Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR W. MARS 2005
Neytendur DV
• Einar J. Skúlason er
með Dell
Dimension með
17“ flatskjá á
99.900 króna ferm-
ingartilboði. Vef-
myndavél og
vírusvörn að and-
virði 8.900 krónur fylgja.
• Krónan auglýsir Nóa Síríus
páskaegg númer 4 á 699 krónur
stykkið.
• Gítarinn ehf. á Stórhöfða er
með þj'óðlagagítar á 14.900 krón
ur og klassískan gítar á
10.900 krónur.
• Tónabúðin er
með Peavey gítar-
pakkann á 24.900 krónur, þjóð-
lagagítar á 15.500 krónur og klass-
ískan gítar á 7.900 krónur.
• Bifreiðar og landbúnaðarvélar
eru með 250.000 króna afslátt á tak-
mörkuðu magni af BMW
■jl 316i Lifestyle, BMW 316ÍA
Lifestyle, BMW 318iA
Lifestyle og BMW 318LA Exdusive.
• Pizza Höllin auglýsir 40% afslátt
af öllum pizzum á matseðli í
Mjódd, Dalbraut og JL-húsinu.
• Tónabúðin er með Peavey gítar-
pakkann á 24.900 krónur, þjóð-
lagagftar á 15.500 krónur og klass-
ískan gítar á 7.900 krónur.
Ódýrasta bensínið}
Verð miðastvið 95 okt. í sjálfsafgreiðslu
_____ Höfuðborgarsvæðið
Landsbyggðin
Aurastríð á Œ
mjólkinni
Verdstriðid hjá lagvöruversl-
ununum nær nú nýjum hæðum
á hverjum degi og i gær voru menn
farnir að keppa á milli sin með þvi að
lækka verðið á mjólkinni i aurum. Þegar
svona er komið er litið annað að gera
en að fjárfesta í frystikistu og kaupa
inn fyrirnæstu mánuði og frysta. Von-
andi heldur þetta strið áfram sem
lengst og Þjóðráð Þórs hvetja neytend-
ur til að vera óhrædda við að hamstra
útsöluvörur eftir mætti.
Eitt af þvi sem hver og einn karlmaður þarf að gera nokkrum sinnum á ári er
að fara í klippingu. Oftast eru menn með sinn fasta klippara og hugsa lítið út í
hvað þeir eru að borga fyrir þjónustuna. Ógrynni af hárgreiðslustofum eru starf-
andi í Reykjavík og kannaði DV verðið á herraklippingu með þvotti í flestum
þeirra. Hallveig Sigurðardóttir í Cortex, sem kom best út úr könnuninni, segir
lágt verð hjá sér líklega komið til vegna þess að hún starfar sem einyrki. Rak-
arastofur voru ekki teknar með í þessa könnun.
Hallveig Sigurðardóttir Údýrasta
herraklippingin ÍReykjavik erhjá Hall-
veigu á Cortex og kostar 1880 krónur
með þvotti fyrir utan staðgreiðsluafslátt. L
Cortex
með ódýrustu
herraklippinguna
Könnunin var gerð í gær og var
hringt í allar hárgreiðslustofur í
Reykjavík sem skráðar eru í síma-
skrá undir orðunum hárgreiðslu-
stofa og hárgreiðslustofan. Ekki
náðist í Hártískuna að Vesturbergi
99, Hárgreiðslustofu Steinunnar
Jónsdóttur að Bárugranda 5, Hár-
greiðslustofuna Bólstaðarlilíð 43 og
Hárgreiðslustofuna Aflagranda 40.
Allar aðrar gáfu upp verð sitt á
herraklippingu með þvotti. Ein-
hverjar þeirra voru með misjafnt
verð á hverjum klippara fyrir sig en
alltaf er tiltekið ódýrasta mögulega
verð á hverjum stað. Rakarar og sér-
hæfðar rakarastofur voru ekki tekn-
ar með í þessari könnun.
,Ætli það sé ekki af því að ég er
einyrki, þetta verð er búið að vera
síðan fyrsta janúar. „Herraklipping-
in er á 1670 og hárþvotturinn á 210
krónur, ég er ekkert að flækja málin
og hef bara eitt verð á hárþvottin-
um,“ segir Hallveig Sigurðardóttir
klippari sem reyndist bjóða upp á
ódýrustu herraklippinguna með
þvotti í Reykjavík, en verðkönnunin
var eingöngu gerð á hárgreiðslustof-
um í borginni.
Þjónusta fyrir alla
„Ég er búin að vera með þetta
verð síðan 1. janúar og ætli það sé
ekki svona lágt þar sem ég starfa sem
einyrki. Annars er ég er búin að vera í
15 ár með sjálfstæðan rekstur, fyrst í
10 ár á Bergstaðastrætinu og nú síð-
ustu 5 árin í Sörlaskjólinu í eigin at-
vinnuhúsnæði," segir Hallveig og
tekur fram að hún þjónusti fólk af
öllum stærðum og gerðum með allar
tegundir af hári, en bara á höfðinu.
Verðið svart á hvítu
„Þetta er mikið sami kúnnahóp-
urinn sem maður hefur verið með í
gegnum árin, það má segja að flest
allir hafi komið með mér af Berg-
staðastrætinu á sínum tíma, helst
gömlu konurnar sem voru eftir. Svo
býð ég auðvitað 15% afslátt fyrir líf-
eyrisþega og er með 5% staðgreiðslu-
afslátt sem ekki er inni í þessum
1.880 krónum," segir hin ódýra hár-
greiðslukona, sem rukkar því 1.786
krónur fyrir herraklippingu með
þvotti ef borgað er með peningum.
„Verðin hjá mér standa svart á hvítu
og þú sérð þau þegar þú kemur að
kassanum hjá mér, ég er ekki ein af
þeim sem breyta þeim eftir hentug-
leik í hvert sinn,“ bætir Hallveig við.
Tryggur kúnnahópur
„Það er ekld mikið um gangandi
vegfarendur á þessu svæði svo það
koma ekki margir kúnnar beint inn
af götunni. Annars er það mest fast-
ur kúnnahópur sem heldur tryggð
við mig og það er í nógu að snúast
þegar maður rekur svona stofu einn
og í eigin húsnæði," segir Hallveig,
sem varð nýlega móðir í annað sinn
en á fyrir tvíbura á ellefta ári.
tj@dv.is
VERÐ Á HERRAKLIPPINGU MEÐ ÞVOTTI
Á HÁRGREIÐSLUSTOFUM í REYKJAVÍK*
Hárgreiðslustofan Cortex, Sörlaskjóli 42 1880 kr.
Hárgreiðslustofan Ella, Dunhaga 23 1900 kr.
Hárgreiðslustofa Ernu Sigursteinsdóttur, Vesturgötu 7 1900 kr.
Hárgreiðslustofa Bjargar, Hraunbæ 105 2100 kr.
Hárgreiðslustofan, Lönguhlíð 3 2100 kr.
Hárgreiðslustofan, Furugerði 1 2100 kr.
Hárgreiðslustofan Edda, Langholtsvegi 186 2100 kr.
Hárgreiðslustofan Krista, Kringlunni 4-12 2100 kr.**
Hárgreiðslustofan Valhöll hf, Óðinsgötu 2 2190 kr.
Hárgreiðslustofan Evíta, Starmýri 2 2200 kr.
Hárgreiðslustofa Erlu Sandholt, Norðurbrún 1 2250 kr.
Hárgreiðslustofan Tinna, Furugerði 3 2250 kr.
Hárgreiðslustofa Guðrúnar, Árskógum 4 2400 kr.
Hárgreiðslustofan Feima, Ásholti 2 2400 kr.
Hárgreiðslustofan Funky ehf, Ármúla 26 2400 kr.
Hárgreiðslustofan Greiðan, Háaleitisbraut 58-60 2400 kr.
Hárgreiðslustofan Hárhornið, Hverfisgötu 117 2400 kr.
Hárgreiðslustofan Grand, Grandavegi 47 2500 kr.
Hárgreiðslustofa Brósa, Ármúla 38 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Zoo.is, Spönginni 19 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Nýöld, Búðagerði 10 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Primadonna, Grensásvegi 50 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Sítt að aftan, Laugavegi 60 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Solid hár, Laugavegi 176 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Sparta, Laugarásvegi 1 2500 kr.
Hárgreiðslustofan Hjá Hönnu, Baughúsum 4 2500 kr.
Hárgreiðslustofan 1910 við Ingólfstorg, Aðalstræti 7 2540 kr.
Hárgreiðslustofan Hármiðstöðin, Hrísateigi 47 2560 kr.
Hárgreiðslustofan Hársetrið hársnyrtistofa, Æsufelli 6 2580 kr.
Hárgreiðslustofan Manda, Hofsvallagötu 16 2580 kr.
Hárgreiðslustofan Ónix, Laugavegi 101 2600 kr.
Hárgreiðslustofan Unique Laugavegi 168 2600 kr.
Hárgreiðslustofa Agnesar, Bleikjukvísl 8 2700 kr.
Hárgreiðslustofa Hrafnhiidar, Rofabæ 9 2750 kr.
Hárgreiðslustofa Rögnu, Mýrarseli 1 2800 kr.
Hárgreiðslustofan Aþena, Þangbakka 10 2800 kr.
Hárgreiðslustofan Effect, Bergstaðastræti lOa 2800 kr.
Hárgreiðslustofan Gríma Hárstofa, Álfheimum 4 2800 kr.
Hárgreiðslustofan Hárhönnun ehf, Skólavörðustíg 8 2800 kr.
Hárgreiðslustofan Pönk Laugar, Sundlaugavegi 30 2800 kr.
Hárgreiðslustofan Crinis, Þönglabakka 1 2810 kr.
Hárgreiðslustofan Hársel, Þönglabakka 1 2810 kr.
Hárgreiðslustofan Hár Fókus Grímsbæ, Efstalandi 26 2850 kr.
Hárgreiðslustofan Hársport, Hraunbæ 102a 2850 kr.
Hárgreiðslustofan Hárog hitt, Sporhömrum 3 2900 kr.
Hárgreiðslustofan Hár-Gallerí, Laugavegi 27 2900 kr.
Hárgreiðslustofan Papilla, Laugavegi 25 2900 kr.
Hárgreiðslustofan Soho, Laugavegi 41 2900 kr.
Hárgreiðslustofan Scala, Lágmúla 5 2900 kr.
Hárgreiðslustofa Dóra, Langholtsvegi 128 2970 kr.
Hárgreiðslustofan Brúskur, Höfðabakka 1 2990 kr.
Hárgreiðslustofa Heiðu, Álfheimum 11 a 2990 kr.
Hárgreiðslustofa Venus, Hverfisgötu 105 3000 kr.
Hárgreiðslustofan Gresika, Suðurgötu 7 3000 kr.
Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík, Álfheimum 74 3000 kr.
Rakara- og hárgreiðslustofan Galtará ehf, Hraunbergi 4 3000 kr.
Hárgreiðslustofan Ýr, Lóuhólum 2-4 3030 kr.
Hárgreiðslustofan Möggurnar i Mjódd, Álfabakka 12 3045 kr.
Hárgreiðslustofan Höfuðlausnir Hverafold 1-3 3100 kr.
Hárgreiðslustofan Mín, Skipholti 70 3100 kr.
Hárgreiðslustofan Hárkúnst, Hverfisgötu 62 3180 kr.
Hárgreiðslustofan Hárlínan, Snorrabraut 22 3190 kr.
Hárgreiðslustofan Kompaníið, Ármúla 1 3200 kr.
Hárgreiðslustofan Caracter, Engjateigi 17 3200 kr.
Hárgreiðslustofan Lúðvík XIV, Vegmúla 2 3200 kr.
HárgreiðslustofanTeam, Faxafeni 14 3200 kr.
Hárgreiðslustofan Stubbalubbar, Barðastöðum 3 3250 kr.
Hárgreiðslustofa Helenu, Barðastöðum 3 3250 kr.
Hárgreiðslustofan hjá Dúdda, Engjateigi 17 3280 kr.
Hárgreiðslustofan Supernova, Pósthússtræti 13 ■ 3300 kr.***
Hárgreiðslustofa Báru Kemp, Hverfisgötu 105 3500 kr.
Hárgreiðslu- og rakarastofan, Klapparstíg 29 3525 kr.
Hárgreiðslustofan Kúltura, Álfheimum 74 3600 kr.
Hárgreiðslustofan Toni&Guy, Laugavegi 96 3800 kr.****
Hárgreiðslustofan Mojo.Templarasundi 3 3900 kr.
Hárgreiðslustofan Monroe.Templarasundi 3 3900 kr.
Hárgreiðslustofa Höllu Magnúsdóttur, Miðleiti 7 Eingöngu dömuklippingar
Hárgreiðslustofan Dís, Ásgarði 24 Eingöngu dömuklippingar
* könnunin var gerð 9. mars og voru sérhæfðar rakarastofur ekki kannaðar
** verð hjá nema, fagmenn eru á 2900 kr.
*** sá ódýrasti, hirnir eru á 3900 kr.
**** sá ódýrasti, hinir eru á 4000 kr. og 4400 kr.