Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 21
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 21 Sundkappinn Örn Arnarson úr Hafnarfirði er farinn að æfa á fullu eftir erfið meiðsli og stefnir hátt á nýjan leik. Hann blæs á kjaftasögur sem gengu af honum í fyrra og segir að hann hafi ekki látið mótlæti á sig fá. f Örn Arnarson, afreksmaður í sundi er kominn aftur í sitt gamla félag SH og syndir nú undir leiðsögn Nenad Milos, sem er þjálf- ari á heimsklassa. Alvarleg meiðsli hafa hrjáð Örn undanfarin ár, en hann er nú óðum að ná sér og keppir að því að ná fyrri styrk. Hann segir síðasta ár hafa verið sér erfítt, en lætur mótlætið ekk- ert á sig fá og hefur sett sér ný takmörk. Þegar Örn var meiddur í fyrra, fóru af stað gróusögur um að ekki væri allt með felldu hjá honum í einkalífmu. Sögusagnir voru á kreiki um að hann hefði verið iðinn við sopann og spurningar vöknuðu varðandi styrki sem hann hlaut í kjölfar afreka sinna árin áður. „Það þarfmeira en svona meiðsli til að draga mig niður, þau fylgja þessu víst" Óvissa með Einar Ekki liggur enn fyrir hvort Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska handboltalandslið- inuáHMÍ Túnis. Einar meiddist á ökkla á æfingu á íslandi áður en liðið hóit til Spánar og hann hefur ekkert getað æft síðan. RöntgenmyntUr sýnduað Eínarer væntanlega ekki brotinn ogVtggó Sigurðsson sagði í samtali við DV Sport í gær að hann væri bjartsýnn á að Einar myndi ná að jafha sig fyrir fyrsta leikí mótinu sem er gegn Tékkum á sunnudag. Ef ekki mun Viggó lialda einu sæti opnu í hópnum f einhvern tíma en hami hefur ekki beðið neinn um að vera á bakvakt vegna Einars. Örn er um þessar mundir að æfa með Sundfélagi Hafnarfjarðar og er að sögn óðum að ná fyrra formi. Hann hefur átt við þrálát axlar- meiðsli að stríða lengi og gat á tíma- bili h'tið æft sökum þess. „Ég er sennilega orðinn eins góður og ég verð. Það kemur einn og einn slæmur dagur inn á milli þegar álagið er mikið, en annars er þetta orðið nokkuð gott. Ég myndi ekki segja að þetta hái mér mikið, því ef ég er eitthvað slæmur í öxlinni þá eru áherslurnar bara settar á aðra hluti í þjálfuninni", segir þessi þre- faldi íþróttamaður ársins. Árið 2004 var Erni mjög erfitt ár þar sem hann var meiddur frá janú- ar og alveg fram í nóvember. „Þegar ég var bestur gat ég synt kannski einn þriðja af æfingunum mínum út af öxlinni. Læknarnir gátu ekki fund- ið neitt að mér og það var ekki fyrr en ég kom hérna heim og fór að vinna með nýjum þjálfara, sem að eitthvað fór að gerast. Hann kom inn með nýjar áherslur inn í æfing- arnar til að hlífa öxlinni og hún hef- ur verið að lagast smátt og smátt". Góður þjálfari örn segir að Nenad þessi Milos sé þjálfari á heimsklassa og hafi hjálpað sér mikið í að ná sér af meiðslunum. Hann segist hafa verið nokkuð hissa þegar hann heyrði að SH hefði krækt í þennan frábæra þjálfara. „Ég var úti í Danmörku þegar ég heyrði af ráðningu hans og ég bara pakkaði niður og kom heim einhverjum fjórum dögum síðar. Ég ætlaði mér upphaflega að fara í nám í Danmörku, en nú hef ég ákveðið að vera hérna heima og sjá hvað maður getur kreist út úr skrokknum á næstu árum“, segir Örn, sem verðúr 24 ára á árinu og segir að á næstu 3- 4 árum verði hann á þeim aidri sem menn eru gjarnan að toppa í sund- inu. „Ég er nú bara krakki í þessu ennþá, þó ég sé-einn af þeim elstu hérna heima". Ný takmörk Takmark Arnar hafði verið að fylgja eftir ffábærum árangri sínum á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 með því að komast á verðlaunapall í Aþenu í fyrra. Sá draumur fauk þó út um gluggann þegar meiðslin lögðu áform hans í rúst, en hann hefur nú ákveðið að stefha á pall í Peking 2008 í staðinn og segir því raunar ekkert til fyrirstöðu ef hann sleppur við „Þegar ég var bestur gat ég synt kannski einn þriðja afæfing- unum mínum út af öxlinni." Skaiiiin, skamm Villa Aganeihd enska knattspymu- sambandsins ávítaði Aston Villa f gær fyrir að hafa reynt að lokka James Beatúe til félagsins á ólöglegan hátt. Villa slapp samt við sekt. Aston Villa sagði að dómurinn væri út í hött en mun ekki áftýja. Diao til Bir- mingham Senegalinn Salif Diao var í gær lánaður til Birmingham frá Liverpool út leiktíðina. Þessi miðjumaöur, sem keyptur var á 5 milljónir pmtda frá Sedan árið 2002, hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá Liverpool og því var þetta lán það besta í stöðunni hjá honum. Wenger enn að rífa kjaft Það verður seint sagt um Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að hami sé maðm orða sinna. Á laugardaginn síðasta sagðist haim aldrei aftur ætía að tjá sig um Sir Alex Eerguson en hann hefur vart stoppað að röfla um Fergie síðan hann lét þessi ffórnu orð falla. „Ferguson er alltaf að leita að möimum til að rífast við sig og þegar einhver nennir að röfla við hann þá biðm hann tun afsökunarbeiðni," sagðiWengerf samtali við franska sjónvarpsstöð. „Iiann gekk of langt í þetta sinn og hefur tapað miklum Urúverðugleika fyrir vikiö." Wengcr vill sjá myndavélar notaðar í nútímafótbolta. „Eins fljótt og auðið er. Ef við tökum Man. Utd sem dæmi þá væru þeir mn miðja deild ef við notuðum nútímatækni," sagði Wenger og meiðsli. „Tfmamir mínir hefðu nægt mér á pall í Aþenu ef ég hefði verið heill og í raun og veru voru þessir topp menn ekkert að gera neitt sér- staka hluti". Örn stefnir eins og áðm segir á að koma sér í sitt besta form og verður meðal annars með á mót- um hér heima á komandi vikum. Hann segir að sér hafi í raun gengið ótrúlega vel, ef tekið er tillit til þess hve langan tíma hann hefúr verið ffá vegna meiðsla. „Þolið er ekki alveg komið, en hraðinn er ágætm og svo er maður í sérstökum styrktaræfing- um. Ég er mjög spenntur fyrir þessu ári og að vita hvað gerist" Örn segist hafa blásið á þessar kjaftasögur og geri enn í dag. Allt í sundtengdan kostnað „Ég hef alltaf getað gert grein fyr- ir hverri krónu sem ég hef fengið í styrki og sá peningur hefur alltaf far- ið í sundtengdan kostnað. Ég hef verið á núllinu og kannski í mesta lagi veitt mér það að fara annað slagið í bíó. Jú, jú, ég kíki annað slag- ið niður í bæ, en ég er ekkert að fá mér í glas þegar ég er að æfa. íslendingar eru slúðurkerlingar, heimsins mestu slúðurkerlingar. Maður rekst oft á drukkið fólk niðri í bæ sem spyr mann hvað maður sé að gera þar, hvort maður eigi ekki að vera fyrirmynd barnanna? Ég spyr það nú bara til baka hvort það eigi ekki að vera fyrirmynd sinna eigin barna?" segir örn og segist ekki hafa gert neitt óeðlilegt á þess- um tíma, sem hafi verið sér erfiður út af meiðslunum og hveðst oft hafa verið gramur yfir því að geta ekkert æft. „Það þarf meira en svona meiðsli I til að draga mig niður, þau fylgja þessu víst", segir sundkappinn að lokum. baldur@dv.is var augljóslega að hugsa um „maridö" f frægasem ( srS Spursskoraði f aldrei á Old „ yFs Trafford.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.