Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 Sálin ÐV í DV á miðvikudögum • Útsala stendur nú yfir í verslun Egils Árnasonar við Ármúla. Boðinn er 15 til 20% stað- ^ greiðsluafsláttur af ~ Ringo innihurðum, r fermetri af Kahrs eikar-naturpar- ketti með viðar- _____ læsingu kostar 3.550 kr. og veitt- ur er 20 til 50% stað- greiðsluaflsáttur af gegnheilu park- etti. Flísar á gólf og veggi eru með 20 til 70% staðgreiðsluafslætti. • Nú í janúar er veittur 25% afslátt- ur af öllum skartgripum og af völdum úrum í versluninni Úr að ofan við Laugaveg. í versluninni A^fást meðal annars ítalskir skart- ^■tgripir frá Morelatto og ^S^mexíkó skir silfurskartgripir ^»og úr frá Diesel, Storm og Dolce og Gabbana. Þau fást nú með afslætti. # í verslunum Lyíja og heilsu víðs vegar um land er nú veittur 25% af- sláttur af vítamínum og heilsuvör- um. Meðal vara á af- sláttarverðinu er Nupo létt, Women’s slim & fit sem inniheldur jurtir sem örva efnaskipti hjá konum, Pure Plan hreinsunarkúr Detox Tea sem styrkir innra hreinsunar- ferlið og Wellex sem eykur fitu- brennslu. • íverslunNýherja standa yfir nýárstilboð á Canon vörum fyrir Almenn sálfræðiaðstoð er ekki öllum aðgengileg hér á landi og flestir sem leita sér hjálpar enda inni á stofum hjá geðlæknum. Ástæðan er einföld; sjúklingar geð- lækna fá endurgreiðslu frá Tryggingastofnun en sjúklingar sálfræðinga þurfa að greiða úr eigin vasa. ...allar pláneturnar i sólkerf- inu og tungl þeirra heita eftir persónum úr griskri og róm- verskri goðafræði nema jörðin og tunglið okkar og tungl Úranusar sem heita eftir persónum úr verkum Shakespeare og Pope? ...Alma í Nylon átti að heita Vaka á meöan mamma jT- vv hennargekk meðhanai maganum, en systur hennar fannst það ekki nógu sniðugtsvo þvi var breytt á síðustu stundu? Efhún hefði hins vegar orðið drengur hefði hún llklega heitað Logi eða Atli. ...það er aðeins eitt timabelti íKína? ...J.R.R.í nafniJ.R.R. Tolkien stendur fyrir John Ronald Reuel? __lónas Jónsson frá Hriflu þótti hræðilega lé- legur bilstjóri og að margir sem til þekktu forðuðust í lengstu lög að stíga upp í bifreið með honum? ...stúlknahljómsveitin Kol- rassa krókríðandi hét upp- haflega Menn? ...Stefán Hall- jgKHi Wtþ urStefáns- sonleik- listarnemi og flug- garpur er barnabarn Kristjáns Eld- járn, fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins? ...í fyrstu Gettu betur keppnun- um voru tveir spyrlar, þeir Jón Einarsson Gústafsson og Þorgeir Ástvald son? ...Jón Böðvarsson Njálufræð ingur var eitt sitt skólameist■ ari Fjölbrautaskóla Suður- nesja? Tryggingakeriið þröskuldur n eðliiegri sálfræhihjónuste Einar Ingi Magnússon sálfræðing- ur sem að hluta til býður upp á klíníska sálfræðiþjónustu bendir á að kerflð sem við lifum við sé að miklu leyti lokað fýrir algengum félagslegum geðsjúkdómum, svo sem kvíða, streitu og andlegri þreytu. Dyrnar sem standa opnar í heilbrigðiskerfmu em í geðlækningum, en það em himinn og haf á milli geðsjúkdóma sem þarfnast lyfjameðferða og annarra alvarlegra úrkosta annars vegar og svo þeirrar geðdeyfðar sem stór hluti lands- manna þjáist af. Þessi þröskuldur í kerflnu, sem gerir það að verkum að fólk fær lyf við hinum ýmsu andlegu kvillum í stað þess að komast í sál- fræðimeðferð, kann að vera ein af skýr- ingunum á því að við íslendingar eigum heimsmet í „gleðipilluáti". Ekkert val „Það er nánast ekkert val í þessu kerfi, annað hvort og ''fG þarf fólk að greiða þjónustu sálfræð- inga úr eigin vasa eða fá endurgreitt fyrir þjónustu geðlækna. Viðskipta- vinurinn á að geta vahð. Það er hópur manna sem þjáist af álagi, streitu, kvíða og hinum ýmsu áhyggjum vegna heimilisaðstæðna, vinnu, íjármála o.sv.ffv. sem getur ekki valið sér við- eigandi meðferð," bendir Einar Ingi á. „Það að vera í lyfjameðferð læknar ekki þessi mein eitt og sér, fólk þarf að vinna með lyijunum, þau brúa aðeins biiið þar sem það á við. Til þess að vinna með þessi almennu einkenni þarf fólk að hugsa til langframa hjá sálfæðingum vinnur fólk í því að skipuleggja sjálfsúrræði, sorterar smátt frá stóm og vinnur kerfisbund- ið í sínum málum. Auðvitað geta lyf hjálpað til þegar það á við og því em flestir klínískir sálfræðingar í sam- bandi við geðlækna þegar slíkt á við. Lyfin vinna með meðferð- inni en em ekki meðferðin.“ Spurður hvort geðlæknar séu þá að dópa fólk upp eða niður eftir þörfum án þess að gefa hiumnurn þann tíma sem til þarf segir Einar Ingi að vandamálið sé ekki hjá geðlæknunum sjálfum því þeir séu sérffóðir um þessi lyf og viti hvernig eigi að fara með þau. „Það em heimilislæknar sem ávísa mestu magni af geðlyfjum og því hiýt- ur það að liggja ljóst fyrir að matið á hverju tilfelli fyrir sig fær ekki þann tíma sem til þarf.“ Hugræn atferlismeðferð Einar Ingi bendir á að mikið hafi verið unnið með nýja stramna innan sálfræðinnar sem í daglegu tali er kall- að „hugræn atferlismeðferð" og sé í stuttu máli það besta úr fyrri straum- um. I henni er einstaklingurinn í fyrir- rúmi og hann vinnur úr sínum málum undir handleiðslu sálfræðingsins, á álíka hátt og greint er frá að ofan. „Rannsóknir Eiríks Arnarssonar, hjá Landspítalanum í Kópavogi, og annarra á sambærilegum meðferð- um fyrir unglinga sýna, svo ekki verður um villst, að slík meðferð Einar Ingj Magnússon sál- fræðingur „Það eru heimilis- læknar sem ávisa mestu magni af geðlyfjum og þvi hlýturþað að liggja Ijóst fyrirað matið á hverju tilfelli fyrir sig fær ekki þann tíma sem tilþarf." m kemur í veg fyrir að þeir lendi á blindgötum þegar þunglyndis- og kvíðaeinkenni koma fram. Ung- lingsárin eru umbreytingatími þar sem hlutirnir gerast hratt, krakkar í sjálfsvígs-, sjálfsmeiðingar- oghvers kyns sjálfseyðingarhugleiðingum læra að hegðun - hugsun - tilfinn- ingar haldast í hendur og hægt sé að hafa áhrif á líðan sína.“ Tíminn hefur leitt í ljós að þessar aðferðir reynast gríðarlega vel í með- höndlun félagslegs þunglyndis sem sálfræðingar líti ekki á sem sjúkdóm, en læknum hætti til að gera. „Þess vegna hafa opnast ýmsar bakdyr í kerfinu og stofnanir á borð við félagsmálayfirvöld, verkalýðsfé- lögin og jafnvel atvinnurekendur taka að sér að greiða þjónusm skjólstæð- inga sinna hjá fagaðilum." Töf á eðlilegri þróun Einar Ingi tekur ennfremur fram að þessi mál séu iðulega í umræðunni og þessi þröskuldur sem Trygginga- stofnun er, hafi verið nálægt því að verða fjarlægður í síðustu viðræðum en það hafi strandað einhvers staðar í heilbrigðiskerftnu, eins og svo oft vill verða. Samkeppnisráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þjón- usta sálfræðinga væri sambærileg við þjónustu geðlækna og því bæri kerf- inu og taka tillit til þess. „Þetta er allt í vinnslu og hlýtur að fara að skýrast, fyrr frekar en síðar.“ „Þetta kerfi er töf á eðlilegri þró- un,“ segir Einar Ingi og spurður að því hvort góð sálfræðiaðstoð sé í raun for- réttindi fyrir efnafólk á landinu segir hann: „Eins og kerfið er núna hlýtur það að vera, þeir hafa efni á borga þó það séu oftast þeir efnaminni sem raunverulega þurfa á þessari aðstoð að halda." thonhor@dv.is 1Ú Þú sefur betur Þetta segir sig eigin- lega sjálft, en hefur verið stað- fest með nýleg- um rannsókn- um.Besterað æfa á morgnana eða seinnipartinn frekar en á kvöld- in þvi annars get- urðu átt erfitt með að sofna. Ekki ein- asta áttu auðveld- ara með að sofna efþú æfir reglulega, heldur nærðu lengri tima I svokölluðum djúpsvefni. S Hægir á öldrun og minnkar hættu á ótíma- bærum dauða Hjá flestum minnkar hreyfigetan mikið með hverju árinu eftir þritugt en með reglulegum æfingum geturðu aftur á móti aukið hreyfigetuna. Likamsrækt gefur þér hraustlegri húðlit og minnkar likurá þviað þú fáirýmsa sjúkdóma. B Byggir upp og við- heldur vöðvum og beinum Eftir þvi sem þú eldist missa bein þin styrk- leika, liðamótin verða stifari og siður sveigjanleg. Reglulegar likamsæfingar eru besta leiðin til að hægja á eða koma I veg fyrir þetta. 7 Styrkir ónæmiskerfið Margar rannsóknir hafa sannað að reglulegar æfingar sporna við þviað þú fáirýmsa sjúkdóma, bæði aigengar pestir og alvarlegri sjúk- dóma. S Bætir þig á and- lega sviðinu Betra minni, betra viðbragð og einbeiting eru i boði fyrir duglega og ekki þarfmikið til. 45 minútna göngutúr þrisvar i viku er nóg til að skerpa á þessum hlutum. S Aukið sjálfs- traust Hérþarftu ekki annað en að spyrja þig einfaldrar spurn- ingar: Liður mér betur þegar ég ligg uppi i sófa með snakkpoka eða eftir góða æf- ingu? 4 Aukin orka og þol Hversu oft hef- urðu sleppt rækt- inni vegna þreytu? Þegar þú aftur á móti drífur þig þangað þrátt fyrir þreytuna ertu miklu orkumeiri eftir á. Það þarfekki nema nokkrar vikur og þá finnurðu aðþú ert miklu orkumeiri en þú varst áður en þú byrj- aðir að æfa. Það er vel þess virði. 3 Bætir kynorkuna og kynhvötína Þetta erstaðreynd. Reglulegar æfingar auka löngunina og kynorkuna og þú færð að auki meira út úr kynlífínu. Aftur á móti geta ofmiklar æfingar virkað öfugt. 2 Minnkar stress og þunglyndi Eftir góða æfingu slakna vöðvarnir og þér liður betur. Likaminn losar meira endorfin í næst- um tvo tima eftir æfínguna sem bætir skap þitt og hjálparþér að slaka á. 1 Minnkar Ifkur á mörgum sjúkdóm- um í>ú stendur betur i baráttunni gegn sjúkdómum á borð við hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólester- ól, ristilkrabbarriein, brjóstakrabbamein og svo framvegis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.