Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 Menning DV Landar sækja fram í útlendum leikhúsum íslenskir listamenn sækja fram á fleiri sviðum en íLondon.þarsem Vesturport þrauterindi fyrirskömmu með Rómeó sinn og Júllu. í byrjun febrúar verður frumsýndur ÍToronto Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Verkið veröur frumsýnt þann 3. febrúar i leikhúsi Lorraine Kimsey. Það var fyrir atbeina Maju Árdat að verkið barst til leikhússins, en Maja er afíslensku ættum og hefur nokkrum sinnum komið hingað heim og starfaöi með Leikfélagi Akureyrar fyr- ir nokkrum árum. Þetta mun vera fyrsta sviðsetning á leikgerð sögunn- ará erlendum vettvangi, en hún hef- ur þegar verið þýdd á fjölda tungu- mála og skapað höfundinum frægðarorð. Þá er í æfíngum nýtt verk eftir Kristján Ingimarsson, þann flinka trúðleikara, í Túrbínuhöllinni i Kaupmannahöfn, en gamli vélasalurinn er annexía frá Kon- unglega leikhúsinu. Fyrir jólin var þar í gangi ieiksýning, byggð á textum Foucoult hins franska um geðveikina, sem Egill Heiðar Þáisson samdi og svið- setti með fræknum hópi. Verkið kallar Kristján BlowJob og iýsir það tilraun þarsem hversdagsleikinn, með sínar fjórar stundir, er samþjapp- aður i stundarfjórðung. Hefur Kristján samið og stýrt sýningunni sem verður frumsýnd þann 27. þessa mánaðar. Andri Snær / vesturvegi. Kristján Ingimarsson Virtur og vel metinn í Danaveldi Tónlistarsjóður er tekinn til starfa og í hann er safnað fjárveitingum sem hafa legið hér og þar í ráðuneytinu og bætt um betur. Sjóðnum er ætlað að styrkja íslenska tónlistarmenn til útrásar og kynninga á er- lendri grund, sem og hér heima. Það er alkunna að hentistefna í fjárveitingum er oft til lítils gagns. Innan menntamála- ráðuneytis okkar hafa lengi satnast fyrir nokkrir hefðbundnir liðir sem ætlaðir eru að kosta tón- listaruppákomur heima og heiman. Raunar mun ráðuneytið hafa sett einhverskonar fagnefnd sér til ráðu- neytis fyrir allmörgum árum, en nú hefur ráðherrann bætt um betur og sett á stofn Tónlistarsjóð, skipað ráð sér til halds og trausts um fjárveit- ingar og er þessa dagana verið að móta úthlutunar - og starfsreglur sjóðsins. Brýn þörf Einhver kann að segja að engin þörf sé á sjóðum af þessu tagi. Reynslan er önnur. Fyrri ráðgjafa- nefndin hafði yfir að ráða rúmum tíu milljónum og var þá innan ráðu- neytis til annað eins fjármagn sem dreifðist víða. Nú er áætlun ráðu- neytisins að í þennan sjóð fari fimmtíu milljónir. Gríðarleg þörf er á styrkjum til utanfara hljómlistar- manna sem annars þurfa að kosta ferðir sínar tO tónleikahalds alfarið sjálfir, þó þeir komi fram í nafni þjóðar og fyrirtækja á ýmisskonar samkomum á erlendum vettvangi. Styrkir nýtist heima og heiman I greinarstúf sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra reit af þessu tilefni segir: „íslenskir tón- hannsson, ásvæðinu: „Við verðum í þetta sinnið þar til að semja um það efnisem við höfum gefið útog opna ný markaðssvæði fyrir okkar vörur. Þetta er söluferð en ekkikaupferð", segir Lárus Jóhannesson forstjóri sem á ekki heimangegnt. „Þetta var skemmtilegt i fyrra. Við hittum fullt affólki sem við höfðum átt í við- skiptum við lengi." íslensk tónlist er orðin útflutnings- vara og hafa hjólin snúist nokkuð frá þeim árum þegar íslendingar sóttu Midem mest til að kaupa efni inn og sinna útflytjendum annarra landa. Nú mæta þeir og slá upp sölubás og hafa með sér ráðherra til að laða fólk að. „Þetta er söluferð en ekki kaupferð" Mugison Hvert veröur hann seldur? DV-mynd Hari Árið um kring hópast fólk á suður- strönd Frakklands - ekki til að sóla sig eða slappa af- heldur i stífa vinnu, samningafundi og þvarg, langa daga frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin. Til- efnin eru mörg: Cannes á suður- ströndinni hefur markaðssett sig sem borg fyrir söluráðstefnur af ýmsu tagi. Sjónvarpssefni og kvik- myndir hafa aukið hróður hennar sem slíkrar, en frá 22.janúar mun tónlistarbransinn i Evrópu senda þangað sitt fremsta fagfólk sem mun sitja þar næstu viku, sumir skemur, aðrir lengur. Það verða átta islensk fyrirtæki sem taka þátt í Midem-tónlistarkaup- stefnunni að þessu sinni en þetta er 39. árið sem hún er haldin, en hún er sú stærsta sinnar tegundar i heimi. Þetta er annað árið i röð sem skipu- lögð ersameiginleg þátttaka á is- lensku sýningarsvæði á Midem á vegum Útflutningsráðs og mun menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sækja sýning- una. „Það var samdóma álit sýnenda á síðasta ári að þátttakan hefði verið árangursrik, skilað samningum um útgáfu og dreifingu auk þess sem is- lensku fyrirtækin voru að leita að tónlist fyrir islenskan markað og treysta sambönd við viðskiptavini sina/'segir Þórhallur Ágústsson hjá Útflutningsráði en hann hefur ann- astskipulagningu og undirbúning áhlaups íslendinganna á suður- ströndina að þessu sinni. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í Midem að þessu sinni eru: Reykja- vik Records, Skifan, Smekkleysa, Zo- net, 12 Tónar, Tónlist.is, islensk tón- verkamiðstöð og Concert. Auk þess verða þar fulltrúar frá Samtóni, Stefi og FÍH. Mun þetta vera ein stærsta sendinefnd sem islensk fyrirtæki hafa sent suðureftir, en menn frá ís- lenskum útgefendum hafa verið ár- vissir gestir á Mldem. Tólftónar taka þátt i kaupstefnunni i annað sinn. Þar verður markaðs- og útgáfustjórinn, Jóhann Á. Jó- listarmenn, jafnt á sviði sígildrar tónlistar sem dægurtónlistar, hafa náð að skipa sér í ffemstu röð í heiminum. Árangur þeirra hefur ekki einungis vakið athygli heims- byggðarinnar á hæfíieikum þeirra heldur jafnframt orðið til að vekja áhuga umheimsins á íslandi, ís- lenskri menningu og fslendingum." Ráðherrann leggur áherslu á að sjóðurinn skuli ekki síður annast styrkveitingar til starfsemi innan- lands: „Menntamálaráðuneytið hefur árlega veitt margvíslega styrki á sviði tónlistar af safnliðum í fjár- lögum. Hefur þar verið um að ræða ferðastyrki til einstaklinga og hópa, styrki vegna einstakra verkefna innan lands og ut.an, sem og tónlist- arhátíða innan lands. Þá hefur ráðu- neytið veitt starfsstyrki til hljóm- sveita af sérstökum fjárlagalið." Ráðsmenn Ráðherrann hefur skipað tónlistarráð til þriggja ára og mun það starfa til ársloka 2007. Jónatan Garðarsson er formaður ráðsins, Ásta Hrönn Maack og Anna Guðný Guðmundsdóttir eru aðalfulltrúar en varamenn eru Einar Örn Bene- diktsson, Selma Guðmundsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir. Allt þetta fólk hefur haft beina reynslu af tón- listarstarfsemi á ólíkum vettvangi: einleikarar, útgefendur og kynning- arstjórar. Er því hér sarnan komin mikil reynsla á einum stað og geta tónlistarmenn vænst faglegra til- lagna til ráðherra um úthlutanir frá hópnum sem að ráðinu stendur. Hefur þegar verið mótuð sú stefna að Tónlistarsjóður veiti styrki á tveim sviðum: til flutnings og kynn- ingar. Jónatan formaður Nýskipaður formaður sjóðsins, hinn kunni tónlistarfrömuður Jón- atan Garðarsson, sagði að stefnt væri að útgáfu reglugerðar hið fyrsta, auglýst yrði í febrúar og út- hlutun yrði lokið sex vikum síðar. Svo vitnað sé á ný til heillaorða ráðherrans þegar sjóðurinn var stofnaður: „Það er von mín að tilkoma Tónlistarsjóðs verði ís- lensku tónlistarlífi til heilla og hlúi að tónlistinni og tónlistar- lífi í allri sinni fjölbreytni. Listin verður ekki til fýrir tilstilli rfldsins eða miðstýrðs reglu- verks. Það býr ekki til lista- mennina og tónverkin. Með því að styðja við bakið á listsköpun og listflutningi með markvissum og skynsamlegum hætti, getur hið op- inbera hins vegar lagt sitt af mörkurn til að íslenskt menningarlíf haldi áfram að einkennast af grósku og nýsköpun.'' pbb@dv.is Jonatan Garðsson For- maður nýja fagráðsins sem leggja skal fram til- lögur um fimmtíu milljónir. Þorgerður Katrín „Að vekja áhuga umheimsins á Islandi, islenskri menn- ingu og Islendingum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.