Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 19.JANÚAR2005 13 BH AÐ AMOTTAK A " . Föttilað hlaða síma Vísindamenn við Toronto-háskólann hafa fundið upp sólarrafhlöðu úr sveigjanlegu plasti sem á að vera fimm sinnum af- kastameiri en núverandi sólarrafhlöðutækni. Innan nokkura ára er því mögu- legt að við getum farið að nota fötin okkar til að hlaða símann eða önnur raf- magnstól. Þessi nýja tækni safnar innrauðu ljósi frá sólinni og er með henni hægt að búa til þunna filmu á yfirborði klæða, pappírs og annarra efna. Sem dæmi má nefna að sólarrafhlöður sem nú eru notaðar breyta 6% af sólar- orku í nýtanlega raforku. Nýja rafhlaðan breytir 30% sólarorku í nýtanlega raforku. Sjúklingar í Hveragerði og Þorlákshöfn Verða að sækja lækn- isþjónustu til Selfoss eftir fjögur á daginn „Það er verið að gera starfið meira aðlaðandi fyrir læknana," segir Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, um ástæður þess að bakvaktir lækna í Þorlákshöfn og Hveragerði voru lagðar niður. „Vaktabyrðin er mikil á læknum og þar af leiðandi er erfitt að fá lækna. Þetta er ekki aðlaðandi vinnu- umhverfi. Með því að sameina vakt- ir í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi verður vinnutíminn bæri- legri,“ segir Magnús. Nú verður fólk í Hveragerði og Þorlákshöfn að fara talsverðar vega- lengdir til heilsugæslunnar á Sel- fossi að sækja sér læknisþjón- ustu eftir fjögur á daginn. Þessa dagana er læknir- inn £ Hveragerði veikur og því enga læknisþjón- ustu að fá í bænum. Magnús segir að ef bráðatilfelli komi upp eða fólk sé bíllaust sé sjúkrabfll með lækni sendur á stað- inn. Hann segir að um tvo kosti sé að ræða; annað hvort sé vaktabyrð- in mikil og því erfiðara að fá lækna til starfa eða svæðið verði stækkað: „Þetta blasir við á landsbyggðinni, það gengur erfiðlega að fá lækna til • starfa þar ‘ sem þeir eru nánast stöðugt á vakt.“ Magnús Skúlason, framkvœmdastjóri Heil- brigðisstofnunnar Suðurlands Segirerfittað fá lækna til starfa á litlum stöðum á landsbyggðinni vegna vaktaálags. Hjúkrunarfræðingar forgangsraða sjúklingum á slysa- og bráðamóttöku spítalanna. Sumir komast strax að en aðrir þurfa að bíða lengi. Jón Baldursson yfirlæknir segir algengt að fólk sæki bráðamóttöku með mál sem eiga ekki heima þar. ••• að þjálfa næstu kynslóð? „Næsta kynslóð er þýðing á bandarísku heiti á sams konar námskeiði, Generation Next. Þetta er byggt á kenningum Dales Carnegie en við viljum með þess- ari nafngift einblína á fólk annars vegar á aldrinum 14-17 ára og 18- 22 hins vegar. Reyndar var þetta aðallega hugsað fyrir yngri hóp- inn en það kom svo í ljós að eftir- spurnin eftir námskeiði fyrir hópinn 18 til 22 ára var svo mikil að við ákváðum að halda sérstakt námskeið fyrir hann. Fólk þarf að komast yfir ótta Fólk á þessum aldri er oftar en ekki að byrja í há- skóla og vill geta haldið fyrirlestra. Það er ef til vill líka að sækja um störf og þarf því að geta komið fullt sjálfstrausts f viðtalið og neglt starfið. Það sem er öðruvísi við námskeiðin okkar, til dæmis mið- að við fyrirlestur, er að við þjálf- um fólkið sérstaklega. Á fyrirlestr- um getur margt athyglisvert komið fram án þess að sá sem á hann hlustar fari endilega og geri eitthvað í sínum málum. Ég líki þessu stundum við að læra sund - til þess verður maður að þjálfa sig og æfa á réttum vettvangi. Það gildir lflca um þetta, maður verð- ur að þjálfa sig í að verða góður ræðumaður fyrir framan hóp af fólki. Og oftar en ekki er þetta ákveðinn ótti sem fólk þarf að komast yfir. Fólk setji sér markmið og fylgi þeim eftir A námskeiðum okkar erum Það vill oft koma upp að einstak- lingarnir sem setja sér há/eit markmið og ná þeim ekki verða í kjölfarið fyrir miklum vonbrigð um og þungir í fasi fyrir vikið. við með nokkur lykilatriði að leiðarljósi. Við hjálpum ungu fólki að byggja upp sjálfstraust þannig að það þori að vera það sjálft. Einnig þjálfum við þátttak- endur í því að tala fyrir framan hóp, vera jákvæðir, meiri leið- togar og meira drífandi. Við leggjum mikla áherslu á mann- leg samskipti sem eru gífurlega mikilvæg og einnig kennum við markmiðssetn- ingu. Það síðast- nefnda er gott dæmi um tækni sem við kenn- um, að læra að setja sér raun- hæf markmið og ná þeim. Það þýðir nefnilega ekkert að setja sér markmið og gera svo ekkert í þeim. Þeim verður að fylgja eftir. Það vill oft koma upp að einstaklingarnir sem setja sér há- leit markmið og ná þeim ekki verða £ kjölfarið fyrir miklum vonbrigðum og þungir í fasi fyrir vikið. Ekki ósvipað lífsleikni í sjálfu sér er það sem við gerum ekkert ólfkt lífsleikni sem er fremur nýti námsfag sem kennt er í grunnskólum. Sjálf er ég nemandi í Tómstunda- og fé- lagsmálafræði í Kennaraháskól- anum og hef lært lífsleikni og er með réttindi til að kenna það fag. Þetta byggir á sömu hugsun. Námskeiðin okkar eru haldin eitt kvöld í viku í samtals 10 vikur. Það er reyndar orðið fullt á fýrsta námskeiðið á þessari önn en við verðum með fleiri í boði á næstu vikum fyrir hópinn 14 til 17 ára.“ iðrún Steinsen er annar tveggja þjálfara á námskeiðunumNæs^ Bráðamóttaka Sjúklingum er forgangsraðað til að aðkallandi mál fái fljóta afgreiðslu. Yfirlæknir á Landspítalanum segir biðtíma á bráðamóttöku hér- lendis styttri en á hinum Norðurlöndnum. „í sjálfu sér þyrfti aldrei að vera neitt svona kerfi ef hægt væri að ýta öllum inn og veita þjónustu strax en það er nú elcki svo gott,“ segir Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku, um forgreiningar- kerfið sem er notað í bráðamóttök- unni. r Forgreiningarkerfið hefur verið notað í tólf ár og er reglulega endur- skoðað. Hjúkrunarfræðingar tala fyrst við sjúklingana, meta einkenni og ákveða þann forgang sem sjúk- lingur fær, en það er gert út frá því hversu brátt vandamálið er og hvort sjúklingurinn muni bera einhvern skaða af því að bíða. Öllum sjúkling- um er sinnt þó að læknisskoðun sé ekki gerð strax. Vantar upplýsingar Notast er við þriggja flokka kerfi. Jón segir að fyrsti flokkur sé alger for- gangur. „I öðrum flokki er reynt að halda því marki að viðkomandi fái skoðun innan fjörutíu mínútna en það tekst ekki alltaf. í þriðja flokki em vanda- mál sem þola einhverja bið og sumt af því eru vissulega vandamál sem ættu að fara eitthvert annað en til okkar, til dæmis á heilsugæslu eða til læknis," segir Jón. Að því er Jón segir er það þekkt vandamál á bráðamóttökum úti um allan heim að fólk komi sem veit ekki hvert á að snúa sér innan kerfisins. „Það er miður að fólk geri sér ekki grein fyr- ir því að einhverjir séu verr staddir en það sjálft þó að það sé augljóst." „Manni finnst að það ættu að vera til einhvers konar upplýsingar í heilbrigðiskerfinu með leiðbeining- um um hvaða staðir henta ákveðn- um málum. Við myndum fagna því ef slíkar upplýsingar yrðu gefnar út tilfólks," segir Jón. Misjafnlega tekið Jón segir að forgangsröðuninni sé misjafnlega vel tekið meðal sjúk- linga og dæmi eru um að fólk verði óánægt. „Við lendum stundum í því að fólk tekur því illa ef einhver er tekinn fram yfir það. Það er miður að fólk geri sér ekki grein fýrir því að ein- hverjir séu verr staddir en það sjálft þó að það sé augljóst. Blessunarlega er það þó oftast þannig að fólk slcilur forgangsröðunina,“ segir Jón. Vel stödd Jón segir bráðamóttökuna hér á landi vera vel stadda varðandi stutt- an biðtíma. í alþjóðlegum saman- Jón Baldursson yfirlæknir á slysa- bráðamóttöku Segirvanta upplýsing, um hvert fólk á að snua sérinnan heil- brigðiskerfisins. Alltofalgengt er að fólk komi með mál inn á bráðamóttöku sem eiga heima annars staðar. burði komi íslendinga vel út. „Ég veit að á Norðurlöndum þyk- ir það ekki vera tiltökumál þó biðin sé nolckrir klukkutímar. Maður hefur orðið var við það hjá íslendingum sem hafa búið í útlöndum að þeim þyki þjónustan vera býsna hröð hjá okkur. Það eru til deildir í heiminum þar sem biðtíminn er nánast enginn en það eru þá deildir sem hafa til þess fjárráð og mannskap, til dæmis einkasjúkrahús í Bandarflcjunum. En við stöndum ekki illa," segir yfir- læknirinn. Breytingar boðaðar Jón segir það vera firekar óheppi- legt að bráðamóttökudeildir spítal- ananna séu á mörgum stöðum í bænum. En breytingar eru væntan- legar: „Nú er kominn nýr tónn í stjórn- málamenn um að það verði unnið að því markvisst að sameina mót- tökustarfsemina á einn stað til hags- bóta fyrir almenning. Það verður vonandi hægt með nýrri spítala- byggingu." tol@dv.is DV-mynd Vilhelm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.