Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDAQUR 19. JANÚAR 2005 Fréttir DV Gæsirnar á Tjörninni Þær eru í meira lagi ógeðfelldar fréttirnar sem fjölmiðlar hafa flutt af aðgangshörðum og hungruðum gæsum við Tjörn ina að undanförnu. Það er okkur til stórskammar að yfirvöld skuli ekki gefa gæsunum í ár- ferði eins og þessu, heldur láta þær svelta fyrir augum borgarbúa. Hver sem ber ábyrgðina, þá getum við ekki horft upp á glorhungruð dýr ráðast á fólk og yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í að gefa gæsunum og sjá um að þær drepist ekki fyrir augunum á borgarbúum. Skorað er dýravini að safna saman brauð- leifum og gera sér ferð niður að Tjörn. bergljot@dv.is Hættulegt á heimilinu Hundaeigendur mega vara sig á ýmsu sem þeir umgangast á heimilinu sem sjálfsagðan hlut en getur verið hundum þeirra hættulegt. Pillur sem detta á gólfið gætu endað í munni hundsins og orðið honum að fjörtjóni. Þar má nefna saklausar verkjatöflur, eins og panódíl, en ein slík pilla getur drepið iítinn hund. Nikótín-vörur, eins og tyggigúmmí, geta verið litlum hundum hættulegar en mikið magn af nikótíni getur auðveldlega valdið veikindum og jafnvel dauða. Leikföng barnanna geta verið hvolpum skeinuhætt og ekki þarf að minnast á rafmagnssnúrur. í raf- magnsbúðum er hægt að kaupa rúllu til að setja utan um snúrur og ættu allir með hvolpa að setja slíka vörn utan um snúrur á heimilinu. Bergljót Davlðsdóttlr skrifar um dýrin sín og annarra á miðvikudögum IDV. — 30% VETRAR AFSL Allar gæludýravörur og fóður með 30% afslætti. Full búð af nýjum vörum Opið alla daga Tokyo Hjallahrauni 4 Hafnarfirði S: 565 8444 Húsdýragarðurinn í Laugardal verður 15 ára í vor. Yfir 200 þúsund manns koma í garðinn á ári hverju. Fólk á öllum aldri kemur reglulega til að fylgjast með dýrum sem það hefur tekið ástfóstri við. smá, Þar bua dyrin tamin on villt Hittust aftur eftir 18áraað- skilnað Leslie Dunas frá Selkir í Manitoba hafði alfarið gefið upp alla von um að hún sæi köttinn Seagull aftur. Enda hvarf hann fyrir átján árum. Hún varð því ekki lítið hissa þegar faðir hennar fékk hring- ingu frá yfirvöldum í Winnipeg, þess efriis að köttur merktur honum, með tattoo í eyra, væri hjá þeim. Seagull hafði týnst eftir að þau misstu húsið sitt í eldsvoða 1986 og fjölskyldan hafði búið tímabundið hjá ættingjum. Dumas var aðeins krakki þá og saknaði kisa mikið. Hún segist ekki hafa hugmynd tun hvar Seagull hafi haldið sig ailan þennan tíma en reiknar með að hann hafi fundið sér annað heimili í millitfðinni. Seagull er nú tvítugur að aldri, blindur og hrumur en Dumas segist æda að hugsa vel um hann og hjúkra honum ailt þar til yfir lýkur. „Húsdýragarðurinn var opnaður 19. maí árið 1990 og verður því 15 ára í vor," segir Sigrún Thorlacius aðstoðar- forstöðumaður Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins. „Á þessu ú'mabili hefur mikið breyst hjá okkur, aðallega með Fjölskyldugarðinum sem opnaður var árið 1993. Á þessum tíma hefur starf- semi Húsdýragarðsins breyst nokkuð, nú emm við t.d. komin með Vísinda- veröld og búin að setja upp Fiskasafn og við vonumst til þess að það verði áframhald á frekari uppbyggingu. Við vonumst til þess að fá meira land hér í nágrenninu og þar höfum við áhuga á að efla Vísindaveröldina og Fiskasafnið og koma upp betri fræðsluaðstöðu. Fyrsta árið sem Húsdýragarðurinn var opinn, komu rúmlega 84 þúsund manns í heimsókn en á undanförnum árum höfum við verið að fá yfir 200 þúsund manns í heimsókn. Á síðasta ári komu 203.093 gestir til okkar," segir Sigrún. íbúar Húsdýragarðsins og fasta- gestir „Frá upphafi höfum við verið með nokkrar villtar tegundir dýra auk hús- dýranna, eins og hreindýr og seli. Upp á síðkastið höfum við tekið þátt í verk- efni með villt dýr, þar sem við höfum verið að aðstoða þau sem lent hafa í einhverjum hremmingum. Eins og stendur erum við með íjóra fálka og einn örn. Og síðasdiðinn föstudag slepptum við branduglu sem hefur ver- ið hjá okkur undanfarið. Ég held að hún hafi verið sátt við aðbúnaðinn en hún var líka voðalega fegin þegar hún flaug burt," segir Sigrún. „Svo bjó stork- urinn Styrmir hjá okkur í nokkra mán- uði, eins og alþjóð veit. Hann býr nú í Svíþjóð á sérstöku storkabúi og er kom- inn með frú og fimm unga. Við fáum fréttir af fjölskyldunni af og til. Og svo býr hér hinn víðfrægi Guttormur. Fólk á öllum aldri hefur mjög gam- an af því að koma hingað og líta á dýr- in. Margir fastagestir koma hingað oft á ári, jafnvel vikulega til að fylgjast með vinum sínum af hinum ýmsu tegund- um. Þetta er fólk á öllum aldri." Fræðsla Húsdýragarðsins „Hingað í Laugardalinn koma krakkar á öllum aldri til að fræðast um dýrin, allt ffá leikskólakrökkum upp í háskólastúdenta. Framhaldsskólanem- endurnir koma kannski sjaldnar en ef þau eru að vinna einhver einstök verk- „Þá hafa nemendur í atferlisfræði við Há- skólann komið hingað til að fylgjast með atferli dýranna. Það er hægt að nota Húsdýragarðinn og íbúa þess í ýmsum til- gangi, ef hugmynda- flugið ernógu mikið." efni, t.d. rannsóknir, getur verið fræð- andi að koma hingað. Þá hafa nemend- ur í atferlisfræði við Háskólann komið hingað til að fylgjast með atferli dýr- anna. Það er hægt að nota Hús- dýragarðinn og íbúa þess í ýmsum til- gangi, ef hugmyndaflugið er nógu mik- ið. Gallinn er bara sá að okkur vantar betri aðstöðu fyrir ffæðsludeildina, við þurfum húsnæði, því hún er eiginlega undir berum himni. Og það er það sem við viljum byggja upp og okkur vantar helst," segir Sigrún. Brátt fer íbúum að fjölga „Um miðjan febrúar er von á grís- um í svínastofni safnsins. Þá er fengi- Umanum að ljúka í fjárhúsinu og hjá geitunum og þar hefur gengið á ýmsu. Ungviðið ætfi að koma í heiminn í apr- íl. Svo er náttúrulega von á fleira ung- viði. Fengitíminn hjá minkunum og refunum stendur yfir núna og því fylg- ir voðalega mikil lykt, svona eins og súr svitalykt. Hana leggur oft yfir næsta ná- grenni hér og fólk á ekki að láta sér bregða vegna lyktarinnar. Hún er alveg eðlileg," segir Sigrún Thorlacius að- stoðarforstöðumaður Húsdýragarðsins í Laugardal. Hann er opinn alla daga yfir vetrartímann frá 10 til 17. BESI'ITi Ingenya snyrtivörurnar tryggja fljótvirkari árangur og eru það fullkomnasta í gæludýraumönnun á frábæru veröi. Allar vörurnar eru framleiddar án natrium klóríös sem er ekki einungis skaölegt fyrir þig heldur Ifka gæludýrið þitt. arRARIKlÐ Grensásvegi s:5686668 - Dýrariktð Akureyri s:4612540 • www.dyrarikid.is FJÖLSKYLDU- 06 H0SDÝRA6ARÐURINN Opíð alla daga frá kl. 10-17 Lengi hafa menn beðið eftir nýrri gæludýrareglugerð en hún leit loks dagsins ljós rétt fyrir jól. Það voru því mikil vonbrigði að sjá að kaflinn um dýrahald í atvinnuskyni skuli vera sérsniðin fyrir Dals- mynni. Þar er ekki að finna, eins og menn bjuggust við, lágmarksfjölda starfsmanna á hundabúum. Hundabúum sem ættu ekki að vera til ef menn litu til landanna nærri okkur, en víðast hvar er verið að leggja sllk bú niður og banna búr- eldi á hundum og köttum. Ef ein- hver framsýni og dugur væri í ráð- herra umhverfismála, hefði hún þurrkað allt út úr þessari reglugerð sem varðaði hundabú og sett blátt bann við þeim. Þess í stað er reglugerðin sniðin þannig að starfsemin á Dalsmynni geti haldið áfram. Þar geta eigendur nú haldið sínu striki í skjóli yfir- valda. Látið hundana hggja í drullu og skít, myrkri og einsemd og náð hvolpum út úr hverri tik tvisvar á ári, án þess að nokkur aðhafist neitt. Þeir geta einnig haldið áfram að para saman ólfkum tegundum og selja afkvæmin sem hreinræktuð. Þeir geta parað sjúka og gallaða hunda í friði. Og þeir halda bara áfram að telja aurana sem þeir græða með því að hafa aðeins tvo starfsmenn í vinnu að hugsa um allt að tvö hundruð hunda. Það er þjóðinni til skammar að dýravemdunarmál skuh ekki vera tekin fastari tökum, eins og hjá Evrópu sem em okkur langtum siðmenntuðum þjóðum í Vestur- fremri í þessum málum. auu Cl einnver rramsým og dugur veeri i ráðherra umhverfismála, hefði hún þurrkað allt út úrþessari reglugerð sem varðaði hundabú og sett blátt bann við þeim. Skoðun Beggu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.