Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2005, Blaðsíða 25
DV Menning MIÐVIKUDAGUR 19.JANÚAR2005 25 Skömmu fyrir jólin komu út fyrstu diskarnir í röð nýrra hljóðritana á flutningi hóps söngvara á sönglögum hins ástsæla tónskálds, Sigvalda Kaldalóns. Sigurður Þór Guðjónsson hefur hlýtt á diskana og fer ekki í grafgötur með ánægju sína með útgáfuna. Bestu laglínur Sigvalda Kaldalóns eru gerðar af snilld. Þær eru svo skírar og tærar. í þeim kemur fram saklaus og innileg hamingja og þær eru einstaklega sönghæfar. I lög- unum brýst fram innbyrgð söngþrá þjóðarinnar um margar aldir. Þar birtist heiðríkur íslenskur himinn, dimmblátt hafið og öll sú birta sem lýsir upp landið á sólríkum sumar- degi. Sigvaldi dregur heldur ekki dám af neinum öðrum tónskáldum. Hann er alveg sjálfstæður. Lög hans eru einnig ótrúlega margbreytileg innan sinna takmarka. Hins vegar kunni Sigvaldi ekki að gera píanó- rödd við lögin sín. Hann notar að- eins fáar einfaldar formúlur. Þegar best tekst tO, hæfa þær þó vel hinum sæluþrugnu og fögru laglínum. Hafin heildarútgáfa HeOdarútgáfu á þessum lögum hefur nú verið hleypt af stokkunum með þessum tveimur diskum. Mikið er lagt í bækling sem fylgir, með ljóðatextum og enskum þýðingum á þeim. Því miður hefur láðst að þýð.a heiti ljóðanna. Ekkert er gefið uppi um höfunda ljóða sem flestir eru lítt eða ekki þekktir. Hver var t.d. Pétur Sigurðsson, sem orti ljóðið um hjúkrunarkonuna? Engar upplýs- ingar er að finna um það hvenær lög- in voru samin og engar skýringar eru við myndir úr fjölskyldualbúmi Sig- valda. AOt eru þetta slæm mistök. Sex söngvarar deOa með sér 50 lögum og er það tæplega helmingur- inn af einsöngslögunum. Blandað er saman alþekktum og minna þekktum lögum. Ólafur Kjartan og Sesselja Ólafur Kjartan Sigurðsson hefur mOdlfenglega og dramatíska rödd sem nýtur sín glæsOega í laginu Á Sprengisandi. Hins vegar hefur Olafur þann kæk að stynja óskaplega í söngnum og er það oft tO óþolandi lýta. Hann ofgerir líka hressilega Sveinkadansi og Kötu litiu í Koti og rembist um of í Hin silfurbúnu Qey. í Hinstu kveðju njóta sín bæði hlýjan í röddinni og góð söngtækni Ólafs. Sesselja Kristjánsdóttir hefur einhverja fegurstu mezzósópran- rödd sem heyrist þó að hún sé að vísu fremur einhæf. Því miður fær hún lökustu lögin. Hún syngur Mamma ætiar að sofna unaðslega vel, tregafullt og mjúkt svo varla hefur heyrst annað eins. Jónas leik- ur með af sama listfengi. Það er eins og þau hafi hitt á óskastund. Draumur Bergljótar verður dular- fullt og seiðandi lag í söng Sesselju og henni tekst að laða fram þá al- sælukennd sem einkennir jafnvel annars flokks lög Sigvalda eins og Komdu heim í dalinn minn. Jóhann og Sigrún Sönglög Sigvalda eru mjög al- þýðleg. Þeim hæfir ekki óperustfll. Á því flaskar lóhann Friðgeir Valdi- marsson stundum. Svona skær óp- erutenórrödd, sem sker eins og beittur hnífur, gerir út af við ljóð- rænuna í Ég syng um þig og Við sundið. Rödd lóhanns er samt glæsileg með afbrigðum og hann er góður söngvari sem gerir sér dramatískan mat úr Stormum og Valdi án þess þó að ofgera og það eitt er óvanalegt afrek. Enginn hefur sungið Svanasöng á heiði betur Sigrún Hjálmtýsdóttir, fremur hægt en með ómótstæði- legum og töfrum. Þetta er kannski besta lag Sigvalda, sá töfrasproti sem dýpst hefur snert þjóðina. Þessi heiði er hvergi til á landinu. Hún er heiði draumanna og æfintýranna í sálinni. Kveldfriður er hins vegar misheppn- aður vegna ofleiks í söngnum. Sigrún og lónas vekja aftur á móti Með sól- skinsfána upp ffá dauða og gleymsku. Þú réttir mér ilmhönd reynist í söng Sigrúnar vera 'eitt af hinum gleymdu snilldarverkum Sig- valda, svo angurvært að maður fer að hugsa um guð. Bíum, bíum bamba er vafið í heilögum einfaldleika í söng Sigrúnar og annað gleymt snilldarverk, Ú, faðir gef mér lítið ljós, er með söng hennar komið til að vera í hjarta og trú þjóðarinnar. Mar- íubænin hástemmda ber vitni um mikla söngtækni Sigrúnar. Snorri og Svanurinn Snorri Wium beitir þróttmikilli og blæbrigðaríkri rödd sinni af miklum myndugleik og óvenjulegri gaum- gæfni. Vorvísurnar allar sem hann syngur, bera af öðrum sem hafa sungið lögin fyrir ferskleika og næm blæbrigði. Snorri býr einnig yfir dýpt og fágun sem kemur fram í Heiðin há sem er eitt besta og mystískasta lag Sigvalda. í Svanurinn minn syng- ur dregur Snorri ekki aðeins fram ljóðrænuna heldur sýnir ffam á að lagið er heilmikil kompósisjón. Sig- valdi gerði ekki mikið betur að því Höfrungurinn í Háskólabíó Sinfónían hefur keppt að því reglu- lega að fá hingað til landsins mikla snillinga í hljóðfæraleik. Á fimmtu- dagskvöldið mætir einn slíkur á Mel- ana og hefur i farteski sínu sögu- frægan grip, Höfrunginn svokallaða, fiðlu sem sjálfur Stradivari, meistari fiðlusmíðanna, setti saman 1714. Suwanai er svo lánsöm að fá, fyrir til- stilli japanskrar stofnunar, að leika á eina affrægustu fiðlum veraldar. Einn affyrri eigendum þessa óviðjafnan- lega hljóðfæris var sjálfur Jascha Heifetz sem hefur verið nefndur einn mesti fiðluleikari 20. aldarinnar. Efnisskráin hefst á sinfóníu nr. 6 eftir JosefHaydn, því næst hljómar fiðlukonsertinn og eftir hlé er svo þráðurinn tekinn upp að nýju i Sjostakovitsj-hringnum og nú er komið að sinfóníu nr. 6. Rumon Gamba, aðalhljóm- sveitarstjóri Sí, stýrir tónleik- unum. Akiko Suwanai vakti alþjóð- lega athygli árið 1990 þegar hún vann Tsjajkovskíj-keppnina aðeins 17 ára gömul og varð þar með yngsti viðtak- andi fyrstu verðlauna frá upphafi þess- arar virtu keppni. Eftir sigurinn i Moskvu lauk hún námi sínu hjá hinum fræga fíðlukennara Dorothy DeLay í Juliardskólanum í New York, en hefur síðan skapað sér nafn sem einn fremsti fiöluleikari sinnar kynslóðar, þekkt fyrir einstaklega fallegan tón og Ijóðræna nálgun við tónlistina. Hún leikur reglulega í Evrópu, Ameríku og Asíu, en hún er geysivinsæt í föðurlandi sínu, Japan.Ásíðustu misserum hefurAkiko Suwanai m.a. leikið með Berlínarfíl- harmóníunni undirstjórn Charles Dutoit, komið fram á Páskahátiðinni i Lucerne undirstjórn Pierres Boulez og farið i tónleikaferðir með Philharmonia Orchestra og tékknesku filharmóní- unni ásamt Vladimir Ashkenazy. Með þeim síðastnefndu hljóöritaöi Suwanai fíðlukonserta Mendelssohns og Tsja- jkovskíjs og fékk fyrir það mikið lof, eins og fyrir aðra geisladiska sem hún hefur leikið inn á síðan hún skrifaði undir samning við Universal (Decca, Philips) 1996. Sinfónía nr. 6 eftir Josef Haydn verður leikin í fyrsta sinn á tónleikum Sí á fimmtudag. Og fiðlukonsert Sjosta- kovitsjs hefur einu sinni verið áður á efnisskrá hljómsveitarinnar, það var árið 1980 og þá lék Carmirelli Pina á fiðlu. Þetta er einnig í annað sinn sem sinfónia nr. 6 eftir Shostakovitsj er Svanasöngur á heiði. Fyrstu tveir diskar í heild- arútgáfu á lögum Sig- valda Kalda- lóns. Listrænn stjórnandi og undirleikari: Jónas Ingimundarson. Útgefandi: Smekkleysa og Menningarmiðstöðin Gerðubergi, 2004. ★ ★★★★ I Plötudómur leyti. Þú eina hjartans yndið mitt, það vandsungna lag, fær uppreisn æru í söng Snorra sem eitthvert tregafyllsta lag sem við eigum en ekki einhver fagnaðaróður til konu. Er til einhver glaðvær tónlist, spurði Schubert. Og Sigvaldi spyr hins sama í þessu lagi og söng Snorra. Sigríður Dálítið einkennileg en sjarmer- andi rödd Sigríðar Aðalsteinsdóttur nýtur sín vel í flæðandi lögum eins og Unu og Skógarilmi. í Mánanum, einhverju seiðmagnaðasta lagi Sig- valda, vantar aftur á móti töffana. Lagið hljómar kalt. Ekkert seiðandi tungsljós. Hreiðrið mitt er lag sem ætti skilið að vera betur þekkt. Þar koma takmarkanir Sigvalda samt einna best fram, þessi tónlist hrópar á píanórödd sem meira er lagt í. Sjaldan hefur Jónas þó leikið betur og söngurinn er yndislegur. Þetta litla lag æsir upp eitthvað í sálinni. Önnur óskastund hjá söngvara og meðleikara! Fjallið eina er svo þriðja óskastundin. Jónas lokkar í með- leiknum fram allt sem býr í tónlist- inni sem reynist vera miklu meira en sjá má af nótunum einum. I þessum lögum og mörgum öðrum á disk- unum innblása flytjendurnir hvor aðra svo úr verður verulega góður flutningur. Þetta eru undursamlegir diskar þó ekki séu þeir fullkomnir fremur en önnur mannanna verk. Framhaldi á þessari útgáfu er beðið með eftirvæntingu. SiguröurÞór Guðjónsson leikin, en hún var áður á dagskrá 1993. Hljómleikarnir hefjast í Háskólabió kl. 19.30. Vinafélag Sinfóníunnar verður með sinn hefðbundna kynningarfund yfir súþu á Sögu fyrir konsertinn á fimmtudag og verður samkoman I Sunnusal. Þar mun Árni Heimir Ing- ólfsson tónlistarfræðingur ræða um 6. sinfóníu Shostakovich með hjálp hljóöfæris og hljómtækja. Aðgangs- eyrir er 1000 krónur, en boðið er upp á súpu og kaffi. Allir eru velkomnir, en fólk er hvatt til að skrá sig fyrirfram, til að tryggja sér sæti, á vefnum vina- felag@sinfonia.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.