Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Síða 25
DV Helgarblað LAUGARDACUR 29. JANÚAR 2005 25 Abraham litli fæddist andvana en var svo lánsamur að eigandi hans gafst ekki upp við að koma í hann lífi. Tuttugu mínútum eftir fæðingu gerðist krafta- verkið, sá stutti tók andann og tísti. „Við vorum alveg búin að afskrifa hann en allt í einu tók hann kipp í höndunum á mér og fór að anda,“ segir Jón Guðjónsson sem kom lífi í sjáanlega dauðan hvolp eftir að móð- ir hans Fiona, lítii Chihuahua-tík í eigu konu hans Öldu Stangeland, hafði verið skorin keisaraskurði þar sem hún gat ekki fætt einn hvolp. „Hann var augljóslega dauður og ekki möguleiki að koma lífi í hann þegar hann fæddist. Ég varð alveg miður mín að koma heim með tíkina en engan hvolp og tók hann því upp og fór að nudda hann og reyna að blása í hann lífi. Og viti menn, allt í einu tók hann andköf og fór að tísta. Helga Finns dýralæknir trúði ekki sínum eigin augum þegar hún sá að hann var á lífi og það sem meira er að hann var með annað augað opið þegar við fæðingu," segir Jón. Abraham kraftaveiK„kall með opin auqu WiWpui I.X’ðast bljndit, opng eHd augu h ,, «, '() 11 ditgO' Abrahom ,u mrO annað auaaft nni,) wO LaC'ingu ol) opnodi am tveimurdogum sidar. Trúðum ekki að hún væri með hvolpa Jón og kona hans Aida eiga fleiri hunda en Fionu sem átti ekki að eiga hvolpa en fyrir algjör mistök varð hún hvolpafull. Jón segir hana svo litla að þau hafi ekki treyst henni til þess að ganga með og eiga þar sem mikil hætta sé þegar tíkur eru svona litlar að þær geti alls ekki fætt. Sú varð raunin enda hvolpurinn stór. „Það var þó ekki endilega þess vegna heldur eiga tíkur mjög erfitt með að fæða aðeins einn hvolp. Þeim er eig- inlegt ff á náttúrunnar hendi að fæða fleiri og þegar hvolpur er aðeins einn þá er þrýstingurinn ekki nægur og þessi eini hvolpur nær ekki að skila sér á eðlilegan hátt. Því fórum við með hana til Helgu Finns þegar ljóst var að hún myndi ekki geta fætt og Helga skar hana," segir Jón. Ffona et mikil mamma Litla mamma átti alls ekki að fæða hvolpa en nátt- úran tók völdin oa Abraham Það kom þeim Jóni og Öldu al- veg í opna skjöldu að tíkin skyldi vera með hvolpa. Hún var skilin frá karlhundinum á heimilinu og þau eru helst á því að þau hafi náð sam- an einhverju sinni þegar þau voru ekki heima en synir þeirra gleymt að gæta þess að þau væru í sundur. „Við vorum með hana í megrun og töldum hana vera að fitna svona. Hún var svo langt gengin með þeg- ar við áttuðum okkur á að hún var einfaldlega hvolpafull,“ segir Jón. Sáu tvo til fjóra hvolpa í sónar Því var farið með hana í sónar- skoðun á Dýraspítalann í Víðidal og þar var staðfest að líklega gengi hún með 2-4 hvolpa. Það urðu því mikil vonbrigði að fá aðeins einn sem ekki virtist á lífi. Gleðin varð því margföld þegar þessi eini hvolpur var vakinn til lífsins og Jón kom heim með litla gaurinn sem tveim- ur dögum síðar opnaði hitt augað. Hann þrífst vel hjá mömmu litlu sem er frumbyrja og var fyrsta sól- arhringinn dálítið ringluð yfir að vera allt í einu komin með lítinn hvolp sem hún mundi ekki eftir að hafa fætt. Hún var eigi að síður fljót að átta sig og er mikil mamma. Jón segir að sá stutti, sem hefur fengið nafnið Abraham, sé afar fallegur og vel heppnaður og allt útlit fyrir að hann eigi eftir að verða úrvals hundur. Sefur allar nætur í hári kon- unnar „Þessi tík var uppáhaldshundur Öldu konunnar minnar og hún sefur í hárinu á henni á næturna. Alda hefur verið veik að undanförnu og þetta kraftaverk hefur verið henni mikill gleðigjafi þessa síðustu daga. Það er líka yndislegt að fylgjast með honum vaxa og dafna og afar sér- stakt að sjá svona ungan hvolp með opin augu. Við þorðum ekki annað en setja dropa í augu hans fyrstu dagana en það reyndist algjör óþarfi. Hann er einfaldelga svona bráðþroska, þessi litli kraftaverka- kall,“ segir Jón alsæll með að hafa getað nuddað h'fi í htla Abraham. bergljot@dv.is Utsdlunni ■ ÆT m m lýkur I OaO!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.