Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Qupperneq 61
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 61
Stúlkan sem lenti í öðru sæti í keppninni um Ungfrú ísland 1989 hefur verið skipuð ,v
forstjóri Útlendingastofnunar. Hildur Dungal lítur með tilhlökkun til nýrra verkefna
undir lofsyrðum fyrirrennara síns, Georgs Kr. Lárussonar, sem gerður var að for-
stjóra Landhelgisgæslunnar.
Borgi 54
líkkistur
Útfararstofa fslands
sleppur ekki við að greiða
fyrirtækinu Fjöl-smíð fyrir
54 líkkistur auk fylgibún-
aðar. Útfararstofan sem
hafði greitt hluta reiknings
ffá Fjöl-smíð mótmælti
honum síðan. Hæstiréttur
lækkaði hins vegar reikn-
inginn þar sem líkkistu-
smíðafýrirtækinu var ekki
heimilt að lækka áður
ákveðinn afslátt til Útfarar-
stofunnar sem gert er að
greiða rúmar 3 milljónir
sem Hæstiréttur telur vanta
upp á endanlegt uppgjör.
Sorpi breytt
í orku
Á Húsavík er Sorp-
samlag Þingeyinga að
fara að reisa sorp-
brennslu. Hún mun vera
þeim eiginleikum gædd
að hún tekur á móti
rúllubaggaplasti sem
brennt verður á staðn-
um. Það mun kannski
ekki vera frásögum fær-
andi nema að það sem
gerist þegar að rúllu-
baggaplastið er brennt
þá losnar mikil orka úr
læðingi sem er svo not-
uð til þess að framleiða
rafmagn. Áætlað er að
sorpbrennslan taki til
starfa um næstu áramót.
Bjarni einn
toppnum
Bjöm Bjömsson
aðstoðarforstjóri ís-
landsbanka tilkynnti í
gær að hann hætti
störfum hjá bankan-
um af heilsufarsástæðum.
Björn var í hitteðfyrra gerð-
ur að aðstoðarforstjóra.
Björn varð bankastjóri Al-
þýðubankans árið 1988.
Bjarni Ármannsson verður
eftir þetta eini maðurinn í
æðstu yfirstjórn bankans
þar sem báðir aðstoðarfor-
stjóramir em hættir. Fyrst
sagði Bjami Jóni Þórissyni
upp og nú hættir Björn.
Tómas Kristjánsson tekur
við hluta þeirra verkefna
sem Björn hefur farið með.
Metárhjá
íslandsbanka
Árið 2004 var metár
hvað íslandsbanka varðar
en hagnaður bankans á ár-
inu eftir skatta nam 11,5
milljörðum króna. Er þar
um 96% aukningu að ræða
frá fyrra ári. Bjarni Ár-
mannsson, forstjóri segir:
„Árið 2004 var enn eitt
metárið í sögu íslands-
banka. Afkoman hefur
aldrei verið betri og hagn-
aður varð af öllum sviðum
bankans, sem sýnir að und-
irstöðumar em traustar.
Áhersla sem lögð var á al-
þjóðlega starfsemi í upp-
hafi ársins gekk eftir og sú
staða sem Islandsbanki
hefur náð í Noregi mun
auka áhættudreifingu og
skapa sóknarfæri á alþjóða-
vísu.“
Ungfrú Reykjavík
verður forstjóri
Hildur Dungal hefur verið skipuð í embætti forstjóra Útlend-
ingastofnunar í stað Georgs Kr. Lárussonar sem orðinn er for-
stjóri Landhelgisgæslunnar. Hildur er 33 ára, lögfræðingur,
læknisdóttir og fyrrum Ungfrú Reykjavík. Hildur mun vera fyrsta
íslenska fegurðardrottningin sem verður forstjóri opinberrar
stofnunar hér á landi.
„Það er gaman að taka við þessu
starfi og ég veit að mín bíða mörg
verkefni. En ég hef starfað þarna í tvö
ár, þekki starfsemina vel og hef öfl-
ugt starfsfólk þannig að ég h't bara á
þetta sem skemmtilegt tækifæri sem
ég er þakklát fyrir að fá," segir Hildur
sem starfaði hjá Tollstjóranum í
Reykjavík áður en Georg Kr. Láms-
son réð hana til starfa hjá Údend-
ingastofnun:
Örugg og traust
„Þetta er ömgg og traust mann-
eskja," segir Georg sem er stoltur og
glaður fyiir hönd Hildar sem nú sest
í gamla forstjórastóhnn hans. Georg
segist hafa vitað að Hildur var feg-
urðardrottning þegar hann réð hana:
„Maður verður að hafa ákveðinn
standard við mannaráðningar en ég
var í miklum kvennafans hjá Útlend-
ingastofiiun. Þar starfa 30 konur en
aðeins tveir karlmenn. Hlutfalhð er
öfugt héma hjá Landhelgisgæsl-
unni,“ segir Georg.
Drottningin
Hildur Dungal tók þátt í keppn-
inni um Ungfrú ísland árið 1989 eftir
að hafa sigrað í keppninni um Ung-
ffú Reykjavík. Þetta var árið eftir að
Linda Pétursdóttir vann og krýndi
hún fyrir bragðið arftaka sinn. HÚdur
lenti í öðm sæti og lét þar í minni
Hildur Dungal 33 ára
og tveggja barna móðir í
Kópavogi orðin forstjóri
Útlendingastofnunar.
pokann fyrir Hugrúnu Lindu Guð-
mundsdóttur.
Engir fordómar
Aðspurð segist HUdur ekki hafa
neina fordóma gagnvart útlend-
ingum enda felist starf hennar í því
að framkvæma stefnu stjórnvalda í
málefhum útlendinga á hverjum
tíma:
„Við höfum verið að vinna mUdð í
inma starfi Údendingastofnunar og
vonumst efdr því að það skUi meiri
skilningi almennings á starfseminni.
Við verðum að leggja aUa áherslu að
útskýra hvers vegna við komumst að
þeim niðurstöðum sem við
komumst að í hverju máli og þá er ^
upplýst umræða besta vopnið," seg-
ir HUdur sem er gift HaUdóri Þorkels-
syni, lögfræðingi hjá PWC-endur-
skoðun. Eiga þau tvö börn, þriggja
og sex ára.
Elskar Kanada
Og uppáhaldslandið?
„Það er Kanada. Ég bjó þar sem
barn þegar faðir minn, Haraldur
Dungaí, var þar í sérfiræðinámi í
læknisfræði. Síðan hef ég haft sterkar
taugar tU Kanada," segir nýráðinn
forstjóri Údendingastofnunar.
H
Landsbankinn hagnaðist um 13 milljarða
Besta ár í sögu bankans
Hagnaður Landsbankans fyrir
skatta nam 14,7 milljörðum
króna og 12,7 milljörðum króna
eftir skatta á síðasta ári. Er þetta
því besta ár í sögu bankans. Arð-
semi eigin fjár var 50% á árinu
2004. Hreinar vaxtatekjur námu
14,9 milljörðum króna saman-
borið við 9,3 milljarða króna árið
2003 og hafa þær aukist um 60%.
Heildareignir Landsbankans juk-
ust um 282 milljarða króna á ár-
inu og námu 730 milljörðum
króna í lok árs 2004 samanborið
við 448 miUjarða króna í upphafi
árs.
„Nýliðið ár er það besta í sögu
Landsbankans,“ segir Sigurjón Þ.
Árnason bankastjóri „Árið hefur
einkennst af örum vexti á öllum
sviðum og hefur bankinn treyst
stöðu sína sem umsvifamesti
bankinn á íslenskum fjármála-
markaði. Heildareignir samstæð-
unnar jukust um 63% á árinu og
er það afar ánægjulegt þar sem
eingöngu er um innri vöxt að
ræða. Fjárfestingabankastarfsemi
samstæðunnar gekk sérstaklega
vel og hefur stóraukin tekju-
myndun á því sviði treyst
grunnafkomu bankans til muna.
Með traustum heimamarkaði
hefur Landsbankinn lagt grunn
að frekari sókn og munum við í
því sambandi horfa til erlends
markaðar."
Halldór J. Kristjánsson banka-
stjóri boðar frekari útrás bank-
ans og segir: „Landsbankinn
kannaði fjárfestingar í erlendum
fjármálafyrirtækjum á árinu 2004
og mun halda því áfram í því
skyni að auka dreifingu áhættu
og ná frekari stærðarhag-
kvæmni.“