Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 Sport DV Sænski handboltakappinn Stefan Lövgren hefur verið einn af bestu handboltamönnum heims undan- farin ár. Hann hefur orðið vitni að þrennum kynslóðaskiptum með sænska liðinu og alltaf verið lykil- maður í liðinu. Hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin níu ár. Stefan Lövgren hefur verið meðal yngstu leikmanna í sænska landsliðinu. Hann hefur tilheyrt meðalaldrinum. Nú er hann einn af gömlu mönnunum í sænska landsliðinu. Hann hefur hins vegar alla tíð verið leiðtoginn, fyrirliðinn og sá leikmaður sem allt stendur og fellur með. Sænska dagblaðið Aftonbladet ræddi við Lövgren fyrir skömmu í tilefni af því að nú styttist í heims- meistaramótið í Túnis og okkur hér á DV fannst tilvalið að birta þetta viðtal, enda Lövgren eitt af stærstu nöfnum handboltans. Lövgren varð fyrirliði sænska landsliðsins þegar línumaðurinn Per Carlén lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Atlanta árið 1996. Það var ekki sjálfgefið þá, því innan raða sænska liðsins voru leikmenn á borð við Magnús Wislander, Staffan Olsson, Ola Lindgren og Magnus Andersson. Allt voru þetta frábærir leikmenn og sterkir persónuleikar sem gerðu tilkall til fyrirliðastöð- unnar. Bengt Johannsson, þáver- andi landsliðsþjálfari, hafði alltaf látið leikmennina sjálfa velja fyrir- liða en þar sem hann óttaðist að at- kvæðin myndu dreifast á milli þess- ara fjögurra, tók hann af skarið og valdi Lövgren sem fyrirliða. Hann var aðeins 26 ára og var hissa á ákvörðun Bengts. „Ég sagði við hann að hann gæti ekki bara ákveðið þetta. Þetta er sér- stök staða og mér fannst að lands- liðshópurinn yrði að samþykkja mig sem fyrirliða, því annars væri komin upp staða sem gæti ekki gengið til lengdar. Síðan veit ég ekki hvað Bengt borgaði þeim mikið fyrir að samþykkja mig,“ sagði Lövgren og hló. Það er þó líklegra að ekki hafi þurft að borga leikmönnum fyrir að samþykkja Lövgren sem fyrirliða, því að hann er leiðtogi frá náttúr- unnar hendi. Það er mat flestra að Lövgren sé fæddur leiðtogi, að hann leiði með því hvernig hann talar, spOar og hvernig hann er. „Það hentar mér að taka ábyrgð á hlut- unurn," sagði Lövgren sem þrífst vel sem leiðtogi. „Þegar hlutirnir, sem ég hef tekið ábyrgð á, ganga upp og leiða til framfara, þá verð ég ánægðari heldur en eftir sigurleik. Það skiptir einnig máli hvernig við vinnum." Miklar breytingar Það hafa orðið miklar breytingar á sænska landsliðinu á skömmum tíma. Bengt Johannsson, sem stýrði sænska liðinu lengi, er hættur og í stað hans er kominn Ingemar Linnéll. Nýir leikmenn hafa leyst gamla af hólmi og liðið spUar öðru- vísi en áður. Lövgren segir að miklar umræður fari fram innan leik- mannahópsins um leikstíl og viður- kennir að hann eigi oft lokaorðið þegar rætt er um kerfi og hvernig liðið eigi að spUa. „Ingemar hefur lagt okkur línurnar og það er síðan okkar að þróa það áfram. Það fer fram mikil umræða innan hópsins og margar mismunandi skoðanir koma fram. Þá er mikilvægt að ein- hver gangi fram og segi: „Svona verður þetta, punktur," sagði Lövgren og viðurkennir að hann sé ansi oft þessi einhver. Ungu strákarnir egóistar Aðspurður hvort hann sakni ekki gömlu félaganna, Magnús Wisland- ers, Staffan Olsson, Ola Lindgren og Magnus Andersson, sem allir eru hættir, sagði Lövgren að allt hafi sinn vitjunartíma. „Leikmenn koma og fara. Það hefði verið frábært ef þeir hefðu verið lengur með okkur en nú er ný lest lögð af stað," sagði Lövgren, sem er hæstánægður með ungu leikmennina sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. „Það er frábært að fá þessa ungu stráka inn. Þeir hafa allt öðruvísi hugmyndir en við hinir gömlu og það er gaman að heyra eitthvað nýtt. Það er komin ný hugsun í liðið og ungu strákarnir eru miklu meiri egóistar heldur en við vorum á þeirra aldri. Ég segi það á jákvæðan hátt því að þeir þora að láta í sér heyra. Það hefur lengi verið talað um það í Svíþjóð að okkur vantar meiri egóista í liðið, að leikmenn séu of miklir liðsspilarar. Nú eigum við Zlatan [Ibrahimovic] og Ljungberg sem eru lýsandi dæmi fyrir egóista í jákvæðri merkingu þess orðs og það er svo sannarlega þörf á því. Nýja kynslóðin í handboltalandsliðinu er af sama meiði og þessir tveir og það getur haft mjög jákvæð áhrif á lands- liðið þegar fram í sækir," sagði Lövgren. Allt snýst um Lövgren Allt hefur snúist um Lövgren fyrir undanfarin tvö stórmót hjá sænska landsliðinu, bæði fyrir heimsmeist- aramótið í Portúgal 2003 og Evrópu- mótið í Slóveníu í fyrra. Lövgren varð pabbi í annað sinn fyrir keppn- ina í Portúgal og í fyrra var hann meiddur rétt áður en haldið var til Slóveníu. Hann var lykilmaður í lið- inu og því var að sjálfsögðu slæmt að „Yfirmaður er einhver sem menn fylgja af því að þeir verða en leiðtoga fylgja menn afþví að þeir vilja. Lövgren er sá sem fær alla með sér. Hann er hinn fullkomni fyrir- liði." hann skyldi ekki geta tekið þátt í undirbúningi liðsins af fullum krafti. Lövgren sagði sjálfur að það hefði verið gert allt of mikið úr mikilvægi hans sem leikmanns og það hefði skaðað liðið. „Allt í einu fór allt að snúast um mig. Það skipti engu máli þótt ég hugsaði ekki um það eða lét það hafa áhrif á mig - þetta skaðaði liðið verulega," sagði Lövgren rétti- lega enda voru þessi tvö mót mikil vonbrigði fyrir Svía. í dag lítur dæmið öðruvísi út fyrir Lövgren sem er að stíga upp úr meiðslum enn eina ferðina. Þegar Ingemar Linnéll tilkynnti hópinn fyrir heimsmeistaramótið í Túnis var hann spurður hvort hann liti á Lövgren sem lykilleikmann. Hann svaraði því til að hann væri ekki meiri lykilmaður en hver annar því að það væri óþarfi að setja óraunhæfar kröfur á Lövgren. „Áður fyrr var ég síðasta stykkið í púsluspilið en í dag er það breytt. Við erum með nýtt lið og enginn veit raun- verulega hver er mikil- vægur og hver ekki. Það er mikill munur," sagði Lövgren. Eitt ár í einu Þessi frábæri hand- knattleiksmaður er að verða 35 ára og hann er með samning við þýska stórliðið Kiel til vorsins 2006. Hann sagðist ekki eiga von á því að spila þar til hann verður fertugur, líkt og félagar hans Staffan Olsson og Magnus Wislander. Hann segir að álagið á bestu leikmönnunum í dag sé of mikið til að þeir geti spilað svo lengi. „Ég held að þeirra kyn- slóð sé sú síðasta sem spili svo lengi þegar mið er tekið af álaginu sem er á leikmönnum nú til dags. Ég held að leikmenn muni hætta fyrr í fram- tíðinni, jafnvel þegar þeir eru um þrítugt, vegna álagsins . Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við Kiel og er kominn á þann aldur að ég tek eitt ár íyrir í einu," sagði Lövgren. Hversu lengi sem hann spilar þá hefur hann nú þegar skipað sér á bekk með bestu handboltamönn- um heims frá upphafi og einnig sem einn af stærstu persónuleikum handboltasögunnar. Eins og Johan Pettersson, félagi Lövgrens hjá Kiel og sænska landsliðinu, orðaði það: „Yfirmaður er einhver sem menn fylgja af því að þeir verða en leiðtoga fylgja menn af því að þeir vilja. Lövgren er sá sem fær alla með sér. Hann er hinn fullkomni fyrirliði." Svíinn Stefan Lövgren Sést hér lyfta Evrópu- titlinum á EM 2002 í Sviþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.