Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Bubbi Morthens hefur að undanförnu samið lög sem óður maður - 23 lög á 13 dögum. Bubbi segir enga leið að liggja og væla heldur spýtir í lófana og æðir upp á dekk. í kvöld verða hinir árlegu Þorláks- messutónleikar hans og konungur rokksins játar það að vera alveg skelfingu lostinn af stressi, segist feiminn en á sviðinu breytist hann í ofurhetju með gítar. „Já, þetta eru 20 Þorláksmessu- tónleikarnir mínir. Ég ætla að halda upp á þetta með því að vera skringilega klæddur og spila gam- alt efni og svo alveg flunkunýtt. Sumt ekki nema nokkurra daga gamalt," segir Bubbi Morthens. Það er komið að því, hinir ár- legu og sögulegu Þorláksmessu- tónleikar eru í kvöld. Og vitaskuld löngu uppselt. Bubbi hefði þess vegna getað haldið þrenna eða ferna tónleika fyrir fullu húsi. „Já, það bara seldist upp á inn- an við einum deg. Svona gífurleg eftirspurn. Ég ætla að taka þá tón- leikana upp fyrir væntanlega DVD-geymslu. Kominn með lið í það. Allt sem ég hef verið að gera að undanförnu - 25 ára starfsaf- mælið er á næsta ári. ísbjarnar- blús að verða 25 ára gamall! Hratt flýgur stund. Við skulum ekki einu sinni ræða það. Við stefhum hratt að brúninni en uppréttir alla leið.” Ræðir allt nema Hraunið og skilnaðinn Á morgun fer Bubbi svo í sína árlegu ferð á Litla-Hraun til að messa yfir föngunum, spila og leika. Hann stefnir að því að hafa með sér Mínus og Stefán Mána að þessu sinni. Þetta er jafnframt 20. skipti sem hann fer á Litla-Hraun en þrátt fyrir þau tímamót er Bubbi ófáanlegur að ræða það neitt nánar. „Ég skal ræða allt nema Litla-Hraun og skilnaðinn," slær hann fram. Og þá er ekki um annað að ræða en víkja talinu að tónleikun- um að nýju. Og að framtíðinni. Bubbi Morthens hefur verið gríð- arlega afkastamikill að undan- förnu. „Já, ég er búinn að taka upp tíu lög með honum Barða í Bang gang og þar fyrir utan er ég með 23 ný lög. Þetta eru því 33 ný lög sem ekki hafa enn heyrst opinberlega. Já, ég hef verið að skrifa rosalega mikið að undanförnu. Alveg hell- ing. 23 lög á 13 dögum. Þetta rennur upp úr mér. Eitthvað verð- ur maður að gera. Það þýðir ekk- ert að liggja bara og væla. Það ger- ir maður ekki heldur spýtir í lóf- ana og fer upp á dekk. Við skulum láta aðra um að væla.“ „Stundum hefur mað- ur veríð helst til gífur- yrtur og látið eitt- hvað flakka sem kannski hefði betur verið látið ósagt. Það hefur komið fyrir. En hins vegar er ég bara ég. Ég ritskoða ekki sjálfan mig." DVD-diskur í vændum - bólginn af efni Bubbi hefur auk þess að starfa í hljóðveri með Barða verið að taka upp demó-lög með þeim snilling- um Palla Papa, Magga Einars, Dan Cassidy og Jakobi Smára bassa- leikara. „Mig langaði að eiga ákveðin lög í tveimur útgáfum. Og þetta er með akústísku hljóm- sveitinni minni sem ætlað er að verða sem bónus og aukaefni á DVD-disknum sem ég er nú að vinna. DVD-útgáfa? „Já, já, ég á efni á 2 til 3 DVD- diska. Én það kemur örugglega út DVD-diskur með mér á næsta ári. Alveg bólginn af efni. Búast má við að þar verði einir þrennir eða fernir tónleikar. Hvort þeir verða þar í heild sinni verður að koma í ljós. Þótt ég myndi drepast núna er fyrirliggjandi efni sem hægt væri að dæla út. Ég hef verið svo duglegur." Helst til of gífuryrtur Á tónleikunum í kvöld verður Bubbi einn með kassagítarinn. Og svo ædar hann að spjalla á milli laga sem áður. Hann neitar því ekki að á nokkrum tónleikanna hafi hann farið vel yfir strikið. „Já,já, þetta hefur alltaf verið í beinni. Stundum hefur maður verið helst til gífuryrtur og látið eitthvað flakka sem kannski hefði r* t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t GÍTARINN EHF. www.gitarinn.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125 grUrinn@gitarinn.is Trommusett með öllu, ásamt kennslu- myndbandi og æfingaplöttum allt settið. Rétt verð 73.900. - Tilboðsverð 54.900. - á ÞJÓÐLACACÍTAR: KR. 14.900,- M/ POKA. Ót. SntUFLAUTU OC NÖGL ÞJÓÐLACAGÍTAR: KR. 17.900.- M/ PICKrUP (HÆCT AÐ TENCJA I MAGNARA) M/ÖLLU AÐ OFAN. KLASSÍSKUR GÍTAR FRÁ KR. 9.900.- f ; RAFMAGNSSETT: KR. 27.900.- (RAFMAGNSGÍTAR - MAGNARI - P0KI - KTNNSLUBÓK STIUIFLAUTA - GÍTARNEGLUR OG 7 SNÚRURH!!) í ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Bubbi Morthens Læturaðra um að væla og hefur að und- anförnu verið óhemju dugleg- ur við að skrifa - 23 ný lögó 13 dögum hlýtur að teljast gott. betur verið látið ósagt. Það hefur komið fyrir. En hins vegar er ég bara ég. Ég ritskoða ekki sjálfan mig. Það kemur örugglega mörgum mannin- um skringilega fyrir sjónir að ég skuli segjast feiminn. En ég er það. En þegar ég fer á svið þá breytist það. Þá er ég ofurhetja með gítar. Það eru til tveir Bubbar. Þegar ég er kominn upp á svið þá rúllar þetta.“ Tönleikarnir eru sendir út á Bylgjunni en voru áður á Rás 2. „Þeim þar fannst ég tala of frjáls- lega og harkalega um Hannes Hólmstein fýrir einhverjum þrem- ur eða fjórum árum. Ég man það ekki. Þetta var rétt hjá þeim, ég fór yfir strikið, en það er partur af mér. Og menn verða bara að kaupa það eða ekki. í öðru lagi má kannski segja að gagnrýnin hafi átt fyllilega rétt á sér þótt ég hefði getað orðað það af meiri skyn- semi. Svona er þetta bara. Maður á að fá að geta talað um það sem maður vill og á að bera ábyrgð á því. Ég kem til með að tala. Ég verð ekkert þegjandi á sviðinu." Tónleikagestir alla leið af Halamiðum Hinir hefðbundu Þorláks- messutónleikar eiga sér stað í hjarta Bubba og hann segir þá gríðarlega skemmtilega. „Árið 1987 trúlofaði fólk sig á tónleikun- um, ég sé sömu andlitin ár eftir ár, þarna kemur unga kynslóðin og gamla fólkið. Alveg ótrúlega gam- an,“ segir Bubbi. Og fólk leggur mikið á sig til að komast á tónleik- ana. „Það hringdi í mig maður frá Halamiðum. Sjötíu ára og segir það nú kannski eitthvað um það í hvernig formi sá er. Hann ætlaði að koma konunni sinni, sem er á svipuðum aldri, á óvart með því að bjóða henni á tónleikana. Hvort þarna væri nokkur mögu- leiki? Það var alveg uppselt en hvað segir maður þegar menn hringja frá Halamiðum og ætla að koma fljúgandi að norðan til að mæta á tónleikana. Maður segir: Mættu bara! Við finnum út úr þessu." Skelfingu lostinn af stressi Það ríkir sem sagt tilhlökkun hjá konungi rokksins á íslandi fyr- ir tónleikana. En hann kemur blaðamanni á óvart með að játa á sig sviðsskrekk. „Alveg skelfingu lostinn af stressi. Og það versnar með árun- um. Maður verður alltaf meðvit- aðari og meðvitaðari um hversu lélegur maður er. Það er ákveðinn sannleikur í þessu þó að þetta sé sagt í kaldhæðni. í rauninni er maður nakinn. Einn með gítarinn og það má lítið bregða út af. Mað- ur verður að halda haus, vinna heilan sal, maður verður að vinna fimm hundruð manns. Og það er ekki auðvelt. Veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því en það að halda heilum sal er meira en segja það. Er alltaf að uppgötva það betur og betur með árunum. Þetta vafðist ekki eins fyrir mér á árum áður. Þá var bara partí og gaman." jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.