Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Qupperneq 8
^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^
www.gitartnn.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125 gHarinn@gitarinn.is .
Trommusett með öllu,
ásamt kennslu-
myndbandi og
æfingaplöttum á
allt settið.
Rétt verð
73.900. -
Tilboðsverð
54.900. -
ÞJÓÐLACAGÍTAR: KR. 14.900,-
M/ POKA. Ól, STILLIFIAUTU OC NÖCl
ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 17.900.-
M/ PICK-UP (HÆCT AÐ TENGJA I MAGNARA)
M/OUU AÐ OFAN,
KLASSÍSKUR GÍTAR
FRÁ
KR. 9.900.-
Janúarútsalan
í fullum gangi
RAFMAGNSSETT: KR. 27.900.-
(RAFMACNSGÍTAR - MAGNARl - POKl - KENNSLUBÓK -
STILLIFLAUTA - CÍTARNEGLUR OG 1 SNÚRUR!!!!)
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Vandað leðursófasett með bycast áferð
3+2+1 Verð aðeins kr. 229.000.- Verö áÖur kr. 289.000,-
3+1+1 Verð aðeins kr. 198.000.- verðáðurkr.249.000.
^o^utand/
Vandaður homsófi með slitsterku áklæði
M/áklæði verð aðeins kr. 129.000.- EmoSo..
M/leðri verð aðeins kr. 159.000.-
CSjhúsqöqn
Ármúla 8 - 108 Reykjavfk
i Sfmi 581-2275 1568-5375
^ Opið virka daga10-18 Laugard 11-16 - Sunnud. 13-16
dagar
—
; VV^‘f '
Helgarblað DV
Ingunn Björnsdóttir, sigurvegari á alheimsmælikvarða í
áskoruninni Líkami fyrir lífið, segir keppnina hafa breytt lífi
sínu. Ingunn er alsæl með árangurinn og hefur ekki enn kom-
ið niður á jörðina eftir að hafa heyrt úrslitin. Þrátt fyrir að
áskoruninni sé lokið ætlar hún að halda áfram að passa upp á
mataræðið og æfa enda hefur hún tekið upp nýjan lífsstíl.
Fyrsl ég gat þetta,
geta hað alllr
Ég var í rusli og hafði
enga trú á sjálfri mér.
Allt sem ég gerði
mistókst og að lokum
hafði ég fengið nóg.
„Þetta er of gott til að vera satt,“
segir Ingunn Bjömsdóttir sem sigraði
í sfnum flokki í alheimsáskoruninni
Líkami fyrir lífið. Ingunn stóð sig með
glæsibrag og losaði sig við 30 kíló, fyr-
ir utan allan vöðvamassann sem hún
bætti á sig. „Ég er ekki enn komin
niður á jörðina, maður er búinn að
vera í allsherjargeðsveiflu, hoppandi,
skælandi og hlæjandi til skiptis. Ég
varð bara alveg kjaftstopp."
Ingunn var að æfa í rólegheitum
þegar hún heyrði öskrað að hún hefði
sigrað. „Ég vissi að ég væri komin í
fjögurra manna úrslitin og hafði sætt
mig við fjórða sætið en þetta er frá-
bært. Þetta er mikið pepp fyrir mig og
nú er bara að halda áfram að æfa,
vinna, borða og sofa og reyna að
njöta lífsins þess á milli."
Sigurvegari „Ég er ekki enn komin niður á
jörðina, maður er búinn að vera I allsherjar-
geðsveifiu, hoppandi, skælandi og hlæjandi
til skiptis,"segir Ingunn ánægð.
Var alltaf búttuö Svona leit Ingunn út
áður en hún ákvað að gera eitthvað i
málunum. Nokkrum mánuöum siðar var hún
svo komin i áskorunina Llkami fyrir llfíð.
Var komin með nóg
Holdafar Ingunnar og andlegt
ástand hennar voru ekki góð áður
en hún ákvað að taka málin í sínar
hendur. Sjálfstraustið var í molum
og hún þjáðist af verkjum um allan
skrokkinn. „Ég var í rusli og hafði
enga trú á sjálfri mér. Allt sem ég
gerði mistókst og að lokum hafði ég
fengið nóg. Ég nennti þessu ekki
lengur og var staðráðin í að láta
þetta takast," segir Ingunn og bætir
við að hún haf! fengið sér einka-
þjálfara enda hefði henni aldrei
tekist þetta einni.
„Jóhann Ingi Stefánsson er bú-
inn að vera þvílíkur klettur með
mér og peppaði mig upp í að skrá
mig í áskorunina. Þá hafði ég þegar
losað mig við 17 kíló og fannst snið-
ugt að hafa áskorunina sem gulrót.
Ég hafði fylgst með árangri annarra
og ákvað að slá til og þegar ég byrj-
aði á áætluninni svínvirkaði hún.
Ég held að það sé þó einstaklings-
bundið hvort fólk þurfi einkaþjálf-
ara til að fara eftir þessu pró-
grammi en í mínu tilfelli var það
eina ráðið. Ég er ekki með nógu
mikinn aga og er ofboðslegur sæl-
keri. Matur er það besta sem ég fæ
og það gerist náttúrulega ekki neitt
ef maður er að svindla í tíma og
ótíma. Bókin, Líkami fyrir h'fið, út-
skýrir þetta samt mjög vel enda er
hún biblían mín.“
Tók áskorunina með trukki
Ingunn segist hlakka til að sjá hin-
ar konumar sem komust í úrsÚtin og
hvað það er sem hún hefur fram yfir
þær. Hún veit ekki með vissu
hversu margar hún keppti við en
veit að þær telja þúsundir ef ekki
tugþúsundir. Eftir að henni
hafði verið tilkynntur sigurinn
voru verðlaunin tahn upp en
vegna geðshræringar náði
hún aðeins hluta af þeim
upplestri. Allavega fær hún um
það bil eina og hálfa milljón í
peningum, leðurjakka, fæðu-
bótarefni og gullarmbandsúr.
„Ég var alsæl með að komast í
10 manna úrslit á heims-
mælikvarða og fannst ekki
hægt að biðja um meira.
Keppnishaldaramir vom
líka hissa á að þarna úti á
þessu litla skeri væri ein-
hver lítil fi'gúra sem tæki
allt með trukki."
Ekki feit - bara
mjúk
Ingunn segist
ætla að halda áfram
á sömu braut enda
hafi hún algjörlega
breytt um lífsstíl
„Ég tók 180°
beygju. Nú
stunda ég ekki
lengur síát
heldur borða
litlar máltíðir
sex sinnum á
dag og æfi á
hverjum degi. Þar
sem ég starfa með mat
allan daginn var of-
boðslega erfitt að
Ég nennti þessu ekki
lengur og var stað-
ráðin í að láta þetta
takast.
hætta að narta enda var ég alltaf að
borða mig sadda í tíma og ótíma. Ég
hefði aldrei getað trúað því að ég
gæti verið í svona góðu formi. Ég
hef verið í þéttari kantinum síðan
ég man eftir mér og það tók vini og
ættingja langan tíma að venjast
nýja útlitinu. Þeim þótti bara eðli-
legt að ég væri búttuð. Mér bregður
líka þegar ég sé myndir af mér síðan
fyrir tveimur árum en þá hugsaði ég
með mér að ég væri ekkert feit
heldur einungis mjúk. Nú gæti ég
hins vegar ekki haft það betra og
veit að fyrst ég gat þetta þá geta
þetta allir."
indiana@dvh
Ingunn Björnsdóttir Ingunn
sigraði / sinum fíokki en hún keppti
við tugi kvenna út um allan heiminn.
Verðlaunin eru ekki afverri endanum
enhún fær meðal annars um eina
og hálfa milljón ípeningum.