Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAQUR 19. JANÚAR 2005 17 Stytta af stór- glæpamanni Á Indlandi hefur verið reist stytta til minn- ingar um alræmdasta stórglæpamann landsins, Veerappan, sem skotinn var til bana fyrir þremur mánuðum. Fyrir utan rán og þjófnaði er hann talinn hafa drepið um 130 lögreglu- menn. Styttan sem er um metri á hæð var reist við gröf glæpamannsins í Moolakkadu í Tamil Nadu- héraðinu. Hún sýnir Veer- appan með risavaxið yfir- varaskegg sitt, sem var vörumerki hans, og byssu um öxl. í huga margra í héraðinu var Veerappan nokkurs konar nútíma Hrói höttur. Uppbygging í Asíu og írak Ég hef verið að reyna að ná ut- anum umræðuna hér á landi. Það sem ég hef meðal annars skoðað, er orðið uppbygging. Þetta er breitt og mikið orð. Maður fylgdist meðal Óli Ómar Ólafsson % skilurekki umræðuna . um uppbyggingu í Irak. i \ Leigubílstjórinn segir annars með því hvernig alls konar fólk vann fórnfúst starf þarna á laugardaginn við að safna í sjálf- boðavinnu peningum fyrir flóða- svæðin í Asíu. Þarna á að koma hjólunum af stað og málunum í réttan farveg. Þarna er unnið að uppbyggingu og þetta fólk sem þarna vann á þakkir skildar fyrir að hjálpa til og byggja upp. Það er eitthvað annað þarna sem tvíburabræðurnir tala um þegar þeir eru alltaf að tönnlast á uppbyggingunni í Irak. Ég fylgist nú vel með fréttum, bæði íslensk- um fréttum og svo fylgist ég með fréttastöðvum eins og CNN, og ég sé ekkert af þessari uppbyggingu. Ég sé ekki annað gerast en að þarna veður kúrekinn fyrir vestan uppi og skýtur heimamenn með stuðningi Dabba og Dóra. Það er alveg óþolandi að heyra það alltaf hreint að þeir sem ekki styðja stríðið í írak, séu á móti upp- byggingu. Þetta heldur náttúrlega ekki. Maður sér myndirnar af fólk- inu að hreinsa göturnar, hlaða veggi, skola sundlaugar og fegra strendur í Asíu en ekkert svoleiðis kemur frá írak. f Asíu er fólk að reyna að hefja nýtt líf en í írak sér maður ekkert slíkt. Það er hund- leiðinlegt að þurfa alltaf að hlusta á þetta tal um uppbyggingu sem ekki er byrjuð. George W. Bush Bandaríkjaforseti liggur undir vaxandi gagnrýni vegna kostnaðar af veislum sem halda á þegar hann tekur formlega við embættinu á ný i vikunni. Sagt er að íburðurinn i kringum veisluhöldin sé óviðeigandi meðan þjóðin eigi í stríði i írak og stutt er síðan hörmungarnar á Indlandshafi dundu yfir. Áköfleitað hrekkjalómum Lögreglan í Þýska- landi leitar nú ákaft hrekkjalóma sem hafa farið víða um í almenn- ingsgörðum og stungið litlum bandarískum fán- um í hundaskítshrúgur. Josef Oettl, umsjónar- maður almenningsgarðs í Bayreuth, segir að þetta athæfi hafi staðið yfir í um ár og að á milli 2000 og 3000 hundaskítar hafi fengið flaggið. f fyrstu var haldið að þetta væru mótmæli gegn íraks- stríðinu en síðar endur- kosningu George W. Bush í embætti forseta. Hvað sem því líður stendur lögreglan alger- lega á gati hvað varðar prakkarana. Andvaka í tuttugu ár 63 ára gamall maður sem hefur ekki getað sofið í tuttugu ár hefur fengið úr- skurð lækna um að ekkert ami að honum. Fyodor Nesterchuk frá Kamen- Kashirsky í Úkrafnu segist síðast hafa tekist að fá sér blund árið 1985. „Ég man ekki nákvæmlega hvenær svefnleysið hófst en allt í einu gat ég alls ekki sof- ið,“ segir Fyodor. Hann segir að hann hafi reynt að lesa leiðinleg- ar bækur en um leið og augnlokin fóru að síga glaðvaknaði hann á ný. Læknar geta ekkert fundið að Fyodor líkamlega. Vandamálið sé andlegs eðlis. Veisluhöld Bush kosta yfir 2,5 niilljaröa George W. Bush Bandaríkjaforseti liggur nú undir vaxandi gagn- rýni vegna yfir 40 milljón dollara kostnaðar við innsetningar- dansleiki, tónleika og kertaljósakvöldverði þegar hann tekur formlega við embættinu á ný nú í vikunni. Mælt í íslenskum krónum er kostnaðurinn við embættistöku George W. Bush yfir 2,5 milljarðar fyrir þriggja daga veisluhöld í Wash- ington. Sagt er að þessi íburður sé óviðeigandi meðan þjóðin eigi í stríði og stutt er síðan hörmungarn- ar við Indlandshaf dundu yfir. Dugir fyrir 690 Humvees Einn þeirra sem er ofboðið er fulltrúadeildarþingmaðurinn Anth- ony Weiner frá NewYork. I bréfi sem hann skrifaði Bush vegna málsins hvetur hann forsetann til að biðja þá sem styrkja veisluhöldin fjárhags- lega að nota peningana heldur í búnað handa hermönnunum í írak sem segjast þurfa að ryksuga brota- járnshauga svo þeir hafi nægilegt magn af stáli til að brynverja bifreið- ar sínar og ökutæki. „Fordæmin sýna að innsetning- arhátíðin ætti að vera á lágu nótun- um, ef ekki aflýst, á stríðstímum," skrifar Weiner í bréfinu og nefnir að með fyrrgreindri upphæð sé hægt að kaupa 690 Humvees-bfla eða veita hverjum hermanni í frak 290 dollara bónus. Weiner nefnir einnig að þegar Franklin Roosevelt var settur á ný í embætti var eingöngu boðið upp á kalt kjúklingasalat og köku. Bush andmælir George W. Bush hefur andmælt þessari gagnrýni og segir að nauð- synlegt sé að fagna friðsömum valdaskiptum á hátíðlegan hátt. „Þú getur haft jafnmiklar áhyggj- ur af hermönnum okkar í Irak og þeim sem eiga um sárt að binda eftir flóðbylgjuna með því að fagna lýðræðinu," segir Bush í viðtali við CBS-stöðina sem sýnt var í fyrra- kvöld. Bush nefndi einnig að í veislu- höldunum yrðu atriði með her- mennskuþema eins og „Comander- in-Chief‘-dansleikurinn. Og sagnfræðingurinn Robert Dallek hefur sagt að Lyndon B.John- son hafi ekki sparað íburðinn 1965 þrátt fyrir að Víetnamstríðið væri í fullum gangi. -.úush George W. Bush hefur ondmælt þessari gagnrýni og segir að nauðsynlegt sé að fagna friðsömum vaidaskiptum á hátið- legan hátt. Löng hefð Það er löng hefð fyrir þessum veisluhöldum í kringum innsetning- una á nýjum forseta í Bandaríkjun- um. Siðurinn er rakinn aftur til Í809 er James Madison hélt í fyrsta sinn sérstakan dansleik að lokinni at- höfninni. Það eru fyrirtæki og einstaklingar sem standa straum af kostnaðinum, ekki hið opinbera. Og það kostar sitt að fá að taka þátt í hinum virðingar- meiri samkvæmum, eða á bilinu 2.000 til 10.000 dollara fyrir hvern. Stórfyrirtæki á borð við Ford, Marathon Oil og Northrop Grumm- an punga svo út frá 100.000 og upp í 250.000 dollara hvert en í staðinn fá stjórn- arformenn þeirra sæti á góðum stað við sjálfa athöfnina og gott borð í veislu- salnum á eftir. „Fordæmin sýna að innsetningarhátíðin ætti að vera á lágu nótunum, efekki af- lýst, á stríðstímum." DonaldTrump giftir sig í þriðja sinn Spánverjinn Rodolfo Leon teiknar Þjófur skildi eftir blómvönd ítalskur þjófur sem braust inn á heimili uppá- haldssjónvarpsstjörnu sinn- ar skildi þar eftir blómvönd sem gjöf. Þjófurinn stal skartgripum, úrum, postu- líni og handklæðum frá sjónvarpsstjörnunni Simonu Ventura af heimili hennar í Mílanó. Ventura er aðalþulurinn í þáttum um ítalska fótboltann á sunnu- dögum. Lögreglan í Mílanó sem rannsakar málið er nú að kanna hvar blómvöndur- inn var keyptur. Lofar að halda ekki framhjá eiginkonunni Auðkýfingurinn Donald Trump mun giftast eiginkonu núm- er þrjú, Melaniu Knauss, á laugardag. Trump hefur þegar gefið út yfirlýsingu þar sem hann lofar að halda ekki framhjá Melaniu, sem er módel frá Sló- veníu. Athöfnin fer fram á Palm Beach og búist er við að allir sem eru eitt- hvað í skemmtanaiðn- aðinum mæti í hófið. í viðtali um komandi hjónaband við Access Hollywood segir Tmmp að hann ætli sér að verða „mjög góður eiginmaður til tilbreytingar" og að meðan hann verði giftur muni hann ekki fara á stefnumót með öðrum konum „...slíkt er ekki vinsælt hjá eiginkonum..." Eiginkona númer tvö, Marla Maples, sem Trump hélt framhjá með er hann var giftur Ivönu Trump, mun hafa hlegið dátt er hún heyrði þessara yfirlýs- ingar kappans um hjónaband númer þrjú. „Það var aldrei önn- ur kona í spilinu meðan við vorum gift," segir Maples og óskar verðandi hjónunum alls hins besta í framtíðinni. Hið sama gerir eiginkona númer eitt, Ivana Trump. Páfinn í hlutverki teikni- myndahetju Kaþólsk ofurhetja sem heitir „The Incredible Homo Pater“ hefur fæðst undan penna spænska teikni- myndahöfundarins Rodolfo Leon. Það sem vekur athygli er að kappinn er sláandi líkur Jóhannesi Páli páfa. Um er að ræða fyrstu kaþ- ólsku ofurhetjuna í sögu teikni- mynda og kemur kappinn fram á sjónarsviðið fullbúinn með djöfla- handjárn og syndaraskikkju. „Fólk heldur að teiknimyndasería mín fjalli um páfann. En þetta er ekki sjálfur páfinn,“ segir Leon. „Mín hetja heitir „The Incredible Homo Pater" og býr í húsi sem minnir um margt á Vatikanið en þetta er ekki sjálft Vatikanið. Þess vegna leyfi ég mér ákveðið frjálsræði." Prestur Leons segir að hann hafi í sjálfu sér ekkert á móti hinni nýju ofurhetju svo lengi sem hún standi íyrir gott siðgæði og sé öðrum góð kaþólsk fyrirmynd. Hann hefur aftur á móti nokkrar áhyggjur af því að verkið muni valda því að gert verði grín að kaþólskri trú. Hvað sem þessu líður er „The Incredible Homo Pater“ kominn á prent og byrjaður að elta uppi ill- rnenni hvar sem þau finnast í heim- inum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.