Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 180
þannig að fyrri staðurinn sem við komum að, á við fyrri hluta
ársins, fram á hlaupársdag, en seinni staðurinn við síðari hluta
ársins. Reynslan sýnir, að meiri hætta er á ruglingi ef talið er
á báða vegu, ýmist „réttan“ eða „öfugan“ hring eftir fingr-
inum.
Tökum nú dæmi og finnum aðfarardag ársins 1875. Við
munum, að 1900 er á toppinum og teljum því eftir venju í
öfugan hring, hlaupum yfir auða fingurstaðinn á framlið
innanverðum og finnum 1800 á miðlið innanverðum. (Að-
farardagur ársins 1800 er þá þriðjudagur.) Frá 1800 teljum
við 1 á upplið innanverðum, 2 á upplið utanverðum, 1820 á
miðlið utanverðum, 1820 á framlið utanverðum, 1 á toppin-
um, 2 á framlið innanverðum, 1840 á miðlið innanverðum,
1840 á upplið innanverðum, 1 á upplið utanverðum, 2 á mið-
lið utanverðum, 1860 á framlið utanverðum og 1860 á topp-
inum. Þaðan teljum við 1861 á framlið innanverðum, 1862 á
miðlið innanverðum, 1863 á upplið innanverðum, 1864 á upp-
lið utanverðum, 1864 á miðlið utanverðum, 1865 á framlið
utanverðum, 1866 á toppinum, 1867 á framlið innanverðum,
1868 á miðlið innanverðum, 1868 á upplið innanverðum,
1869 á upplið utanverðum, 1870 á miðlið utanverðum, 1871
á framlið utanverðum, 1872 á toppinum, 1872 á framlið
innanverðum, 1873 á miðlið innanverðum, 1874 á upplið
innanverðum og 1875 á upplið utanverðum. Aðfarardagur
1875 er því fimmtudagur.
Vikudagar í gamla stíl.
Sú aðferð sem hér hefur verið lýst er nothæf fyrir allar dag-
setningar núgildandi tímatals, sem ýmist er nefnt gregoríanska
tímatalið eða nýi stíll (sjá Almanak 1969, bls. 193). Nýi stíll
gekk í gildi í kaþólskum löndum á árunum 1582-1583, en
síðar í öðrum löndum. í Danaveldi (og þar með á íslandi)
tók hann gildi árið 1700, í Bretaveldi árið 1752 en í Ráð-
stjórnarríkjunum ekki fyrr en 1918. Við breytinguna frá gamla
(178)