Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Síða 191
fram á fíngurtopp, er nú talið einum skemmra, á framlið utan-
verðan. Dæmi: 1970. 21. október fellur á upplið innanverðan
(sjá mynd), 22. október á upplið utanverðan, 23. október á
miðlið utanverðan og 24. okt. á framlið utanverðan. Fyrsti
vetrardagur 1970 er þá 24. október.
Frá þessari reglu er þó ein undantekning. 1 rímspillisárum
(sjá Almanak 1969, bls. 185) verður fyrsti vetrardagur viku
seinna en vera ætti samkvæmt reglunni, svo að þá verður að
telja heilan hring í viðbót. Rímspillisár eru oftast á 28 ára
fresti, en stöku sinnum á 40 ára fresti (þegar milli falla alda-
mótaár sem ekki eru hlaupár). Síðasta rímspillisár var 1967.
Aðfarardagur þess árs var laugardagur, svo að við eigum að
byrja að telja á framlið utanverðum og setja þar 21. október.
Ef allt væri með felldu, ættum við ekki að þurfa að telja lengra,
og fyrsti vetrardagur væri þá 21. október. En þar sem þetta er
rímspillisár, verðum við að telja í heilan hring í viðbót, og
þegar við komum næst á framlið utanverðan verður þar 28.
október, sem var fyrsti vetrardagur þetta ár, og reyndar öll
rímspillisár.
Rímspillisár þekkist á því að aðfarardagur ársins er laugar-
dagur og nœsta ár á eftir er hlaupár (hefur aðfarardagana
sunnudag og mánudag). Frá þessari reglu er engin undan-
tekning, en reglan sem Jón Árnason gefur bregzt hins vegar
einu sinni á hverjum 400 árum. Fyrsta dæmið um það var
1899, en næst gerist það árið 2299.
Að minnsta kosti frá 1500 og allt fram á 19. öld mun vetur
hafa talizt byrja á föstudegi í stað laugardags. Til þess að finna
vetrarkomu á föstudegi (í nýja stíl) má nota alveg sömu að-
ferð og lýst er hér að ofan, nema hvað fyrsti dagurinn sem til
greina kemur er þá 20. október en ekki 21. október.
Vetrarkoma í gamla stíl finnst með því að byrja með 11.
október á fmgurstað aðfarardags, og telja fram á miðlið innan-
verðan. Samræmisins vegna er hér miðað við að vetur hafi
byrjað á laugardegi, en sé miðað við föstudag, sbr. það sem
(189)