Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 19
rxv Sport MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 19 ALLT I OLLU í LIÐINU Ólafur Stefánsson hefur verið markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á síðustu stórmótum. Enginn Islendingur hefur gefið fleiri stoðsendingar á stórmóti siðasta áratuginn. Ólafur Stefánsson ætlaði fyrst ekki að vera með á HM í Túnis en hann ákvað að slá til þegar nýi landsliðsþjálfarinn, Viggó Sigurðsson, leitaði til hans. Ólafur hefur verið einn besti handboltamaður heims undanfarin ár og á sama tíma hefur hann borið íslenska landsliðið á herðum sér í síðustu stórmótum. ÓLíAþenu 2004: Flest mörk: 1. Ólafur Stefánsson 43 2. Guðjón Valur Sigurðsson Flestar stoðsendingar: 32 1. Ólafur Stefánsson 45 2. Jaliesky Garcia EM i Slóveníu 2004: Flest mörk: 14 1. Ólafur Stefánsson 20 2. Jaliesky Garcia Flestar stoðsendingar: 16 LÓIafurStefánsson 20 2. Guðjón Valur Sigurðsson 9 HM í Portúgal 2003: Flest mörk: 1. Ólafur Stefánsson 58 2. Guðjón Valur Sigurðsson Flestar stoðsendingan 39 I.ÓIafurStefánsson 60 2. Patrekur Jóhannesson 30 EM í Svíþjóð 2002: Flest mörk: mm. 1. Ólafur Stefánsson 58 2. Patrekur Jóhannesson Flestar stoðsendingar: 36 1. Ólafur Stefánsson 54 2. Patrekur Jóhannesson 30 HM í Frakklandi 2001: Flest mörk: 1. Ólafur Stefánsson 32 2. Róbert Julian Duranona Flestar stoðsendingan 28 1. Ólafur Stefánsson 42 2.-3. Patrekur Jóhannesson 18 2.-3. Dagur Sigurðsson 18 EM í Króatíu 2000: Flest mörk: 1. ValdimarGrimsson 41 2. Ólafur Stefánsson Flestar stoðsendingan 22 í 1. Ólafur Stefánsson 38 2. Patrekur Jóhannesson 16 Ólafur Stefánsson gaf einnig flestar stoðsendingar á HM I Japan 1997 og þar var hann þriðji markahæsti leikmaður (slenska liðsins. Él r * lUvtl hlutverk Ólafs? Ólafur Stefánsson ætlaði að taka sér frí frá íslenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem nú er framundan en sem betur fer fyrir íslenska liðið verður lykilmaður þess með í slagnum þegar mótið byrjar um næstu helgi. Ólaifur hefur verið markahæsti leikmaður íslenska liðsins á síðustu fimm stórmótum og enginn hefur búið til fleiri ~ — mörk fyrir íslenska landsliðið á stórmótum 'y-**"' síðasta áratuginn. Ungu örvhentu skyttur íslenska liðsins stóðu sig vel á — Heimsbikarnum í Svíþjóð á dögunum. ‘||| Fyrir vikið gæti framtíð Ólafs legið meira í leikstjómandahlutverki liðsins í næstu framtíö. Hann gæú því r spilað nýtt hlutverk hjá liðinu í • •; Túnis. * Ólafur ætlaði sér mikið á síðasta ári ■ i og það er ekki við hann að sakast að illa f Ú ? ^ H'mœmL. fór fyrir (slcnska liðinu því félagar hans / g JM: ' j f liöinu náðu því miður ekki að fylgja eftir hans fordæini. Ólafur skoraði 43 I ( #1 jl Wf " iBm iA mörk og gaf 45 stoðscndingar í ' leikjunum sex á Ólympíuleikunum sem þýðir að hann átti þátt í 14,7 mörkum að meöaltali í leik. Þetta er reelKf iL | mun meira en í tveimur stórmótimmn ^þar á undan, EM 2004 (13,3) og MM Sm ■ fí 2003 (13,1) og meira segja meira en á Evrópumótinu ÍSvfþjóð (14,0) þar sem Ólafur var markahæsti leikmaður keppnimiar og var valinn í úrvalsliðið. Það efast enginn um hæfileika Ólafs þrátt fyrir að hann sé að verða 33 ára gamall enda er ljóst að haiui hefur emi mikið fram að færa til liösins. Ólafur ÆRf Æk hefm verið eins Æ/f 1 jmv konar Boltinn á réttum stað Islenska þjóðin vill að sjálfsögðu hafa boltann sem mest i höndum Ólafs Stefánssonar á HM iTúnis. DV-mynd Teitur leikstjómandi liðsins út á hægri vængnum og því hafa margir talið það verið næsta þróun hans sem landsliðsmanns væri að færa sig yfir á miðjuna og stjóma leik íslenska liðsins í nánustu firamtíð. Viggó Sigurðsson hefúr hugleitt þennan möguleika þótt að hann leggi allt sitt traust á Dag Sigurðsson. Meiðsli Einars Hóhngeirssonar og fjarvera Ásgeirs Amar Hallgrímssonar hafa enn fremur aukið mikilvægi Ólafs í sinni gömlu stöðu þótt að fjölhæfni Alexanders Peterson hafi bætt f vopnabúr örvhentra leikmanna liðsins. Reyndi sig gegn Rússum Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var alls ekki nægilega ophin fyrir þessum möguleika þrátt fýrir að sóknarleikur Uðsins hafi oft og tíðum lireinlega öskrað á róttækar breytingar. Ólafur lék reyndar í stöðu leikstjórnanda síðustu 18 mínúturnar gegn Rússum í Aþenu þar sem Uðiö skilaði 15 mörkum í 22 síðustu sóknum sínum í leiknum eða jafh mörgum mörkum og Uðið skoraði í fyrstu 47 sóknum leiksins. Ólafur var með 5 mörk og 2 stoðsendingar á þessum kafla og sóknin gekk mun betur en fyrr í leiknum þar sem boltfrm glataðist meðal annars í 21 skipti án þess að Uðið næði skoti á markið. Tölur yfir tapaða bolta í Aþenu voru aUtof háar og liðið var í kjölfarið að fá aUtof mörg hraðaupplilaupsmörk á sig. Leikstjórnandinn Ólafur Stefánsson stóðs fyrsta skyndiprófið með gians og það er fuU ástæða tU að gefa þessum frábæra handboltamanni tækifæri að fá alvöru próf til að nýta sinn einstaka leikskihiing tU þess að stjóma sóknarleik Uðsins. Ekki áberandi Ólafur hefur ekki verið áberandi í síðustu leikjum með landsUðinu og var aöeins fjórði markahæsti leikmaður Uðsins í fimm æfingaleikjaleikum Uðsins í janúar. Ólafur hefur þó hækkað markaskor sitt með hverjum leik og ætiar greirúlega ekki að láta sitt eftir Uggja þegar kemur að keppninni í Túnis. ooj@dv.is Bambir tekurvið FH Slavko Bambir hefur verið ráðinn þjálfari kvennaUös FH í DHL-deildinni í handknattleik. Bambir tekur viÖ af Einari Hjaltasyni sem stýrði UÖinu í tæpan sólarhring eftir að Sigurður Gunnarsson sagði upp störfum í fyrradag. Bambir hefíir marga fjöruna sopiÖ í þjálfun hér á íslancU og hefur meðál annars þjálfað KR, íslenska kvenna- landsUðið auk þess sem hann stýrði FH-Uðinu hér á árum áður. Geir HaUsteinsson, fram- kvæmdastjóri handknattleiks- deUdar FH, sagði í samtaU við DV í gær að félagið hefði leitað lengi að nýjum þjálfara en ekki fundið neinn fyrr en kom að Bambir. FH-Uðið er sem stendur í fimmta sæti deUdarinnar með 10 stig í 13 leikjum, fjórum stigum á eftir Uði Vals sem er í fjórða sætinu. Fyrsti leikurinn undir stjóm Bambir verður einmitt gegn Val um næstu helgi. Framkvæmdatjóri Watford, Ray Levington, segir Heiðar Helguson vera ómissandi: Það þarf að koma stórt tilboð til að við seljum „Það þarf mikið og stórt tilboð ef ég á að íhuga að selja Heiðar Helgu- son frá Watford," segir Ray Lewington, stjóri Watford, vegna þess síaukna áhuga sem kappinn hefur vakið með frábærri frammi- stöðu sinni í vetur. Bæði Charlton og Crystal Palace hafa lýst yfir áhuga á stráknum en Lewington er ekki á því að selja. Heiðar hefur að líkindum aldrei leikið betur að mati Lewington enda hefur hann reglulega skorað mörk fyrir liðið í vetur. Hann verður fremstur í flokki þegar Watford mætir Fulham í bikarkeppninni í kvöld og gæti bætt þar í þau 16 mörk sem hann hefur þegar skorað þetta tímabilið. „Heiðar hefur staðið sig frábær- lega fyrir liðið í vetur og það er eng- in pressa frá stjórninni að selja þannig að ef ég fæ einhverju ráðið þá fer hann ekkert. Berist einhver til- boð verða þau að vera verulega góð til að ég endurmeti stöðuna en ég hef fullan stuðning frá stjórninni hvað Heiðar varðar og hann fer ekk- ert án þess að ég leyfi það.“ Lewington bætti við að Heiðar sjálfur léti sig litlu varða þær fyrir- spurnir sem komið hefðu frá öðrum liðum. „Heiðar er ekki sú týpa sem lætur slíkt hafa áhrif á leik sinn og mun að sjálfssögðu halda áfram að spila eins vel og hann hefur verið að gera áfram," segir Lewington. Heiðar er í 6. til 7. sæti yfir markahæstu menn 1. deildarinnar. Eftir rólega byrjun hefur hann skorað ellefu mörk í síðustu sautján leikjum liðsins í deildinni. albert@dv.is Nýr maður Heidor Helguson sést hér í landsleik gegn Möltu i október. Hann hefur raðað inn mörkum i ensku 1. deiidinni siöan hann kom úr siöasta landsliðsverkefni. DV-mynd Dominic Aquilina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.