Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Qupperneq 59

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Qupperneq 59
DV Fréttir LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 59 JJG > 556 Einn erföaprinsa Framsóknarflokksins, Björn Ingi Hrafnsson, hefur haft bíl í eigu flokksins til umráða í tæpt ár. Björn var framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna þar til haustið 2003 að hann gerðist aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu. Björn Ingi eignaðist loks bílinn fyrir tveimur vikum. 20 milljóna yfirdráttur Yfirdráttarheimild hjúkrunar- og dvalarheim- ilsins Lundar á Hellu er nú 20 milljónir króna. Óskaði heimilið eftir því við hreppsráð Rangárþings ytra að ábyrgð sveitarfé- lagsins á yfirdrættinum sem er á tékkareikningi hjá KB banka yrði endurnýjuð. Samþykkti hreppsráðið að fimmtudag að fela sveit- stjóranum að árita trygg- ingarvrxil vegna þessa. Pláss er fyrir 25 vistmenn á Lundi. Ákall til þingmanna Ráðherrann Val- gerður Sverrisdóttir á von á srmatali frá sveitarstj óra Austur- byggðar. Samherji hyggst stöðva vinnslu á fiski á Stöðvarfirði, einum byggðakjarna Aust- urbyggðar. Samþykkt var á fundi byggðaráðs sveitarfé- lagsins á fimmtudag að reyna að koma á fundi með þingmönnum Norðaustur- kjördæmis og sveitarstjórn sem fyrst til að ræða stöð- una. Sveitarstjóranum var falið að hafa samband við fyrsta þingmann kjördæm- isins, Valgerði, til að koma fundinum á. Kaupa meira í hörvinnslu Sveitarfélagið Ölfus ætl- ar að taka þátt í hlutafjár- aukningu hörvinnslufélag- inu Feygingu ehf. Eftir nokkrar umræður um mál- ið og andmæli Þórhildar Ólafsdóttur bæjarfulltrúa var samþykkt að kaupa ríf- lega fimm milljón hluti í Feygingu á genginu 2,0, eða fyrir 10,2 miUjónir króna. Fyrirvari var settur um að markmið hlutafjárútboðs- ins náist. „Ég hafna hluta- ^áraukningu í Feygingu ehf., og legg til að hlutað- eigandi leiti hlutafjár á al- mennum hlutafjármark- aði," lét Þórhildur bóka eft- ir sér. Banna skemmtistað Fellt hefur verið úr gildi byggingar- leyfi sem skipulags- yfirvöld gáfú í des- ember 2003 til þess að innrétta skemmtistað í Þing- holtsstræti 5. Er þetta niðurstaða úr- skurðarnefhdar skipulags- og byggingarmála eftir kæru frá öðrum húseigendum í grenndinni. Þess má geta í þessu sambandi að nú ligg- ur fyrir hjá borgaryfirvöld- um ósk um að reisa hótel á Þingholtstræti 3. Stendur til að gera jafnvel innangegnt í áðumeftit hús á Þingholts- stræfi 3. Fasteignafélagið Eik gerir ráð fyrir að í hótel- inu verði 29 herbergi. Meiri leynd í utanríkismálanefnd Þingmenn fái fræðslu um refsingu Utanríkisráðanefnd mælist til þess að formenn þingflokka láti þingmenn vita að uppljóstrun á efni funda nefndarinnar geti varðað refs- ingu samkvæmt almennum hegn- ingarlögum. Nefndin samþykkti fyrir helgi bókun þar sem hert er á reglum um þagnarskyldu nefndarmanna. Að mati nefndarinnar er allt sem fer fram á fundum hennar trúnaðarmál og mikilvægt að enginn utanaðkom- andi aðili komist í upplýsingar um starf hennar. Tekið er dæmi úr fréttaskýringu í Fréttablaðinu þar sem blaðamaður lætur í veðri vaka að upplýsingar sem hann fékk hefðu verið orðaskipti manna á lokuðum fundi. I bókuninni segi að þær upp- lýsingar sem fjölmiðlar hafa óskað Sólveig Pétursdóttir Formaður hinnar háleyni- legu utanríkismálanefndar. ítrekað eft- ir undan- farið verði ekki veittar vegna lög- bundins trúnaðar. Meðal þeirra mála sem — rædd hafa verið í utanríkismála- nefnd er vera eða brottför banda- ríska varnarliðsins á fslandi og ákvörðun um aðild íslands að fraks- stríðinu. Stjórnarandstaðan hefur kvartað undan samráðsleysi í utan- ríkismálanefnd í báðum þessum málum, með þeim hætfi að upplýg,- ingum hafi verið haldið frá stjórnar- andstöðuþingmönnum. Bretar hafa áhyggju af nýrri mafiu Albanskir glæpamenn ráða vændisheiminum Scotland Yard telur að albanskir glæpamenn ráði nú yfir stórum hluta af fíknieftia- og vændis- heimi Bretlands. Bara í Soho-hverfinu í London ráða albanskir mellu- dólgar nú yfir um 75% af viðskiptunum. Lögreglu- yfirvöld telja að þessi nýja mafía í Bretlandi hafi smyglað um 1.000 konum til landsins frá Austur-Evrópulöndum. Að sögn breska blaðsins The Sun gaf fyrrum innanríkisráðherra Bret- lands, David Blunkett, fyrir tveimur árum út aðvörun vegna þessara glæpamanna. „Skipulagðir glæpa- hópar eru orðnir skipulagðari en við erurn," sagði Blunkett þá. Albanskir glæpahópar eru nú orðnir útbreiddari og finnast m.a. í borgum eins og Liverpool, Manchester, Hull, Glasgow, Edinburgh og Cardiff. Þeir starfa eftir reglum frá 15du öld sem kallast Kanun. Samkvæmt þeir er skylda að drepa þann sem gerir eitthvað á hlut þinn. Glæpamenn þessir koma tÖ Bretlands á fölsk- um vegabréfum því þeir telja landið paradís fýrir starfsemi sína. Þeir eigi ekki í neinum vandræðum með að skýla sér innan um ca. 30.000 Al- bani sem komið hafa löglega til landsins. Vaendi Lögregluyfirvöld telja að þessi nýja mafía i Bretlandi hafi smyglað um l.OOOkonum til landsins frá Austur-Evrápulöndum. Bjöm Ingi Hrafnsson teiur það ekki í frásögur færandi þótt hann hafi ekið um á eina bílnum í eigu Framsóknarflokks- ins. Þau hlunninndi hafi ekki verið mikil enda hafi hann sjálfur greitt fyrir rekstur bílsins. „Ég hef haft þennan bíl í láni samkvæmt samkomulagi við formann og framkvæmdastjóra flokksins enda hef ég verið í alls konar verkefnum fýrir hann,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra. f tæpt ár hefur Björn Ingi haft til umráða Renualt Megane Scenic-fólksbíl sem Framsóknarflokkurinn eign- aðist 19. september árið 2003. „Ég hef sjálfur greitt rekstur bílsins svo þetta hafa ekki verið mikil hlunnindi fyrir mig,“ segir Björn Ingi, sem sagður er einn erfðaprinsanna að valdataumum Framsóknarflokksins. Prúttaði ekki við flokkinn Reunault-bíllinn skipti um eig- anda fyrir réttum tveimur vikum, þann 14. janúar síðastliðinn. Frá því þá hefur Björn Ingi verið skráður eigandi. Aðspurður segist hann hafa greitt listaverð fyrir bíl- inn. „Úr því ég var hvort eð er að reka bílinn taldi ég best að fá að kaupa hann. Síðan borgaði ég ein- faldlega það sem mér var sagt að borga." Ennffemur segist Björn Ingi aðspurður hafa gefið aftiot sfn af bílnum upp til skatts eins og ætíð hafi verið um öll hans laun og hlunnindi. Hann tekur fram að hann fái ekki bílastyrk frá rflánu vegna starfa sinna sem aðstoðar- maður forsætisráðherra. Annar bíll á rekstrarleigu Bjöm var framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna og kynningarfúlltrúi Framsóknar- flokksins þar til 1. september 2003 að hann hætti hjá flokknum sem fastur starfsmaður og tók við sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar sem þá var enn utanríkis- ráðherra. Björn Ingi fylgdi síðan Halldóri í forsætisráðuneytið í haust sem leið. „Það hafa ýmsir notað þennan bíl. Það er í raun og veru bara okkar mál,“ segir Sigurður Eyþórs- son, ffamkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins. Sigurður segir að eftir að Björn Ingi eignaðist Renaultinn eigi Framsóknarflokkurinn enga bíla. Sjálfur aki hann þó sem fram- kvæmdastjóri um á bíl sem flokk- urinn greiði fýrir. „En hann er á rekstrarleigu," segir hann. Konan á flokksbílnum Nítján dögum eftir að Björn Ingi var komin á launaskrá utan- ríkisráðuneytisins sem aðstoðar- maður Halldórs ráðherra, eignað- ist Framsóknarflokkurinn áður nefndan fólksbíl sem er dökk- grænn og ber einkennisstafina UG-556. Bíllinn var þá nýr frá Bif- reiðum & landbúnaðarvélum. Eins og áður segir eru sextán mánuðir frá því Renaultinn komst í eigu Framsóknarflokksins. „Ég hef verið með þennan bíl í tæpt ár," segir Björn Ingi um það hversu lengi hann hafi haft bílinn til um- ráða. Þess má geta í þessu sam- hengi að í fyrrasumar eignaðist Björn Ingi Hyundai- jeppa frá Bif- reiðum & landbúnað- arvélum. Heimildar- maður DV segir að eft- ir þau við- skipti hafi það í raun verið eigin- kona Björns Inga sem ekið hafi um á flokksbílnum. „Það hefur komið fyrir að hún hafi verið á honum,“ segir Björn Ingi sjálfur um það. „Eg hefsjálfur greitt rekstur bílsins svo þetta hafa ekki verið mikil w hlunnindi fyrir mig/' Björn Ingi Hrafnsson Borg- aði það sem mér var sagt að borga, segir Björn Ingi Hrafns- son um nýleg bilakauþ sin af Framsóknarflokknum. gar@dv.is Bfll Björns Inga Ekki mikil hlunnindi, segir aðstoðar- maður forsætisráðherra. . _ • -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.