar á gufuhvolfið er það rannsóknarefni, sem hvað
mest hefur verið unnið að í geimvísindum til þessa. Frá sól-
inni berast ekki aðeins ljós og aðrar raföldur, heldur einnig
straumur rafhlaðinna agna, hinn svonefndi sólvindur. Segul-
svið jarðar bægir sólvindinum frá, þannig að agnirnar komast
ekki beint inn í gufuhvolfið, en áhrifa þeirra gætir þó í segul-
truflunum, norðurljósum og skyldum fyrirbærum. Sumar raf-
agnanna ánetjast segulsviðinu og mynda geislabelti umhverfis
jörðina. Uppgötvun þessara geislabelta var einn fyrsti og
merkasti árangur geimvísindanna.
Sólrannsóknir skipa mjög háan sess í geimvísindum, bæði
vegna þeirra miklu áhrifa, sem sólin hefur á jörðina, og einn-
(126)
j