Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 Sport UV Enska utandeildarliðið Exeter City tekur á móti stórliðinu Manchester United í ensku bikarkeppninni í kvöld. Exeter vakti mikla athygli í fyrri viðureign liðanna með því að standa uppi í hárinu á United-mönnum. Einar Logi Vignisson er ekki bara mikill stuðningsmaður Exeter-liðsins heldur á hann lítinn hlut í liðinu. Hjartað slær í takt við Exeter City „Faðir vinar míns var í stjórn liðsins um árabil og krafð- ist þess að við sýnd- um lit og gæfum aur. Þetta verður nú seint talin sér- Einar Logi Vignísson Bindur bagga sína ekki sömu hnútum og sam- ferðamennirnir og heldur með Exeter í ensku knattspyrnunni. DV-mynd Pjetur Fátt hefur vakið jafnmikla athygli í ensku knattspyrnunni og bik- arleikur stórliðsins Manchester United og utandeildarliðsins Exeter City sem fram fór á Old Trafford á dögunum. Exeter gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn United sem vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið. Sparkspekingar um allan heim hafa farið ófögrum orðum um United-liðið en Exeter hefur verið hrósað í hástert fyrir árangurinn. Hér á landi leynist mikill áhuga- maður um knattspyrnu sem er stór- merkilegur fyrir það leyti að vera einn af eigendum Exeter City. „Jú, það er rétt, ég á dverghlut í liðinu,“ sagði Einar Logi Vignis- son, stuðn- ings- mað Exeter. „Faðir vinar míns var í stjórn liðsins um árabil og krafðist þess að við sýndum lit og gæfum aur. Þetta verður nú seint talin sérlega gáfuleg fjárfesting, og eins og með þá sem lögðu til með kaupfélögunum forðum verður þetta fé seint sótt til baka. Ég á 30 bresk pund í liðinu, tæplega 3500 ís- lenskar krónur. ekki hluta- fé sem maður get- ur tekið út. Þetta er bara styrkur," segir Einar Logi. En hvað kom til að Einar Logi féll í Exeter-gryfjuna? „Ég var búsettur í Exeter þegar ég var unglingur og stundaði þar nám í Exeter College sem er einn stærsti menntaskóli í Englandi. Fylgdi foreldrum mínum sem voru í námi. Ég fór með vinum mínum á völlinn og hafði mjög gam- an af. Fótboltinn var reyndasr ekki mjög góður og hefur aldrei verið. Völlurinn var heldur ekki mjög góð- ur og hefur aldrei verið. Liðið var ekki mjög gott og hefur aldrei verið." Einar viðurkennir fúslega að Ex- eter verði seint talið til stórliða. „Þetta er eitt af þessum dæmigerðu krónísku 4. deildar liðum. Nokkrum árum áður en ég flutti til Exeter þá slysaðist liðið til að vinna sig upp um deild. En það er hefð hjá félag- inu að fara fljótt niður aftur og liðið var ekki í vandræðum með að endurtaka þann vafasama árangur." Að sögn Einars Loga eru margir fjárfestar sem hugsa sér gott til glóð- arinnar í þeim landshlusta sem Ex- eter tilheyrir. „Exeter er á Suðvestur- Englandi og þar er ákaflega stórt svæði sem er ónumið fyrir alvöru fótboltalið. Þegar fjárfestar hafa ver- ið að skoða þann möguleika að kaupa lið þá hafa þeir horft mikið þarna niður eftir. Þarna er stórt svæði, stórar borgir með rótgrónum félögum sem aldrei hafa getað neitt. Það má t.d. nefna Bristol sem er með tvö lið, Bristol Rovers og Bristol City en það er 500 þúsund manna borg þannig að félögin hafa alltaf fengið prýðis aðsókn þegar liðunum hefur gengið vel. Þessi lið hafa reyndar ekki getað neitt í 25 ár. Plymouth, sem er næsta borg við Exeter, þar er Argyle-liðið sem Bjarni Guðjónsson leikur með. Það lið hefur verið að sækja í sig veðrið og á góð- um degi leggja 25 þúsund manns leið sína á völlinn." Einar fullyrðir að aðsóknin á Exeter- leiki sé þó engan veginn sambæri- leg. „Exeter er þarna á milli og þar búa um 100 þúsund manns. Aðsóknin er svipað og gengur og gerist hjá KR. Völlurinn tekur eitthvað í kringum 9 þúsund manns en þegar ég fór á leiki með Exeter þá voru yfirleitt í kringum 3-4 þúsund manns." Ævintýramenn og Michael Jackson „Fyrir nokkrum árum komu nokkrir ævintýramenn að kíkja á lega gáfuleg fjárfesting." þessi lið og Uri nokkur Geller, töfra- maður mikill frá ísrael, náði völdum í félaginu. Geller hafði búið áratug- um saman í Bretlandi og sonur hans var stuðningsmaður Exeter. Geller, sem hafði áður reynt að kaupa lið í heimaborg sinni, Reading, fannst þetta vera tákn að handan um að hann ætti að komast að hjá félaginu. Hann lagði pening í Exeter og lét fljótlega að sér kveða. Geller sagðist myndu beita dulrænum kröftum sínum til að koma liðinu upp um deild. Hann gerði m.a.s. hinn eina sanna Michael Jackson að heiðurs- stjórnarmeðlim. Hann lenti í þyrlu á St. James’ Park, heimavelli liðsins, og þar voru samankomnir fleiri áhorfendur en nokkru sinni fyrr á deildarleik hjá Exeter. Eitthvað klikkaði töframáttur Gellers því fyrir tveimur árum endaði Exeter í 92. sæti í deildarkeppninni og féll úr deildinni í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Það var einkar dapurlegt því árið eftir var 100 ára afmæli féiagsins og á aldarafmæli liðsins spilaði Exeter utan deildar. Liðið varð gjaldþrota og það varð til þess að áhorfendur tóku sig til og söfnuðu peningum." United-leikurinn bjargaði félaginu „Skuldir félagsins í gegnum tíð- ina hafa hlaupið á eitthvað nálægt 100 milljónum íslenskra króna. Leikirnir gegn United hafa bjargað fjárhag félagsins. Exeter fékk helm- inginn af aðgangseyrinum á Old Trafford, 600 þúsund pund. í viðbót bættust 150 þúsund pund fyrir sjón- varpsrétt að seinni leiknum. Þrátt fyrir gróðann ákváðu forráðamenn liðsins að halda verðinu á völlinn óbreyttu til að sýna þakklæti sitt í verki til hinna fjölmörgu unnenda liðsins sem látið hafa fé af hendi rakna í gegnum tíðina. Þetta er svona öskubuskusaga, enda sér maður það á bresku blöðunum að það er gríðarlega mikið búið að skrifa um þetta. Þarna er þetta félag sem lendir í þessum hremmingum og grasrótin vinnur það upp.“ Það kemur blaðamanni í opna skjöldu þegar Einar Logi segist einnig vera stuðningsmaður Man- chester United. „Manchester United er mitt uppáhaldsfélag í úrvals- deildinni og ég vildi að ég hefði haft tök á því að fara á leikinn í kvöld. Þessi lið hafa einu sinni spilað áður, árið 1969, sem er árið sem ég fædd- ist. United vann þann leik 3-0. í kvöld er þetta veisla fyrir bæjarfélag- ið, skiptir engu máli hvernig þessi leikur fer. Þetta er nú þegar orðinn sigur fyrir félagið. Þetta tækifæri er eitt sinnar tegundar og það hefði verið magnað að vera viðstaddur," sagði Einar Logi, stuðningsmaður og einn af ijölmörgum eigendum Exet- er City. sXe@dv.is Arni nefbrot inn og frá í nokkrar vikur StórkskyttanAmi Sigtryggsson, sem leikur með , Þór í DHL-deildinni í handbolta og er næst marka- \ hæsti leikmaður deildar- J innar, verður frá æfingum og keppni v;; næstu vikumar eftir að hann varð fyrir því óláni L að nefbroöia í æfingaleik I gegn KA í gær. Þetta er að Æ sjálfsögðu mikið áfaU fyrir ÞórsaraendaÁmi lykiimaður í þeirra liði. r Fram kemur á heimasíðu / Þórs að Ami hafi verið á / leiðinni til þýska liðsins / Göppingen á næstu / W dögumtilaðskoða Jm aðstæður en ^gtMr / súferð frestast þar til hann hefur náð sér af meiðslunum. Róbertvann Kim Magnús ískenskir skvassspilarar gerðu góða ferð til Lúxemburgar á dög- unum þar sem þeir tóku þátt í alþjóðlegu móti. Róbert Fannar Halldórsson, 19 ára, bar sigur úr býtum í A-flokki karla en hann lagði besta skvassspilara ísiands fyrr og síðar, Kim Magnús Nielsen, í úrslitaleik, 3-1. Hilmar Gunnarsson bar sigur úr býtum í flokki 40 ára og eldri og Rósa Jónsdóttir hafnaði í 5.-8. sæti í kvennaflokki. Nash klár í næsta leik Steve Nash, hinn frábæri leikstjómandi Phoenix Suns, er allur að koma til eftir meiösli sem hafa haldið honum frá keppni í undanfömum tveimur leikjum. Nash verðitr þó að öllum lik- indum klár í kvöld þegar Phoenix, sem er með besta árangur deild- arinnar, mætir Memphis en liðið hefur tapað ijórum síðustu leikjum. Nash hefur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna f NBA-deildinni og hreinlega farið á kostum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.