Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 Fréttir DV Sprengingar á Álftanesi Ibúi á Álftanesi segir að legið hafi við stórslysi um helgina vegna óleyfilegra flugeldasprenginga. „Það á að vera vitað mál að sprengingar eftir þrettánd- ann eru ekki leyfðar. Hópur af unglingsstrákum er hins vegar á fullu að sprengja þokkalegar bombur ennþá (enga venjulega flugelda). Ég hef heyrt að þetta séu 9. og 10. bekkingar," segir Guðrún Vilhjálmsdóttir í innleggi á spjallsvæði heimasíðu Alftaness: „Það lá við stórslysi um helgina þegar ég var í útreiðartúr með tíu ára syni mínum og hestarnir fældust." Tófubitnar kindur Sauðfjárrækt- endur í Barðar- strandahreppi segja að tófu- bitnar kindur hafi sést í tuga- tali á þessu hausti og að meiri vanhöld séu á fé en eðlilegt geti talist. í ályktun Sauðfjár- ræktarfélags Barðastrand- arhrepps er lýst óánægju með refa- og minkaeyðingu á svæðinu og lýst eftir úr- bótum. Bæjarstjórn Vestur- byggðar segir ekki hægt að greiða öðrum en samnings- bundnum grenjaskyttum á meðan ríkið lækkar framlag sitt til veiðanna. Boða uppsögn samninga Alþýðusamband íslands segir að þar sem margir kostnaðarliði heimilanna í landinu haf! hækkað meira en laun og ýmsar bætur í almannatryggingakerfinu, sé ljóst að ekki megi mikið út af bregða til að kjara- samningum verði ekki sagt upp. Forsendur um stöðug- leika og kaupmáttaraukn- ingu launa séu við það að bresta, meðal annars vegna hækkandi gjaldskrár opin- berrar þjónustu. „Ef svo fer er mjög líklegt að kjara- samningum verði sagt upp í haust," segir hagdeild ASÍ. Gísli Hvanndal Jakobsson var kallaður fyrir dómara á dögunum til að svara fyrir innbrot í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Gísli varð landsfrægur fyrir að syngja lagið Álfar í Idol Stjörnuleit. Faðir Gísla segir að hann sé saklaus og hafi aðeins verið á vitlausum stað á vitlausum tíma. Idol-keppandi ákærður fvrir að brjotast inn i Idol-keppandanum Gísla Hvanndal Jakobssyni var gert að mæta fyrir dóm á dögunum vegna þjófnaðar. Gísli er ákærður fyrir að brjótast inn í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og stela þaðan nokkrum hlutum. Gísli heillaði marga með söng sínum í Idol-keppninni þar sem hann söng: „Eru álfar líka rnenn?" Hann þótti ljúfur sveitapiltur sem var á barmi þess að uppfylla draum sinn um að verða tónlistarmaður. í stöðluðu viðtali sem Idol Stjörnuleit tók við hann í fyrra lýsti Gísli æskudraumi sínum: „Að verða tónlistarmaður. Ég man ekki eftir að hafa viljað verða neitt annað en vera söngvari og lagasmiður. Kannski þegar ég hef verið 3-4 ára hefur lögga eða slökkliðismaður verið inni í myndinni." Gaf til Regnbogabarna Gísli, sem er aðeins 19 ára gam- all, gaf út hljómdisk með jólalögum fýrir jólin. Hann lét samtökunum Regnbogabörnum eftir helming ágóðans, en þau berjast gegn ein- elti. Nú geldur hann fyrir þann glæp sem hann er sagður hafa framið fyrir þarsíðustu jól. Gísli er nú ákærður fyrir að hafa brotist inn í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á Þorláksmessu 2003. Hann er sagður hafa staðið að inn- brotinu ásamt þremur mönnum, sem höfðu stolið jólatré úr Kjarna- skógi daginn áður. Tveir af mönn- unum eiga að baki feril afbrota. Gísli og þremenningarnir eru sakaðir um að brjótast inn í kjallara sjúkrahússins og stela þar rörtöng- ,Hann var víst farþegi í einhverjum bíl og tengdist þessu víst ekki neitt um, hamri, sög, skrúfum, kítti, bor- vélum og borum, brettaskífu og heyrnarhlífum. Hann var kallaður fyrir dómara í Héraðsdómi Norð- urlands eystra á dögunum og munu réttarhöld hefjast á næst- unni. Var í vitlausum bíl Faðir Gísla Hvanndal, Jakob Agnarsson húsa- smiður, segir allt útlit fýrir að Gísli sé sak- laus. „Hann var víst farþegi í ein- hverjum bíl og tengdist þessu víst ekki neitt. Mér skildist að það hefði einn aðili farið þarna inn. Þeir voru búnir að fara nokkrum sinnum þarna inn, þess ir menn. Ég talaði sjálfúr við lög- reglumanninn sem sá um málið og hann taldi þetta víst,“ seg- ir Jakob. Gísli starfar nú við löndun á afla úr fiski- skipum. Hjónasvipur í þrefaldri útsendingu Svarthöfði átti ánægjulega stund fyrir framan sjónvarpið á laugar- dagskvöldið. Sameiginleg útsending þiggja sjónvarpsstöðva í landssöfn- un fýrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Aldrei þessu vant var Svarthöfði rólegur í sófanum heima. Gat skipt á milli stöðva án þess að spennast upp. Alltaf það sama á skjánum. Mest um vert þótti Svarthöfða þó að sjá þau Loga Bergmann og Svan- hildi Hólm í jákvæðu ljósi. Að safna peningum fyrir hrjáðan heim. Út- geislun þeirra tvöfaldaðist þegar þau voru saman á skjánum. Loks hönd í hönd fyrir augum alþjóðar. Ekki fór á milli mála að mrkill hjónasvipur er með þeim tveimur. Þó þótti Svarthöfða athyglisverð- ara eftir því sem leið á útsendinguna að hjónasvipurinn var ekki minni með þeim Gísla Marteini og Brynhildi Ólafsdóttur sem sátu hinum megin í útsendingunni. Svo sláandi var svip- urinn að Svarthöfði sá hugsanlega af- kvæmi þeirra skýr og Idár í kollinum. Lítil, brosandi og sítalandi. Strákurinn með gleraugu en stelpan ekki. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað fínt," segir Þráirrn Bertelsson rithöfundur.„Það hefur engin sérstök ógæfa hent mig það sem af er þessum degi. Að vísu kvíði ég fyrir febrúar og mars eins og ævinlega en vona að þeir taki enda - eins og ævinlega." Svarthöfði getur ekki neitað því, þó skrýtið sé frá að segja, að honum hefur alltaf þótt hjónasvipur með þeim Elínu Hirst og Páli Magnús- syni. Gaman væri að fá að sjá þau saman við kynningarstörf í næstu landssöfnun. Vonandi verður hún sem fyrst því náttúru- hamfarir eru ávísun á ágæta sjónvarpsdag- skrá þegar allir leggj- ast á eitt. Enn og aftur ber að þakka þeim Loga Berg- mann og Svanhildi Hólm fyrir að stíga fram þetta kvöld og sýna alþjóð ást sína ósvikna. Innilegar þaJddr! Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.