Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Page 54
54 LAUGARDAGUR 75. JANÚAR 2005
Fréttir DV
Skál í botn - reykingar bannaðar!
Þegar ég var að byrja að skemmta
mér fyrir, hvað - á tíma þegar staður
sem hét Tjarnarbúð var vinsælastur
- voru skemmtistaðir opnir til klukk-
an eitt á föstudögum og tvö á laugar-
dögum. Það var framfylgt reglu um
að allir yrðu að vera komnir inn á
staðina klukkan hálftólf - annars
mátti ekki hleypa þeim inn. Ef þeir
fóru út komust þeir ekki inn aftur.
Það var bannað að veita áfengi á
miðvikudögum, þá skyldu menn
undanbragðalaust láta renna af sér.
Það var einnig forboðið að selja
áfengi á veitingahúsum milli tvö og
sex á daginn. Þeir sem vildu drekka á
þeim tíma urðu að ná samkomulagi
við þjónustufólkið um að fá vín
framborið f kaffibollum eða tekönn-
um. Á stöðum þar sem þetta tíðkað-
ist var oft glatt á hjalla sfðdegis.
Léttvínsbyltingin
Það þarf ekki að taka fram að bjór
var ekki á boðstólum. Það var heldur
ekki lenska að veita léttvín nema
með mat. Slíkir matsölustaðir voru
yfirleitt ekki nema á hótelum -
þannig drakk fólk ekki léttvín nema á
stöðum þar sem var hægt að sofa yfir
nóttina. Svo fór h'til hola á Hring-
brautinni, Stúdentakjailarinn, að
selja Matteus-rósavín án þess að
maður þyrfti að kaupa mat með.
Þetta var mjög umdeilt - en það hét
einu orði „léttvfnsbyltingin".
Á áfenginu hvíldi bannhelgi.
Þetta var mestanpart forboðin vara,
ilia séð af samfélaginu. íslendingar
höfðu neyðst til að aflétta vínbanni
fyrr á öldinni, en aðeins vegna þess
að viðskiptaþjóðir í Suður-Evrópu
Laugardagskj allari
neyddu okkur til þess. Meirihluti
stjórnmálamanna hafði horn í sfðu
áfengis - að minnsta kosti opinber-
lega. Vín var selt í ljótum, ffáhrind-
andi flöskum, því var pakkað inn í
brúna bréfþoka. Áfengisverslanirnar
voru eins og vanhelgir staðir, vör-
unni var ekki stillt upp, fúlir karlar í
löggulegum einkennisskyrtum réttu
hana ólundarlega yfir borð. Það
mynduðust langar biðraðir á föstu-
dögum - allt var gert til að takmarka
aðgengið. Búðunum var skellt í lás
klukkan sex.
Jón Ásgeir fær ekki áfengis-
söluna
Eitt hefur svosem ekki breyst -
áfengisverðið. Hugsunin bak við það
er enn sú að draga úr neyslunni.
Hins vegar hefur flest annað verið
breytingum undirorpið. Áfengis-
verslanir eru núorðið þægilegir stað-
ir að koma í, starfsmennirnir eru
skapgóðir, leiðbeina fólki um val á
drykkjum. ÁTVR er jafnvel farið að
auglýsa, opnunartímar hafa verið
sveigðir að þörfum viðskiptavin-
anna. Það gæti verið stutt í að áfeng-
issala yrði gefln frjáls að einhverju
leyti. Ekki er ósennilegt að þing-
meirihluti sé fyrir því. Kannski er það
eina sem stendur í veginum óvildin
milli Baugs og Sjáifstæðisflokksins -
sem óttast afleiðingar þess að af-
henda Jóni Ásgeiri og co. áfengissöl-
una í landinu.
Þannig hefur aðgangur að áfengi
orðið miklu auðveldari á síðustu
árum - á sama tíma og farið er að
þrengja að þeim sem hætta lífi sínu
með tóbaksreykingum eða ofneyslu
matar. Reykingamenn og ofætur
uppskera vorkunnsemi blandna
fýrirlitningu í fjölmiðlum, meðan
áfengisneytendur eru eins og fi'nir
menn, drekka eðalvín af sérlistum,
geta vahð úr ótal tegundum af bjór
og gosdrykkjum með áfengi út í,
skrifa í blöð um áhugamál sfn. Mikið
af þessu er auglýst leynt og ljóst -
vín- og bjórsmökkun er staðlað
dagskrárefni í magasinþáttum sjón-
varpsstöðva. Ekki sæi maður neinn
svæla sig í gegnum mismunandi
sortir af sígarettum í sjónvarpinu.
Komu vinstrimenn með frels-
ið?
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég
pistil á netið um frjálsræðisvæðingu
í skemmtanah'finu. Mér varð á að
segja að það hefðu mestanpart verið
vinstrimenn sem stóðu fyrir henni.
Ungir sjálfstæðismenn urðu mjög
sárir - hringdu í mig unnvörpum.
Samt held ég að það sé svoh'tið til í
þessu, þótt kannski hafi andi frelsis-
ins upprunalega verið kominn frá
Sjálfstæðisflokknum eins og mér var
bent á.
Opnunartími skemmústaða var
lengdur til klukkan 3 þegar Stein-
grímur Hermannsson var dóms-
málaráðherra í stjóm Gunnars
Thoroddsen. Bjórinn var leyfður
1989, þá sat vinstri stjórn Steingríms.
Hún beitú sér kannski ekki fyrir
þessu - en stöðvaði máhð ekki held-
ur. Pylsuvagn - já, það var líka skref í
frjálsræðisátt að leyfa það - fékk að
hafa opið á nótúnni í Austurstræú á
ú'ma vinstri meirihlutans 1978-1982.
Það var svo á öðm kjörúmabili R-
hstans að opnunartími veitingahús-
anna í bænum var mestanpart
gefinn ffjáls.
Alþjóðleg áfengisvæðing
En auðvitað er þeúa ekki svona
einfalt - við skulum ekki offneta völd
pólitíkusa. Þeúa er partur af alþjóð-
legum straumum. Tímartitið The
Economist gerir þetta að umfjöliun-
arefni í nýjasta hefti sínu. Útkoman úr
neysluú'sku síðustu ára er dáh'tið ein-
kennileg - að maður segi ekki hræsn-
isfull. Rétthugsunin í samfélaginu
hefur eytt kröftunum í tóbaksvá - og
nú oftitu - en áfengið hefur mestan-
part verið látið í ffiði. Það er stutt í að
reykingar verði að miklu leyti bann-
aðar á almannafæri, en tæplega er að
vænta neinna aðgerða gegn áfengis-
drykkju. Þvert á móti.
Skýringanna er að nokkm leyti að
leita í borgarskipulagi. Miðborgum
fór mjög að hnigna á áttunda og m'-
unda áratugnum. Verslanir fluttu úr
miðbæjunum - þeir dröbbuðust nið-
ur. Eitthvað varð að gera til að bjarga
þeim, fá fólk þangað aftur. Þá hófst
allsherjar skemmtistaðavæðing
miðborganna, slakað var á alls konar
reglum, þeir fylltust smátt og smátt
af veitingahúsum og krám. Og jú -
fólkið fór að koma aftur.
Opnunartími gefinn frjáls í
Bretlandi
Jafnframt myndaðist þrýstingur á
að gera reglurnar enn ffjálslegri. Þeir
sem hafa komið til Bretlands þekkja
hin ströngu lög sem þar hafa verið
um opnunartíma pöbba. Fólki er
varpað út klukkan 11, þá liggur leið-
in oft í nokkuð vafasama klúbba.
Þetta er gamalt regluverk - hugsunin
er sú að fólk, ekki síst erfiðisvinnu-
menn, geti mætt í sæmilegu lagi í
vinnu morguninn eftir.
Nú er verið að breyta þessu, ekki
síst fyrir áeggjan bæjarstjórna. Opn-
unartími pöbba verður geflnn frjáls.
Þetta mæhst misjafnlega fyrir - sam-
kvæmt skoðanakönnunum virðist
almenningsáhtið fremur vera að
snúast gegn þessu, líka í bæjarhlut-
um sem byggja á fjörugu skemmt-
analífi. Economist bendir á að áfengi
eigi þátt í 40 prósentum allra ofbeld-
isglæpa. Hér á landi er hlutfalhð lík-
lega hærra. Brennivínið hefur í för
með sér ótal eyðilögð h'f, sjúkdóma,
sorg og dauða. Blaðið segir líka að
þótt bæjarstjórnir vilji aukið ffelsi í
áfengismálum, þá sé það oftast nær
ríkið sem þurfi að borga fýrir afleið-
ingar ofdrykkjunnar - ekki síst aukna
löggæslu.
Fíkniefni Vesturlanda
Áfengi er náttúrlega hið lög-
leidda fíkniefni Vesturlanda. Það
dettur í rauninni engum í hug að
banna það - og það er heldur engin
alvara á bak við hugmyndir um að
leyfa fíknieftii sem vel gæti hugsast
að séu minna hættuleg en áfengi.
Þetta eru kverúlantaskoðanir.
Áfengi er inngróið í menningu okk-
ar - við sækjum eftir örvun þess,
það gerir okkur úthverf, óhkt
kannabisi sem veldur því að maður
hverfist allur inn á við. Hass er hægt
að leyfa gegn augnsjúkdómum og
til að gera breskar fótboltabullur
skaðlausar - annars helst ekki.
Drykkjusiðirnir hafa heldur ekk-
ert breyst þótt drykkjan dreifist á
lengri tíma. Hún er ennþá með
þessu þunglyndislega norræna
sniði. Keppendur í Amazing Race
voru hissa á að sjá unga íslendinga
á fylleríi þegar þeir stigu út úr
morgunvél í Keflavík. Túristar hér
fara að fá sér morgunkaffi innan
um fólk sem er enn að skemmta sér
á fullu - oft orðið ræfilslegt og öm-
urlegt á að horfa. Það er satt að
segja dálítið óvenjulegt að fjöldi
skemmtistaða sé opinn til sjö eða
átta á morgnana inni í miðri borg.
Ég man altént ekki eftir því að hafa
komið á slíkan stað.
Fíkniefni á skemmtistöðum
Ég bý í miðbænum. f næstu göt-
um gengur fólk um öskrandi á nótt-
inni. Ég er sem betur fer í skjóli við
það. Vinur minn sem býr nær sollin-
um segir að margir séu vitstola þegar
h'ður að morgni. Strætin eru eins og
yfirgefinn vígvöllur á morgnana. Það
er talað um að þetta sé knúið áfram
af fíkniefnaneyslu, að það þyki sjálf-
sagt að fólk hópist inn á salerni
skemmtistaðanna til að setja í sig
dóp. Annars hafi skemmtanaftklar
varla svona mikið úthald. Að
minnsta kosti virðist vera nógu eftir-
sóknarvert að flytja hér inn spítt og
kókaín. (Sérfræðingur í þessum mál-
um sýndi mér reyndar eitt sinn línu-
rit, þar kom ffam að dópneyslan hér
var nákvæmlega samhverf því sem
ti'ðkaðist í Ástrah'u; fíkniefnakúltúr
kemur semsagt og fer í líki tísku-
bylgja sem ganga um heiminn.)
Konan mín fór að skemmta sér
með vinkonu sinni í fyrra - þær nálg-
ast það að h'ta út fýrir að vera full-
orðnar konur - ungur maður tók sig
til og æfði karatespark á hausnum á
henni. Hann var að reyna að sníkja af
henni sjúss. Löggan var ekki alveg
viss um að það væri sniðugt að kæra.
Tóbakið verður hreinsað út af
skemmtistöðunum en áfengið verð-
ur eftir. Meðan eru bæirnir þó ekki
alveg dauðir.
Á áfenginu hvíldi bannhelgi. Þetta var mestanpart forboðin vara, illa
séð af samfélaginu. fslendingar höfðu neyðst til að aflétta vínbanni
fyrr á öldinni, en aðeins vegna þess að viðskiptaþjóðir í Suður-Evrópu
neyddu okkur til þess.
Egill Helgason
veltir fyrir sér þróuninni
I miðbænum.
wmm
wm
FJOLSKYLDUTILBOÐ
IIMj
Stórhöfða 17 • Suðurlandsbraut 6 • Hlíðasmára 12
Pöntunarsími 588 989*?
Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu
Svínakjöt og grænmeti í Drekasósu
Kjúklingur og grænmeti í Satay hnetusósu
Eggjanúðlur með eggjum og grænmeti
Hrísgrjón og soya sósa
iv.1245 0490
Ath! THboðin eru eingöngu afgreidd fyrir 2 eða fleiri
Ef þú hringir og sækir fylgir 21. Coke með tilboðinu