Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Síða 29
DV Lífið MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 29 Raunveruleikaþáttur er í burðarliðnum. Guðmundur Rúnar Kristjánsson er upp- tökustjóri og ætlunin er að taka upp 13 þætti. Fólk sem hefur trassað að þrífa og taka til heima hjá sér fær Heiðar Jónsson snyrti og Margréti Sigfúsdóttur skóla- stýru Húsmæðraskólans í heimsókn og þau taka heimilið í gegn. „Heiðar var okkar fyrsta val í þetta verkefni. Og ekki er Margrét ekki verri. Hún kann að þrífa upp alveg á tíu. Þau eru mjög skemmtilegt par saman. Við erum búin að taka eitt test og hefjum tökur fyrir afvöru á mánudaginn," segir Guðmundur Rúnar Kristjánsson pródúsent. Guðmundur sljórnar gerð nýrrar íslenskrar sjónvarpsþáttaraðar sem Skjár einn stendur fyrir. Þetta er raunveruleikaþáttur og heitir „Ailt í drasii". Umsjónarmenn eru sjálfur Heiðar Jónsson snyrtir og Margrét Sigfúsdóttir skólastýra Húsmæðra- skólans. „Já, við erum að fara að hjálpa ís- lendingum að taka til. Ætíum að létta þér heimilisverkin. Þátturinn er að erlendri fyrirmynd. Við tökum mið af þættinum „How clean is your hou- se“ sem eru nú á sínu þriðja ári í Bretíandi og hafa notið fádæma vin- sælda. Þessir þættir hafa verið teknir upp víða um heim, til dæmis í Dan- mörku og ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að þetta hafi verið vin- sælasti þátturinn á TV2. Enda eru þetta þættir sem þú mátt ekki missa af ef þú ætíar að vera viðræðuhæfur í vinnunni næsta dag,“ segir Guð- mundur Rúnar og efast ekki um ágæti hugmyndarinnar. 70 umsóknir Guðmundur hefúr getið sér gott orð sem upptökustjóri Brúðkaups- þáttanna Já. Hann segir Heiðar og Margréti fara heim til fólks sem ein- hverra hluta vegna hefur ekki verið mjög dugleg við þrif og tiitekt heima hjá sér. Og þau Heiðar og Margrét kunna til verka. „Við erum ekki að leita eftir ein- hverjum vandamálapökkum. En það er nú svo að 90 prósent íslendinga vinna of mikið og hefúr ekki tíma né kannski nennu til að sinna þessu sem skyldi. Og þegar þetta heftir ver- ið látið dankast um of er erfitt að rífa sig upp og taka heimilið í gegn." í þættinum verður bryddað upp á ýmsu og mörg trix sem einfalda heimilisverkin kynnt. Fróðleiksmol- arnir fljúga. „Til dæmis um bakteríur sem búa heima hjá þér. Reyndar heima hjá öllum en í mismiklum mæli,“ segir Guðmundur og lofar því að ýmislegt muni koma fólki á óvart. Þættirnir Fólk orðið vant því að vera í sjónvarpi Það er af sem áður var, að fólk veigri sér við að opna heimili sín fyrir fjölmiðlum. Þátturinn er, eins og margir hafa eflaust rekið augun í, í líkingu við Queer Eye for the Straight GuyogVöluMatt. „Þetta er svona sandpappírsút- gáfan af Völu Matt. Meira hard core. Já, það er rétt, það er af sem áður var þegar enginn hefði tekið í mál að hleypa fjölmiðlum inn á heimilið áður en tengdó væri búin að koma til að taka allt í gegn. En fólk er orðið svo vant því að vera með vídeótöku- vél í andlitinu og að vera í sjónvarp- Guðmundur bendir að auki á að flestir átta sig orðið á því, í nútíma- samfélagi þegar ofboð er á fjölmiðla- efni, að það stimplast eldd inn á harða drifið í hugum fólks þó einhver birtist á skjánum um stund. jakob@dv.is verða 13 og er búið að bóka kandídata í þá alla. Þegar auglýst var eftir þátttakendum bárust hvorki meira né minna en 70 umsóknir. „Þá undanskil ég grínumsóknir þar sem sótt var um fyrir hönd fjarskyldrar frænku og slíkt." HeiOar Jonsson Verður umsjónarmaður sjón- varpsþáttaraðarinnar„Allt í drasli"við annan mann.Ætlarað taka heimili fólks í gegn. Margrét Sigfúsdóttir Skólastýra Hús- mæöraskólans kann aö taka til upp á tfu. AÖ sögn upptökustjórans eru þau Heiöar skemmtiiegtpar. „Nei, það er ekki rétt. Það er ekki verið að leggja F2 niður,“ segir Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri Frétta- blaðsins, en hann hefur haft yfir- umsjón með útgáfu F2 - fylgirits Fréttablaðsins sem hefur komið út vikulega. Jón segir það hins vegar lifa og muni lifa áfram en með breyttu sniði. Blaðið, sem hefur komið út á fimmtudögum, hættir sem vikurit og er óákveðið með úgáfudaga. Að sögn Jóns gæti það þess vegna komið út hálfsmánaðarlega, mán- aðarlega eða ársfjórðungslega. „Það kemur bara í ljós." Umijöllunarefni F2 hafa verið mannlíf og pólitík og virðist sem markhópurinn hafi fremur verið ungt fólk en eldra. Kannski ekki ósvipað og DV. Jón Kaldal segir þá ályktun reyndar úr lausu lofti gripna, markhópurinn hafi ekki verið neinn sérstakur. „Fréttablaðið hefur afar breiðan markhóp og svo er einnig með F2." En má ekki einfaldlega draga þá ályktun að blaðið hafi gefíst upp á samkeppniimi við DV? „Hvaða samkeppni?" spyr aðstoðarritstjórinn á móti. Það var og. „Ýmsir efnisþættir F2, sem les- endur þekkja, munu birtast áfram en þá í Fréttablaðinu sjálfu, tölu- blöðum sem koma út um helgar og í kringum þær: Göturnar f lífi mínu, umfjöllun um mat, vín og veitingastaði og aðrir fastir liðir, allt þetta mun skjóta upp kollinum annars staðar. Við lögðum upp með þetta sem ákveðna tilraun og ætíuðum hana til þriggja mánaða. Nú eru hins vegar liðnir íjórir mán- uðir frá því F2 fór að koma út.“ Að sögn Jóns mun mannahald ekki breytast þrátt fyrir þessa ákvörðun enda hefur það verið svo að þeir sem einkum hafa skrifað í F2 hafa jafnframt skrifað í Frétta- blaðið og öfugt. jakob@dv.is Axl Rose Hefur iofaö nýrri Guns-plötu frá því á slöustu öld. Núáhún aö koma á næstu mánuöum. Guiispm kemur ut i ar Tommy Stinson, bassaleikari Guns N’ Roses hefur komið jafnvel hörðustu aðdáendum sveitarinnar á óvart með því að lýsa því yfir að langþráð plata þeirra muni koma út síðar á þessu ári. Guns N’ Roses hafa ekki gefið út plötu síðan 1993 og hyggjast fylgja þessari eftir með tónleikaferð. Söngvarinn Axl Rose er sá eini sem er eftir af upprunalegu meðlimunum. Hann hefur hvað eftir annað verið í fréttunum út af plötunni, er sagður hafa þróað með sér slíka fúllkomn- unaráráttu að talið var að platan myndi aldrei koma út. Nýja platan ber nafnið Chinese Democracy. Hún átti upphaf- lega að koma út í lok síðustu aldar. Bassaleikarinn Stinson er harður á því að platan komi út innan skamms og að þessa dag- ana sé verið að ganga frá bók- unum fyrir tónleikaferðalagið í sumar. „Þeir eru að ganga frá því að mixa plötuna í þessum töluðu orðum, velja hvaða lög eigi á vera á henni, ganga frá útíiti kápunnar og fleira svona drasli. Ég vona bara að platan komi út fyrr en síöar. Mér skilst að það sé búið að bóka einhverja tón- leika í Evrópu. Vonandi verður af því og við fórum þangað og spilum. Þegar þetta kemst í gang þá fyrst verður gaman. Það er helvítí mikil vinna að koma þessu í gang en þegar það gerist verður þetta magnað." Slash Hættur og spilar þvl ekki á tónleikum Guns N'Roses I Evrópu I sumar. DV mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.