Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 17
DV Sálin MIÐVIKUDAGUR I9.JANÚAR 2005 1 7 fyrirtæki og heimili. Einföld en öflug Canon PowerShot A75 ljós- myndavél kostar 22,900 kr. og Canon PowerShot Pro 1 8 milljón punkta myndavél kostar 89.900 kr. en kostaði áður 119.900 kr. Þá kostar öflugur og hagkvæmur Canon Í990 tölvuprentari 29.900 kr. # í tilefni þess að Bílkó hefur opnað smurstöð í húsnæði sínu að Smiðjuvegi 34 býðst viðskiptavinum 25% afslátt- ur af vinnu við smurningu. Hjá Bílkó er einnig frí ísetning á raf- geymum í bfla, bremsuklossa- skipti kosta frá 2.500 og alþrif kosta frá 4.900 kr. Ef bflarnir eru sóttir og þeim skilað eftir viðgerð eða þrif kostar það aðeins 850 kr. auka. / # I Harðviðarvali stendur nú yfir útsala á viðarparketti og plastparketti. Fermetri af viðar eik haro er á 1.990 kr. sem og fermetri af beyki og fermetri af Merbau natur með hljóðeinangrandi und- irlagi er á 4.490 kr. Fermetri af eikar plastpar- ketti kostar nú 990 kr. fermetri af hlyn kostar 890 kr. og fer- metri af eik accent með fríu svampundirlagi kostar 1.390 kr. Hrikalega gaman í körfu Leikarinn, leikstjórinn og hinn fjölhæfi listamaður Bergur Þór Ingólfsson segist vökva andann með tónlist og bókmenntum aðallega.„Nú er ég að lesa Braga Ólafs, Samkvæmisleiki, hún virkar vel á andann, er alveg frábær bók. “ Bergur kveðst þarfnast likamlegrar ræktunar, ekki síður en andlegrar, en stunda hana ekki nema helst ileikhúsinu, t.d. I bolta með stóru B-i.„Ég hefaldrei nennt að gllma við tæki á Hkamsræktarstöðvum. Hins vegar finnst mér hrikalega gaman i körfu- og fótbolta en fæ lltið rúm til þess að iðka þá list. Þrifst andinn annars ekki best íþrengingum llkt og kaktusinn sem þolir mestallt en fær lítið afhverju i einu eins og sólarljósi og vatnif'segir Bergur spyrjandi. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Allir kannast sjálfsagt við þá tilfinningu að eiga eitthvað verk fyrir höndum en fresta því vegna þess að viljinn er einfaldlega ekki fyrir hendi. Oft getur frestunin varað í aðeins einn dag en í mörgum tilfellum getur hún varað í vikur, mánuði og jafnvel ár. Slíkt ástand kallast verkkvíði og er einn al- gengasti sjúkdómur sem herjar á mannfólkið, hérlendis og víðar. Máltækið í fyrirsögn þessarar greinar á að höfða til samviskusemi okkar. Ef við frestum einhverju verkefni sem við eigum fyrir hönd- um, erum við verri einstaklingar fyrir vikið. Það er tilfinningin sem sjálfsagt margur getur fengið og lát- ið slíkt liggja á samvisku sinni, líkt og steinn sem stækkar og þyngist með hverjum deginum. Að end- ingu verður um alvarlegt vandamál að ræða sem getur haft áhrif á lífs- gæðin öll. Algengur kvilli Vissulega á þetta ekki við alla sem hafa einhvern tímann þurft að glíma við verkkvíðann. En þó svo engar íslenskar rannsóknir liggi fyr- ir má gera sterklega ráð fyrir að þetta vandamál sé mun algengara en fólk gerir ráð fyrir. Endurmennt- unarstofnun Háskóla fslands stendur fyrir námskeiði á næstunni þar sem farið verður yfir verkkvíða og helstu birtingarmyndir hans. Námskeiðið er ædað starfsmanna- stjórum og stjórnendum vinnu- staða og þar verður kennt að bera kennsl á verkkvíðann, bæði hjá sjálfum sér og öðrum starfsmönn- um. Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingar sjá um námskeiðið og ræddi blaða- maður við Einar Gylfa af því tilefni. „Þessi kvíði og sektarkennd sem getur komið upp verður ekki að eldsneyti til þess að viðkomandi takist á við hlutina, heldur hlaðast verkefnin einfaldlega upp,“ segir Einar Gylfi. „Verkkvíði og frestun- arárátta eru keimlík fyrirbrigði, tvær hliðar á sömu myntinni. Það sem gerist í kjölfarið er að viðkom- andi einstaklingar fara jafnvel að búa sér til afsakanir og skrökva til um ástæður frestunarinnar og stöðu verkefna. Þarna er kominn Hvað er til ráða við verkkvíða? Of mörg verkefni Sí- felld frestun á vinnu get- ur orsakað að verkefni hrannast upp og erfiður vitahringur skapast. Sálfræðingur að nafni William Knauss segir að 90% allra banda- rískra háskólanema komi sér und- an vinnu með því að fresta henni í sífellu einhvern tímann á skóla- göngunni. Hann telur 25% þeirra þjást af alvarlegum verkkvíða og að þeir nemendur klári sjaldnast nám- ið sitt. Hér verða orsakir verkkvíða taldar upp sem og holl ráð til að sigrast á vandanum. Hugsanlegar orsakir - Skipulagsleysi - Einbeitingarleysi - Ótti og kvíði - Neikvæð sjálfsmynd - Vandamál í einkalífinu - Verkefnaleiði (námsteiði) - Óraunhæfar kröfur og fullkomnunar- árátta - Ótti um lélegan árangur Holl ráð - Berðu kennsl á þinn veikleika - Settu þér raunhæf markmið - Vertu sjálfum þér samkvæm(ur) - Forgangsraðaðu verkefnum - Skipuleggðu vinnuna istuttum timaein- ingum, ekki yfir lengri tima - Verðlaunaðu þig fyrir vel unnið verk - Einblindu á hið jákvæða i verkinu - Skapaðu þér hollt og gott vinnuumhverfi Heimild: http://ub-counseling.buffalo.edu- /stressprocrast.shtml upp heilmikill vítahringur sem erfitt er að koma sér út úr.“ Birtingarmynd þunglyndis? „Á námskeiðinu bendum við á leiðir sem gætu gagnast mörgum til að leysa sín mál. Oft geta einstak- lingar unnið sig úr vandanum án aðstoðar fræðimanns, eins og sál- fræðings, en stundum þarf meira til. Þá getur verkkvíðinn verið til að mynda birtingarmynd þunglyndis og þá þarf að takast sérstaklega á við þann vanda," segir Einar Gylfi. Hann segir það mikilvægt að forgangsraða verkefnunum, ætli maður sér að leysa vandann. Þá megi ekki gleyma sér í skipulagi og verklagsreglum. „Það er hægt að útbúa mjög flotta tímaáætlun í Excel án þess að nokkuð leysist. Viðkomandi einstaklingur þarf að taka verkefnin til athugunar upp á nýtt og sjá þau í réttu ljósi. Það er voða auðvelt að segja við sjálf- an sig að nú ætli maður að taka sig til og klára þessi mál, en það reynist oftar en ekki skammvinn- ur ágóði.“ Einar Gylfi segir að lausn slíkra vandamála geti leitt til þess að það hjálpi viðkomandi að takast á við aðra þætti sem betur mættu fara í lífinu, slíkt sé mjög algengt. Vilji lesendur afla sér frekari upplýsinga um verkkvíða og frest- unaráráttu - og vilja jafnvel leita út fyrir landsteinana, bendum við á leitarvélina google.com. Þar nægir til dæmis að slá inn leitarorðið „procrastination" sem er enska fræðiheitið fyrir téðan kvilla. Vitan- lega er einnig hægt að róa á innlend mið, til dæmis á leit.is, en eðli máls- ins samkvæmt er framboðið á slíkum upplýsingum ef til vill heldur takmarkað. eirikurst@dv.is Árlega eru veittir ellefu námsstyrkir til virkra viðskiptavina Námunnar, námsmannaþjónustu Landsbankans. Allarnánari upplýsingar er að finna á www. landsbanki.is og þar má einnig nálgast skráningarblað sem nauðsynlegt er að fylgi hverri umsókn. Styrkirnir skiptast þannig: * 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á íslandi, 100.000 kr. hver * 3 styrkir til háskólanáms á íslandi (Ba/Bs/Ma/Phd), 200.000 kr. hver * 3 styrkir til háskólanáms erlendis (Ba/Bs/Ma/Phd), 300.000 kr. hver * 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Umsóknum skal skilað í næsta útibú Landsbankans, merktum: Námsstyrkir, Markaðsdeild, Sölu- og markaðssvið, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Umsóknarfrestur vegna úthlutunar námsstyrkja er til 11. febrúar 2005 Landsbankinn Banki allra námsmanna 410 4000 I landsbanki.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.