Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 3 Breiöholtið er minn staður í lífinu ,að Sahara- tyðimörkin er sú stærsta i heimi. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Bjórn Tómas Sigurðsson „Að öðru leyti snúast mínar tómstundir að mestu um tölvur og netið. Ég hef óskaplega gaman að þvíað dunda i tölvunni minni og eyði þar löngum stundum." Ævisagan „Ég fæddist 5. ágúst árið 1960 í Reykjavík. Ég er næstyngstur íjögurra systkina, á tvær eldri systur og einn yngri bróður. Mamma var ein með okkur og sökum þess að við erum öll á svipuðum aldri, þá var auðvitað oft mikið fjör á heimilinu. Við bjuggum á nokkrum stöðum og það er svolítið erfitt að gera upp á milli staðanna. Ætli Breiðholtið hafi samt ekki verið skemmtfiegasti staðurinn, eftir á að hyggja. Við vorum með- al fyrstu íbúanna sem fluttu í Bakkana. Það var mikfi upp- bygging á svæðinu á þessum tíma og umhverfið bauð upp á mörg spennandi leiksvæði fyrh: okkur lorakkana. Þegar ég var tólf ára þá tók mamma sig upp með okkur og við fluttum norður í land. Sauðárkrókur var minn heimabær næstu þrjú árin og það var líka afskaplega góður tími. Ég á nokkra góða félaga frá þessum árum og mér þykir vænt um Krókinn. Ég er líklega sextán ára þegar ég flyt aftur suðurog bý þá við Tjarnargötuna niðri í miðbæ. Leiðin lá á sjóinn og fyrst um sinn réð ég mig á smákopp. Svo fékk ég pláss á frakt- skipi sem var miklu betra. Ég stundaði sjóinn næstu þrjú árin og það líf átti ágætlega við mig. Það var lika gaman að sigla um öO heimsins höf og sjá ólíka staði í veröldinni. Það fór samt svo að ég kom í land og skömmu seinna gekk ég í hjónaband. Enn og aftur setúst ég að í Breiðholtinu, að þessu sinni í Orrahólum, og við eignuðumst íjóra stráka. Ég byrjaði að vinna við bfla, enda hef ég verið með bfladeUu frá því ég var strákur. Minn starfsferfll hefur æ síðan tengst bflum með einum eða öðrum hætti. Að öðru leyú snúast mínar tómstundir að mestu um tölvur og netið. Ég hef óskap- lega gaman að því að dunda í tölvunni minni og eyði þar löngum stundum," segir Björn Tómas Sigurðsson, um- sjónarmaður heimasíðumrar Dópsalar.tk og einn aðstan ’ enda fyrirhugaðra samtaka gegn ofbeldi og fíkniefhum. Spurning dagsins Myndir þú vilja vinna á Kárahnjúkum? Er svo mikil kuldaskræfa „Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvort ég ætti ekki að fara og vinna þarna. Ég hefverið í byggingarvinnu. En ég er bara svo mikil kuldaskræfa. Svo myndi hjartanu mínu blæða út við að sjá landinu eytt. Þetta er skelfilegt og grass- erandi sársem aldrei er hægtað græða." Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur „Nei. Það ernú bara afþví að ég er á móti virkjuninni sem slíkri. En ég væri alveg til í vinna upp á fjöllum og út í náttúrunni, iaus frá veraldlegu amstri. Þetta er jaxlavinna en aðbúnaðurinn er örugglega ekki glæsilegur." Steinn Ármann Magnússon leikari „Æi nei, hefekki áhuga á því. Það er kalt á hálendinu yfir vetrartímann og svo hefég ekki áhuga á að vera 28 daga að heiman í einu. Það er kannski ágætt að vinna þarna, það er alls staðar hægt að láta sér líða vel. En ég myndi leita mér að einhverju öðru." Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður „Aldrei. Frekar frysi í helvíti. Bæði vegna Jl a * jjL þess að ég er meira fyrir þægilega inni- vinnu og svo lítur út fyrir að enginn íslendingur vilji vinna þarna. Menn er komnir í tómt rugl." Sigurjón Kjartansson fyrrum útvarpsmaður „Kannski sem leiðsögumað- ur. Ég myndi vilja labba með fólk upp með ánni og sýna þeim hvað er fallegt þarna. Framkvæmdirnar eru til tjóns, bæði fjárhagslega og fag- urfræðilega. Ég held að allir sem koma nálægt vinnunni, muni skammast sín fyrirþað í fram- tíðinni." Andri Snær Magnason rithöfundur Impregilo gengur að sögn illa að fá fólk til starfa við stíflu og önnur mannvirki Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Gaukarnir slá í gegn Egill Helgason Spilaði ásamt hljómsveitinni Gaukarnir á Óð- ali árið 1982. Gamla myndin að þessu sinni er frá ágústmánuði ársins 1982. Þá spiluðu Gaukarnir með Egil Helga- syni i fararbroddi fyrir troðfullu húsi á Óðali. „Já.já, ég man alveg eftir þessu. Við vorum iþessari hljómsveit nokkrir menn, meðai annarra Ásgeir Sverrisson, Harald- ur Hrafnsson og Ján Magnús Einarsson. Þetta var ótrúlega skemmtilegur félags- skapur og mjög glaðir og góðir tímar," segir Egill.„Við vorum aðallega íþessu til þess að prófa að vera hljómsveitar- töffarar en ég get ekki staðfest að við höfum verið neitt svakalega góðir. Það sem skorti var kannski fyrst og fremst ástundun en hins vegar voru hæfi- leikaríkir menn inni á milli. Við gáfum aldrei út plötu, en hins vegar veit ég að á þessum tónleikum var troðfullt hús og þeir voru teknir upp á myndband, en það glataðist. Afþví að ég var byrjaður að vinna í fjölmiðlum, þá gat ég otað okkur meira að en hæfileik- arnir gáfu tilefni til. Pönkið var nýbyrjað og við vorum ekki mikið fyrir það, við vorum meira fyrir The Band og eitthvað svoleiðis. Mamma hafði reyndar annað orð yfir okkur, það var Skarfarnir." Oröatiltækið „of seint í rassinn gripið" er fremur nýtt í máiinu og uppruni þess ekki alveg Ijós. Það gæti tengst orðatiltæk- inu„að grípa í rassinn á deginum" sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni að byrja á einhverju of seint. Þá gæti hugsunin verið að of Málið seint sé að grípa í rassinn á ein- hverjum, sem ná þurfi í, efhann er þegar lagður afstað. I Islenzku orð- takasafni er giskað á að líkingin sé runnin frá tilraun tilað bjarga drukkn- andi manni. I Mergi málsins er talið að líkingin kunni að vera dregin afþví þegar einhver hefur gert í buxurnar. ÞEIR ERU NASKYLDIR Rapparinn og Nóbelsskáldið parinn Dóri DNA, sem rappaði með fjármála- )herra i söfnunarátaki sjónvarpsstöðvanna um lustu heigi, er barnabarn Halldórs Laxness. For- eldrar Dóra DNA eru Guðný Halldórsdóttir Lax- ness og Halldór Þorgeirsson. Dóri heitir i raun lalldór I höfuðið á afa sínum og um tima mun mnhafa hugieitt að taka upp nafnið Halldór axness. Takturinn I rappinu mun þó hafa orðið til þess að Dóri DNA varð fyrir vaiinu. www.isold.is heimilið og fyrir Þessar hillur geta a saman. Skrúful smellt! ISOld ehf. Nethyl3-3a -110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 5673609 kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586- J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.