Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 29
W Sjónvarp MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 29 lllugi Jökulsson er nú í óða önn að leggja drög að dagskrá sem mun bera uppi nýja talmálsstöð. Það kemur á daginn að þeir sem eru búnir að mynstra sig á þá góðu skútu eru gömul útvarpsbrýni upp til hópa. Innsti kjarni lllugi og hans fólk. Það kemur á daginn að ekki skortir reynslu I þennan hóp en öll sem eitt eiga þau ár og áratugi að baki bak við mikrófóninn. „Þessu miðar mjög vel. En það er engin dagsetning komin á það enn hvenær útsendingar hefjast. Við miðum við að þær hefjist eftir um þrjár vikur en það veltur á ýmsum tæknimálum, hvenær stúdíóið verður smíðað, tækjum reddað og slíku. En það strandar ekki á dag- skránni sem slíkri," segir Illugi Jök- ulsson útvarpsstjóri um hvernig gangi að koma nýrri útvarpsstöð á koppinn. Líkt og flestir þekkja var nýverið skrúfað fyrir útsendingar Skonrokks, X-ins og Stjörnunnar en 365 ætlar að leggja aukinn kraft í Bylgjuna, FM 957 og svo hina nýju talmálsstöð sem enn hefur ekki hlotið nafn. Illugi segir menn ekki ætla að hengja sig alfarið á hið sagða heldur mun einhver tónlist heyrast en hún verð- ur í algjöru aukahlutverki. Útvarps- stöðin nýja hefur gengið undir vinnutitlinum „Gufan" en Illugi segir það vinnutitil sem að öllum lík- indum verði ekki brúkaður þegar til kastanna kemur. Ljósmyndari DV fór á vettvang þegar starfsmenn funduðu í gær og má sjá að þetta eru miklir jaxlar sem hafa mynstrað sig til samstarfs við Illuga: Þarna getur að líta Sigurð G. Tómasson, Hallgrím Thorsteinsson, Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur auk Illuga en samanlögð reynsla þeirra við störf í útvarpi fer örugglega vel yfir öldina. Er þá ekki rökrétt aö álykta sem svo að þetta verði gamalt útvarp? „Nei, þetta verður ekki gamalt útvarp. En þetta verður útvarp hokið af reynslu," segir útvarps- stjórinn nýi sem reyndar er hinn erfiðasti og verst allra frétta. Hann er til að mynda ekki einu sinni til- búinn að upplýsa hvort hinn um- deildi Ingvi Hrafn Jónsson verði í hópnum eða ekki. Þá er fyrirliggj- andi, svo enn sé tekið mið af með- fylgjandi mynd, að þarna eru sam- an komnir margir fyrrverandi starfsmenn RÚV. Illugi segir þó ekki rétt að líta svo á að hin nýja út- varpsstöð beri keim af ríkisútvarp- inu. „Nei, þetta er það fólk sem þegar er komið til starfa og er að leggja lín- ur. En svo munu koma til starfa aðr- ir sem koma úr allt annarri átt og munu væntanlega setja mark sitt á dagskrárgerðina." Fjöldi manna hefur sett sig í samband við Illuga og sótt um vinnu en meira um vert, segir Illugi, er að hann hefur tekið fjölmörg símtöl þar sem fram kemur mikil ánægja meðal fólks með þessa viðbót í útvarpsflóruna. Aðspurður segir Illugi að hlustendur megi bú- ast við „aggressívu" útvarpi - „Þeg- ar tilefni er til.“ jakob@dv.is Þórhallur og Reynir Þeir félagarnir láta sér ekki nægja að ritstýra timariti eða stjórna heimildarþætti. Athafnasemi j þeirra er viðbrugðið. Þórhallur Gunnarsson og Reynir Traustason taka höndum saman Sjónvarpsstjarna og stjörnublaðamaður gera heimildarmynd um undirheimana Þórhallur Gunnarsson sjón- varpsstjarna og Reynir Traustason stjörnublaðamaður hafa stillt saman strengi sína. Þeir P vinna nú saman að heim- ildarmynd sem fjallar um undirheimana en þó frá nokkuð nýstárlegu sjónarhomi. Þannig er að Reynir er, samhliða því að ritstýra tímaritinu Mannlífi, að vinna að bók sem Edda útgáfa hyggst gefa út. Sú bók fjallar um undir- heimana íslensku. Þórhallur fylgist síðan grannt með gangi mála, ásamt kvikmyndatöku- manninumÞorvarðiBjörgólfssyni, og fjallar myndin um það þegar Reynir hittir mann og annan vegna bókar- innar sem em öllum hnútum kunn- ugir þegar handrukkanir og dópsala eru annars vegar. Myndina er fyrir- hugað að sýna næsta haust en þegar liggja fyrir klukkustundir af teknu efni. Meira á eftir að taka og svo hefst klippivinna. Reynir virðist reyndar vera að feta sig æ meira í átt að kvikmyndagerð. Þannig er hann, ásamt vini sínum Lýði Arnasyni lækni sem er haldinn ólæknandi kvikmyndadellu eins og kunnugt er, að vinna heimildarmynd um ísmanninn ógurlega. Heimsat- hygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því á síniun tíma þegar Sigurður Pétursson, sem búsettur er í Kuummiit á Grænlandi, handsamaði hákarl með bemm höndum. Nú er Sigurður ísmaður væntanlegur til landsins vegna lokataka. Til stendur að setja ísmanninn, sem þrífst best í náttúmnni, í erkivestrænar aðstæð- ur, klæða hann upp hjá Sævari Karli og fara með hann í Kringluna til að varpa ljósi á og skerpa andstæðurnar. jakob@dv.is Stjörnuspá HilmarOddsson kvikmyndaleikstjóri er 48 ára í dag. „Þegar við erum fullviss um að við erum Ijós sannleika og feg- urðar, eftirsóknarverð og ágæt, afhjúpum við okkur með ánægju fremur en skelfingu og þetta veit maðurinn sem hér um ræðir svo sannarlega. Hann nýtur sín í ástarsam- bandi þar sem mjög gott jafnvægi ríkir," segir í stjörnuspánni hans. Hilmar Oddsson H \/\ Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) W ---------------------------------------- Þér er ráðlagt að losa þig við venjur og jafnvel hluti sem kunna að vera þér samgrónar og virðast vera hluti af þér en eru það ekki. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Gefðu þér smástund í einrúmi til að henda reiður á hugsunum þínum og tilfinningum og sjá, þegar þú ferð síðan aftur af stað kemstu lengra. Jafn- vægi er svarið þegar stjarna fiska er annars vegar. Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Ekki hika við að hjálpa einhverj- um daglega. Ef þú hlustará undirmeðvit- und þína þá finnur þú löngunina að að- stoða náungann. Stjarna þín leitar eftir hlýju hérna en á sama tíma ættir þú að taka skref í átt að yfirvegun. Gefðu sjálf- inu forskot með því að efla tilfinningar þínar innra með þér. Það krefst hugrekkis svo sannarlega kæri hrútur. T b Nautið (20. apríl-20. mal) Ekkert okkar þarf að réttlæta eigin tilvist og er stjarna nautsins minnt á það sérstaklega um þessar mundir. Vertu reiðubúin/-n að starfa minna og afkasta meiru framvegis því þegar þú hættir að leggja of mikið á sjálfið og jafnvel svo mikið að þú ert örvinda í lok dagsins, mun árangurinn ekki láta á sér standa. |1 Tvíburarnir (21. mai-2i.júni) Þér er ráðlagt að taka ákvörð- un sem allra fyrst að þú hafir tíma fyrir það sem er mikilvægt í tilveru þinni. Þegar og ef þú tekur þessa ákvörðun lít- ur þú dagana öðrum augum og hafnar öllu óviðkomandi án þess að það ræni þig tíma þínum á nokkurn hátt. Krabbinn (22.júni-22.júii) Tákn atlætis kemur hér fram og erfiðleikar eru senn á enda og á það sér í lagi við fjárhagsáhyggjur einhvers konar sem gætu tengst þér hérna. l]Ón\b(23.júli-22. ágúsl) Vertu þú sjálf/-ur án nokkurrar tilgerðar. Þegar þú leyfir þér að finna fyrir eigin tilveru meðvitað þá öðlast þú innri frið og ró. Hlustaðu á þig sjálfa/-n og treystu því sem þú heyrir um þessar mund- ir. Stjörnu Ijónsins er ráðlagt að þróa sitt eigið líf á þann hátt að hún verði trú sínum innstu þrám og heilögustu skyldum. m Meyja n (23. ágúst-22. septj Vandaðu valið þegar þú um- gengst fólk, hluti og þegar þú neytir fæðu. Stjarna meyju er stödd á vega- mótum og nú tekur nýr góður kafli við sem eflir þig sem einstakling á margan hátt. Nærðu hjarta og huga meðvitað. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Völd eiga greinilega vel við þig og stjórnunarhlutverkið virðist vera sérsniðið að þinni manngerð ef marka má stjörnu vogar. Sporðdrekinn (24.ott.-21.n6v.) Þú stendur jafnvel frammi fyrir freistingum sem þú ættir að standast því annars mun samviskan ávallt angra þig. Hér birtast að sama skapi breyting- ar á högum þínum til betri vegar. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Hér gæti frétt sem tengist barnsfæðingu eða upphafi á einhverju mikilfenglegu verið á ferðinni. Þú ert fær um að uppfylla óskir þínar og getur átt von á að lenda í ástarævintýri innan niu nátta. z Steingeitin (22.des.-19.janj Ef þú finnur fyrir álagi í starfi eða námi þessa dagana ættir þú að taka þér stutta stund í miðri hringiðunni eins oft og þú getur. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.