Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Page 37
r»v Lífíð FIMMTUDAGUR 10.MARS2005 37 Wes Anderson vakti fyrst athygli fyrir myndina Rushmore og ekki minnkaði áhugi bíófikla þegar hann gerði The Royal Tenenbaums. í dag er frumsýnd nýjasta mynd hans, The Life Aquatic with Steve Zissou, sem er jafn undarleg og titillinn gefur til kynna. Starir á mig lítill álfur Atriðið þar sem Starálfur eftirSigur Rós hljómar undir vel og lengi. Ahöfnin er dolfallin yfír undrum djúpanna. Verða að læra til að spila Anderson á settinu Leikstjór- inn Wes Anderson leiöbeinir Bill Murray og Cate Blanchett í einni afsenum myndarinnar. Furðuskógur i djúpinu Þaö er ekki far- in hefðbundin leið til að skila djúpunum á hvíta tjaldið. Stundum dúkka upp teikn- aðir fískar og sitthvað furðulegt. Bill Murray þurfti mikið að kafa á meðan á tökum stóð og er hann því orðinn millireyndur kafari í kjölfar- ið. Steve Zissou var skrifaður af And- erson með hann í huga og það kom aldrei annar til greina í hlutverkið. Það sama er ekki að segja um Cate Blanchett. Gwyneth Paltrow átti fyrst að leika blaðakonuna, síðan Nicole Kidman og svo Julianne Moore. Blanchett hentaði auðvitað fuilkomlega. T.d. er blaðakonan ólétt í myndinni en hún uppgötvaði einmitt á sínum tíma í tölcum að hún væri sjálf ólétt. The Life Aquatic with Steve Zissou er sýnd í Háskólabíó og Sam- bíóunum. Fyrir sex árum síðan fór sú frétt eins og eldur um sinu út um öll Bandaríkin þegar þjálfari meistaraliðs í körfubolta neitaði að leyfa Uðinu að keppa nema liðsmenn fengu betri einkunnir. Þessi þjálfari heitir Ken Carter og myndin um ævintýrið er komin í bíó. Samuel L. Jackson leikur Cart- er. Hann er fyrrum körfubolta- |f stjarna sem tekur að sér llð f „ Þokkalega Ifkir menntaskóla, eru peic jac^son sem er tæp- 0g Ken Carterþjálfari, ast þekktast- sem myndin er um. ur fyrir ofúrnemendur. KörfuboltaUðið er líka í tómu rugli en Carter nær að snúa því við með því að kenna liðsmönn- um aga og veita þeim aðhald. Hann lætur aUa skrifa undir samning þess efnis að tíl að halda sess sfnum í liðinu verða þeir að skUa góðum námsárangri. Þegar stendur á árangrinum mætir hart hörðu. Og Carter þarf að berjast við skólayfirvöld og aUa í bænum, sem elska meira að sjá strákana vinna en að ná söguprófi. Myndin er framleidd af MTV þannig að henni fylgir einnig boðskapur í aUar áttir. Þar vegur auðvitað þyngst menntunarboð- skapurinn en einnig er m.a. tekið á fíkniefnaneyslu og þungun unglingsstúlkna. Coach Carter er sýnd í Sam- bíóunum og Smárabíói. Ashanti R&B söngkonan Ashanti er meðal leikaranna I Coach Carter. Þótt margir haldi það var Rushmore ekki fyrsta mynd leik- stjórans Wes Anderson. Hann hafði áður gert hina óháðu Bottíe Rocket með vini sínum, leikaranum Owen WUson. Þeir skrifuðu handritið sam- an og myndin markaði upphaf kvik- myndaferUs beggja. Hákarl át félagann The Life Aquatic with Steve Zissou er ekki hefðbundin mynd. BiU Murray leikur aðalhlutverkið, haf- könnuðinn Steve Zissou, sem er frægur fyrir leiðangra sína og lang- dregnar heimUdarmyndir sem hann gerir um þá. Zissou er að mörgu leyti byggður á franska frumkvöðlinum og hafkönnuðinum Jacques Cousteau. Myndin er tUeinkuð hon- um og persónurnar ganga um með rauðar alpahúfur í anda Fralckans. Zissou og gengið hans ferðast um á skipi sem heitir Belafonte. Skip Cousteau hét Calypso en söngvarinn Harry Belafonte var einmitt þekktur fyrir að syngja calypso-tónlist. í myndinni fer Zissou af stað í leiðangur þar sem hann ætlar sér að elta uppi jagúar-hákarUnn, sem á að hafa orðið félaga hans að bana, og taka aUt upp fyrir næstu mynd. Áhöfriin á skipinu er vægast sagt skrautíeg. Hún samanstendur m.a. af fyrrum eiginkonu Zissou (AnjeUca Huston) og öðrum fyrrum eigin- manni hennar Qeff Goldblum), sem er í samkeppni við Zissou. Mis- heppnuðum ffamkvæmdastjóra (Michel Gambon), misheppnuðum fjármálastjóra (Bud Cort), gömlum vini Zissou (Seymour Cassel) og snar- rugluðum háseta (WUlem Dafoe). í hópinn bætast síðan flugmaður, sem segist vera týndur sonur Zissou (Owen Wilson) og blaðamaður, sem Leiðangurínn lendir í miklum ævintýrum, þ.á m. sjóræningjum, mannræningjum ög þjóðlagasöngvara sem syngur David Bowie á portúgölsku, Zissou fer á hausinn og allt fer í háaloft. ætlar að fjalla um ferðina (Cate Blanchett). Fljótíega fara feðgamir síðan að bítast um blaðakonuna. Allir í Adidas Leiðangurinn lendir í miklum ævintýrum, þ.á m. sjóræningjum, mannræningjum og þjóðlagasöngv- ara sem syngur David Bowie á portúgölsku, Zissou fer á hausinn og allt fer í háaloft. Anderson fer ekki troðnar slóðir í því að hanna útlit myndarinnar frekar en fyrri daginn. Hún er öll tek- in á Ítalíu. Hann keypti 50 ára gam- alt furðutæki úr suður-afrískri námu til að nota sem skipaleikmynd. í neðansjávarsenum dúkka síðan upp fiskaðir teiknaðir með tölvu eða á hefðbundinn hátt. Síðast en ekki síst eru búningamir alhr stflhreinir og eftirminnilegir. T.a.m. ganga allir um í Adidas-skóm sem á stendur Zissou. Mikil eftirspurn er nú eftir svona skóm, á Netinu ganga undir- skriftalistar til að hvetja Adidas til að hefla ffamleiðslu á þeim. Svo virðist hins vegar sem áhuginn sé ekki fyrir hendi hjá fyrirtækinu. Karfa (bló Ahugamenn um körfubolta fá hér nokkrar góðar blósenur. Bannað að segja frá óvænta endinum nafni Charlie. Þetta virðist voða sak- Tropfest, þekktrar ástralskrar stutt laust í fyrstu en fljótíega fer DeNiro myndahátíðar. að hafa áhyggjur og fær hann þá Hide and Seek er sýnd í Regn lækni, sem Famke Janssen leikur, til boganum og Smárabíói. að kíkja á stelpuna. Þegar blóðug skilaboð fara síðan að birtast uppi um alla veggi er kominn tími til að kippa málunum í Uðinn. Leikstjóri mynd- arinnar er Ástrafli og heitir John Polson. Það liggja ekki marg- ar myndir eftir hann, síðast gerði hann Swimfan fyrir þrem- ur ámm. Polson er einnig þekktur fyrir að vera frumkvöðifll í fyrsta skipti í 70 ára sögu fyrir- tækisins sendu 20th Century Fox, ffamleiðendur tryUisins Hide and Seek bíóum sýningarspólur án þess að endir myndarinnar væri á þeim. Þetta var gert tíl þess að enginn myndi eyðUeggja ánægju óvænta endisins fyrir áhorfendur. Þegar síðan kom að frumsýningu myndarinnar mættu öryggisverðir með síðasta filmubútinn og afhentu sýningarstjórum. Búið var að merkja hvem bút fyrir hvert bíó. „Okkur finnst þetta vera fyrirhafn- arinnar virði,“ sagði Richard Myer- son, einn yfirmanna Fox. Blóðug skilaboð Það hlýtur því að vera eitthvað svakalega merkflegt sem gerist í endann á Hide and Seek. Robert DeNiro leikur aðalhlutverkið og Dakota Fanning leikur dóttur hans. Margir muna eflaust eftir því þegar hún lék dóttur Sean Penn í I Am Sam. Eiginkona DeNiro og móðir Fanning fremur einn daginn sjálfs- morð í baðkerinu heima hjá þeim og því ákveður hann að flytja með stelpunni upp í sveit tíl að reyna að bæta ástandið. Fyrir vahnu verður auðvitað stórt og draugalegt hús við vatn, þar sem fáir búa nálægt. En ekki er allt sem sýnist með stelpuna. Hún kemur með undar- legar athugasemdir, líkar t.d. mjög Ula við nágrannakonuna, leikna af Elizabeth Shue, sem DeNiro býður í mat, og býr tfl ímyndaðan vin að Skrýtin stelpa DeNiro og löggan reyna aðfá stelpuna til að segja frá blóðugu skilaboðunum. Innlit/Útlit DeNiro skoðar nýstárlega baðherbergisskreyt- ingu sem einhver kom fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.