Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Fréttaskýring í næsta mánuöi fer heimildarmyndin Inside Deep Throat í almenna dreifingu i Banda- ríkjunum. Myndin var frumsýnd á Sundance-hátiðinni og mikið er rætt um hana í Hollywood þessa dag- ana. Meðal þeirra sem koma fram eru Harry Reems, sem er annar aðalleikarinn, ásamt fólki á borð við Gore Vidal, Norman Mailer, Erica Jong og John Waters. Þulur er Dennis Hopper. Fasteignasalinn Harry Reems lifir kyrrlátu og rólegu lífi í Park City í Utah, Bandaríkjunum. Hann auglýsir starf sitt aðeins með einni línu í símaskrá borgarinnar. Ef þú slærð hinsvegar nafn hans inn á Google-leitarvélina færðu tæp- lega 100.000 slóðir á innan við 0.10 sekúndum. Ekki slæmt fyrir heima- kæran fasteignasala sem býr við hljóðláta götu. Nema að slóðimar vísa allar á mjög fræga klámmynda- stjörnu og hafa ekkert að gera með fasteignasölu. Og allt í einu hringja bjöllur: Harry Reems, Linda Lovelace, Deep Throat. f næsta mánuði fer heimildar- myndin „Inside Deep Throat" í al- menna dreifmgu í Bandaríkjunum. Hún var frumsýnd á Sundance-há- tíðinni fyrr í þessum mánuði og vakti mikla athygli. Mikið er um hana rætt í Hollywood þessa dagana og talið er að hún muni slá aðsóknarmet heim- ildarmynda Michaels Moore þar í landi. Harry Reems er í stjörnu- hlutverki í heimildarmyndinni en auk hans koma fram í henni fólk á borð við Gore Vidal, Norm- an Mailer, Erica Jong og John Wa- ters. Þulur myndarinnar er Denn- is Hopper. Myndin er ffamleidd af Brian Grazer sem vakti athygli fyrir mynd sína „A Beautiful Mind" og skrifuð af þeim Fenton Bailey og Randy Barbato sem oft | hafa komið við sögu á Sundance. Kynlíf, dóp og rokk og ról f dagblaðinu Park Record er rætt við þennan þekktasta, eða al- ræmdasta mann borgarinnar. Hann staðfestir það að víst sé hann maðurinn sem allir þekktu í upp- hafi áttunda áratugarins. Og þó að hann sé opinn um þátttöku sína í „hippahreyfingunni í East Village" og að hafa náð miklum árangri í klámmyndabransanum, er hann fljótur að loka á spumingar um smá- atriðin. „Allir vilja að ég tali um kyn- líf, dóp og rokk og ról. En það er ekki sagan sem ég vil segja," segir Reems. Síðustu 18 árin hefur Reems alls ekki viljað tala um fortíð s£na nema í kirkj- um eða í stuðningshópum fyrir alkó- hóhsta á batavegi. „Mín saga er um bata, árangur og fyrirgefningu," segir hann í samtalinu við Park Record. Fékk tvo bjórkúta í 16 ára af- mælisgjöf Reems var skírður Herb Stryker. Faðir hans var veðmangari en móðir- in fýrirsæta og titilhafi í jitterbug- dönsum. „Þau drukku bæði mikið og vildu að ég hefði gaman af lífinu. Á16 ára afmæli mínu gaf faðir minn mér tvo bjórkúta í afmælisgjöf," segir Reems og bætir því við að kannski hafi þau ekki verið bestu uppalendur sem hann átti völ á „en þau gerðu sitt best og ég elska þau innilega." Eftir menntaskóla skráði Reems sig í land- göngulið flotans en fékk lausn frá hermennsku eftir að faðir hans veikt- ist hastarlega og Reems þurfti að sjá fyrir fjölskyldunni. Hermennsku- kaupið notaði hann svo til að skrá sig í leiklistarskóla. Aukahlutverk í klámmyndum Að sögn Reems var hann byrjaður að ná árangri í leiklistinni þegar hann fór að taka að sér aukahlutverk í klámmyndum til að láta enda ná saman og eiga í matinn. Árið 1972 bauðst honum lilutverk sem léttrugl- aður læknir, í blárri ræmu um konu með snípinn á röngum stað. Hann fékk borgaða 100 dollara fyrir eins dags vinnu og hefði sennilega gleymt þessu hlutverki fljótlega nema að myndin, sem um ræðir, var „Deep Throat" sem varð költ-mynd um leið og tákn kynlífsbyltingarinnar sem þá var að hefjast. Hún gerði DeeDThroat Myndin erenn til soiu hja ýmsum klámmyndaframleiöendum en hun er í hópi aðsóknarmestu mynda sogunna . Reems heimsfrægan á einni nóttu og hann fór að lifa lífi hinna ríku og frægu. Myndin aftur á móti er ein sú aðsóknarmesta í sögu kvikmynd- anna. Skiptar skoðanir „Ef þú varst undir þrítugu fjallaði myndin um frjálsar ástir en ef þú varst yfir þrítugu var myndin hrein klámmynd. En allt í einu voru klám- myndir gjaldgengar á markaðinum. Johnny Carson fór að sjá hana og tal- aði um hana," segir Reems. En myndin féll ekki öflum í geð. Nixon var við völd og barðist gegn fólki sem vildi vísa honum úr Hvíta húsinu. Herinn var enn í Víetnam og friðar- sinnar mótmæltu stríðinu og ein- hvem veginn varð „Deep Throat" lín- an sem dregin var í sandinum á milli þessara ólíku fylkinga. Myndin var bönnuð víða um Bandaríkin og farið var í mál gegn þeim sem stóðu að henni. Reems var einn af sakboming- unum í réttarhaldi um myndina í „Myndin skapaði líf mitt eins og það er. Ég sökk svo djúpt að ég þurfti að biðja um hjálp. Og þar með kynntist ég hinni and- legu hlið á lífinu." Memphis. „Reems er hin raunveru- lega hetja í sögunni," segir Barbato. „Hann var sakfelldur fyrir að dreifa klámfengnu efni og er eini leikarinn í sögunni sem hlotið hefur slflcan dóm." Hætti árið 1980 Reems hætti í klámmyndabrans- anum árið 1980 en lét ekki af þeim lífsstfl sem hann hafði tamið sér. Hann segir sjálfur að þegar hann flutti til Park City árið 1986, hafi hann verið virkur alkóhólisti sem rúllaði um í rennisteininum. „Ég var kominn á botninn og í stöðugu óminni. Eitt sinn fór ég á drykkjutúr í Park City og endaði í Los Angeles án þess að hafa hugmynd um hvað gerðist þar á milli," segir Reems. Áfengisfflcnin var svo sterk að eitt sinn er hann kom úr mánaðardvöl á sjúkrahúsi vegna drykkju, fór hann beint í næstu vínbúð og keypti sér flösku. Drykkja hans hætti ekki fyrr en hann vaknaði upp í handjámum aftan í lögreglubfl hjá lögreglu- manninum Bmce Bennion. „Bmce sagði mér að ég hefði enga hug- mynd um hve mikla hjálp ég gæti veitt öðrum. Það var í fýrsta sinn sem einhver sagði mér að ég gæti hjálpað öðrum. Og ég hugsaði að kannski væri ég ekki sá algeri aum- ingi sem ég hélt að ég væri." Myndi gera þetta allt aftur Harry Reems hefur síðan eytt töluverðum hluta af lífi sínu í að hjálpa öðrum alkóhólistum og frá 1990 hefur hann verið hamingju- samlega giftur konu sinni, Jeanne Street. Hann segir að hann sé ánægður með útkomuna í „Inside Deep Throat", þetta sé ekki mynd um hann, heldur um þau áhrif sem „Deep Throat" hafði á menningu Bandaríkjamanna. Aðspurður um hvort hann myndi taka 100 dollara boðinu aftur ef það væri borið upp segir hann hiklaust já. „Ég myndi gera saman hlutinn. Myndin skap- aði líf mitt eins og það er. Ég sökk svo djúpt að ég þurfti að biðja um hjálp. Og þar með kynntist ég and- legu hliðinni á lífinu," segir Reems. Hann telur að á heildina litið hafi „Deep Throat" haft meiri jákvæð áhrif á mannlífið en neikvæð. „Kyn- hegðun okkar og líkamar eiga að vera til umræðu. Og hvað er betra en sannleikurinn, sannleikurinn um kynhegðunina, sannleikurinn um oldcur sjálf," segir Reems. Klámmyndir Að sögn Reems var hann byrjaöur aö ná árangri íleiklistinniþegar hann fór að taka aö sér aukahlutverk íklámmyndum til að láta enda ná saman og eiga í matinn. Linda Loveface Linda Lovelace varð ef eitthvaö frægari en Reems fyrir hlutverk sitt l„Deep Throat‘‘en hún léstáriö 2002. Harry Reem sHérmeð Lindu Lovelace er hann finn ur hvar hún hefur snípinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.