Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 15
DV Sálin
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 15
í DV á miðvikudögum
Þroskaðar mæður sýna börnum
sínum meiri ástúð en yngri mæður
Ný rannsókn sem birtist í kanadisku
læknablaði leiðir i Ijós að þroskaðar
mæður sýna börnum sinum meiri ástúð
en ungar mæður. Um er að ræða fyrstu
niðurstöður rannsóknar sem á eftir að
vinna betur úr.„Við áttum von á þviað
táningsmæður sýndu meiri óviðeigandi
hegðun gagnvart börnum sinum, svo
sem að pota í þau, eins og fyrri rann-
sóknir hafa bent til. Þess i stað hegðuðu
táningsmæðurnar sér á viðeigandi hátt
en hegðun þeirra var aftur á móti vél-
rænari og ekki eins ástúðleg og hjá eldri
mæðrum," segir Katherine Krpan, að- , *•
alhöfundur rannsóknarinnar. -
Visindamenn könnuðu hegðun 119 I
mæðra í þremur aldursflokkum; tán- »'
ingsmæður (15-18 ára), ungar mæður
(19-25 ára) og þroskaðar mæður
(26-40 ára) en allar höfðu þær
eignast barn á sama þriggja
mánaða tímabili. Vísinda-
mennirnir fylgdust með mæðrunum og
samskiptum þeirra við börn sín á heim-
ili þeirra og tóku þau upp á mynd-
band.Auk þessvoru lagðar spurn-
'ji’ ingar fyrir mæðurnar. Rannsókn-
in leiddi einnig í Ijós að mæður
j sem fá góöa og stöðuga um-
(■ . önnum i barnæsku sýna eigin
‘ börnum meiri ástúð en mæð-
ur sem höfðu marga og si-
breytilega umönnunaraðila.
XXspyr:
Sæl, Eygló!
Ég hef lengi velt því fyrir
mér að ég verð alltaf miklu
„þyngri" í skapi yfir vetrar-
tímann heldur en á vorin
og sumrin. Yfirleitt er það
þannig að um miðjan
ágúst er mér farið að kvíða
fyrir vegna þess að þegar halla
fer að hausti „hellast" ein-
hvers konar þyngsli yfir mig.
Vinur minn nefndi við mig að
til væri eitthvað sem kallað
væri skammdegisþung-
lyndi og hélt að ég væri
kannski með það, þar sem
ég er hress og spræk þegar fer
að birta á ný. Hvað er þetta
skammdegisþunglyndi og
hvað er hægt að gera ef
maður þjáist af því?
Joimr þjást
/ frekar sf
skammdegis-
Sæl.XX,
Það er rétt hjá vini þínum að til er
eitthvað sem kallað er skammdegis-
þunglyndi, en þegar kemur að grein-
ingu þá er skammdegisþunglyndi í
raun og veru einungis eitt afbrigði
þunglyndisraskana. Hægt er að tala
um skammdegisþunglyndi sem
ástand sem hefur áhrif á einstakling á
ákveðnum tímum eða ákveðnum árs-
tíðum. Fólk sem þjáist af skammdeg-
isþunglyndi sýnir mörg algeng merki
þunglyndis, svo sem depurð, kvíða, er
skapstyggt, missir áhuga á áður
áhugaverðum athöfnum, dregur sig í
hlé félagslega, og á erfitt með að ein-
beita sér. Einnig em einkennin oft
gríðarleg þreyta og vöntun á orku,
aukin svefnþörf, óstjórnleg löngun í
kolvetni, og aukin matarlyst og
þyngdaraukning. Yfirleitt byrja ein-
kennin að láta á sér kræla á haustin
eða veturna og lýkur þegar vorið hefur
innreið sína. Aðra mánuði ársins líður
einstaklingnum betur eða allavega
þannig að hann uppfyllir ekki grein-
ingarviðmið fýrir þunglyndi.
Mun algengara er að konur þjáist
af skammdegisþunglyndi en karlar og
tölur benda til að 60 til 75% þeirra,
sem þjást af þessu ástandi, séu konur.
Einnig virðist sem skammdegisþung-
lyndi sé algengara meðal fólks sem
býr langt frá miðbaugi.
Sóiarleysið og líffræðilega
klukkan
Ekki er vitað um nákvæma orsök
skammdegisþunglyndis. Ein kenning
er sú að því minna sem maður fær af
sólarljósi, hægist á hinni líffræðilegu
klukku sem stillir skap, svefn, og
hormóna, þannig að hún er í nokkurs
konar „hægagangi" áveturna. Að
fá stærri skammta af ljósi
gæú „endurræst líf-
fræðilegu klukk-
una“. Örmur
kenning,
um or-
sakir
Björn Harðarson og
Eygló Guðmundsdóttir
sálfræðingar
gefa lesendum góð
ráð til að viðhalda
sálarheill.
skammdegisþunglynd-
is, er sú að ójafnvægi sé
í framleiðslu á þeim
boðefnum heifans sem
flytja boð milli tauga,
kallað taugaboðefhi,
t.d. serótónín. Einnig
hér er áætlað að aukn-
ing ljóss geti leiðrétt
þetta ójafnvægi.
Ljósameðferð árangursrík
Rannsóknir hafa sýnt að svoköll-
uð ljósameðferð er árangursrík með-
ferð við skammdegisþunglyndi. Hér
er þó ekki átt við hefðbundin ljós eða
ljósabekki, heldur er um að ræða
ákveðna gerð af flúorljósum, þar sem
styrkleikinn á helst að vera lágmark
10,000 Lux. Ekki er nauðsynlegt að
horfa beint í þessi ljós, til að með-
ferðin beri árangur, heldur getur við-
komandi t.d. bæði borðað eða lesið
fyrir framan lampana. Ljósameðferð
er örugg og aukaverkanir em sjald-
gæfar, þó kemur fyrir að fólk upplifi
minniháttar aukaverkanir svo sem
augnverki, höfuðverk, pirring, slapp-
leika og svefnleysi. Nýlegar rann-
sóknir benda til að betri árangur ná-
ist ef ljósameðferð á sér stað að
morgni en að kvöldi. Einnig getur
notkun ljósameðferðar að kvöldi
framkallað svefnleysi.
Mikilvægt að átta sig á ein-
kennum
Hægt er að merkja framfarir, hjá
einstaklingum með skammdegisþung-
lyndi, eftir 2 til 4 daga í ljósameðferð og
hámarksárangur næst venjulega eftir 2
til 4 vikur. Mikilvægt er að átta sig á að
einkenni skammdegisþunglyndis
koma fljótt aftur efdr að ljósameðferð
er hætt, og því er æskilegt að halda
meðferðinni áfram á meðan sólarljós
er af skomum skammú í umhverfinu.
Aðrir þættir sem einnig geta haft já-
kvæð áhrif og jafnvel er hægt að nota
sem forvöm við skammdegisþunglyndi
em: reyna að vera eitthvað utandyra á
hverjum degi, þó svo að það sé skýjað,
áhrif dagsbirtunnar em samt jákvæð;
byrja að nota „ljósin“ um leið og dags-
birta verður minni í byrjun hausts, áður
en þú finnur einkennin koma; borða
hollan og næringarríkan mat; stunda
einhverja líkamsrækt í lágmark 30 mín-
útur, allavega þrisvar í viku; fá faglega
ráðgjöf hjá sálffæðingi, geðlækni, eða
öðm fagfólki sem sinnir andlegri heilsu
ef þörf er á; og sinna áfram félagslífi
sínu.
Gangiþérvel!
Eygló Guðmunds-
dóttir sálíræð ing-
ur.
Nýtt próffyrir
krakka með ADHD
Breskir sérfræðingar hafa
hannað einfalt próf sem segir til
um hvort barn er haldið ADHD
eða ofvirkni og athyglisbresti eins
og sjúkdómurinn heitir á íslensku.
Prófið er fólgið í því að láta börn
fylgjast með ljósbletti á tölvuskjá.
Þátttakendur í tilrauninni voru 65
börn á aldrinum 4 til 6 ára. Nokk-
ur þeirra eru haldin ofvirkni og
athyglisbresti og reyndust augn-
hreyfingar þeirra vera öðruvísi en
hinna barnanna sem tóku þátt í
rannsókninni. Enn sem komið er
notast læknar eingöngu við
spurningar og sálfræðimat þegar
skera þarf úr um hvort barn er
með AÚDHD og segja sérfræðing-
arnir að nýja prófið geti leitt til
byltingar í meðferð barna sem
þjást af sjúkdómnum.
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til
kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík.
Ellingsenreitur, reitur 1.115.3.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit sem markast af
Mýrargötu, Grandagarði og tveimur nýjum götum í norðri
og austri samkvæmt tillögu að rammaskipulagi fyrir
Mýrargötu og slippasvæði.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á þeim tveimur lóðum sem
eru á svæðinu verði að mestu leyti íbúðabyggð en heimilt
verði að koma þar fyrir skrifstofum, verslun og þjónustu-
starfsemi. Heimilt verður að fjarlægja núverandi bygg-
ingar. Að Grandagarði 2 er lagt til að byggja megi allt að
7 hæðir ofan á bílageymsluhæð, en að Mýrargötu 26 er
gert ráð fyrir allt að þremur hæðum ofan á núverandi hús
og verða byggingar að hluta til stallaðir á báðum lóðum.
Vegna nálægðar við íbúðabyggð mun eingöngu verða
leyfilegt að reka ákveðnar tegundir veitingastaða á jarð-
hæð sem eru nánar skilgreindir á uppdrætti. Æskilegt er
að ráðstafa húsnæði sem snýr að Mýrargötu og Seljatorgi
undir starfsemi sem gerir ráð fyrir tíðum heimsóknum
viðskiptavina. Aðkoma að bílageymslum verður frá götu
norðan lóðanna.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
08:20 - 16:15, frá 19. janúar til og meö 2. mars 2005.
Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til
að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum
við hana skal skila skriflega eða á netfangið
skipuiag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa, merkt viðkomandi
svæði og undirritað með nafni, kennitöiu og heimilisfangi,
eigi síðar en 2. mars 2005.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 19. janúar 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219