Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Síða 25
MÁNUDAGUR 14. MARS2005 25 DV Sport , f PATRICK EWING miðherji Ewing lét strax mikið að sér kveða þegar hann var valinn fyrstur af New York Knicks áriö 1985 og var kosinn nýliði ársins það ár. Hann átti giæsiiegan feriii háskóla, þarsem hann varð meistari með liði sínu Georgetown einu sinni, en lék alls þrisvar til úrslita. Ewing varð ekki jafn sigursæll i atvinnumennskunni, en fyrir tilstilli hans var lið New York Knicks eitt afbestu liðum í deildinni íheilan áratug og fór tvisvar í lokaúrslit með hann innan- j borðs. Ewing var frábær varnarmað- Jk ur og var í upphafi ferilsins fyrst og ^ /y fremst þekktur sem slikur. Honum óx hinsvegar ásmegin i NBA-deildinni sem sóknarmaður, þegarhann varlaus við að vera aðþrengdur allan leikinn eins og gjarn- an þegar hann lék í háskóla. Hann þróaði með sér stökkskot sem hann varð frægur fyrir og var t illviðráðanlegt. Ewing skoraði yfir 20 stig að meðaltali í leik yfir ferilinn og var meðum 10 fráköst. Hans verður minnst sem mikils striðs- manns sem ávallt lagði sig allan fram, þrátt fyrir að eiga oft við erfið meiðsli að stríða. KARL MALONE stór framherji Hann var kallaður„Pósturinn",þvíhann kom sendingum samherja sinna alltaf til skila. Karl Malone er oft nefndur besti kraftframherji allra tima, enda setti hann að mörgu leyti nýja staðla þegar kom að þvi að skilgreina stöðu kraftframherjans i NBA. Hann var ekki aðeins tröll að burðum, heldur var hann öskufljótur, góður sendingamaður og skytta utan afvelli. Malone myndaði ásamt fé- laga sínum John Stockton hjá Utah Jazz, eitt skæðasta tvíeyki i sögu deildarinnar. Þeir fé- lagar léku einfaldan og árangursrikan körfubolta sem skilaði liði þeirra i úrslita- keppnina árlega i hartnær tvo áratugi. Að- ] eins Kareem Abdul-Jabbar hefur skorað fleiri stig en Malone i sögu NBA og var hann ávallt meðal stiga- og frákastahæstu manna í deildinni. Eins og aðrir leið Malone nokkuð fyrir að vera samtima- maður Michaels Jordan og Chicago Bulls, en hann þurfti tvisvar að sætta sig við tap gegn þeim i lokaúrslitum NBA. *V • DAVID ROBINSON miðherji Hann var gjarnan nefndur„Aðmírállinn", sökum þess að hann kaus að fresta því að leika í NBA-deildinni um tvö árþegar hann var valinn inýliðavalinu til að geta lokið herþjónustu i ameríska flotanum. Þegar þessi örvhenti risi gekk loks til liðs við San Antonio Spurs árið 1989, átti hann þátt í að Spurs-liðið rétti ærlega úr kútnum og bætti sigurhlutfall sitt frá tímabilinu áður um 35 leiki, sem er einn mesti viðsnúningur liðs á milli ára í sögunni. Robinson var ein- stakur íþróttamaður og þrátt fyrir stærð- ina var hann ótrúlega fljótur og kvikur, sem hjálpaði honum til að vera út- nefndur varnarmaður ársins einu sinni og varhann oftí varnarúrvali deildarinnar. Sóknarlega var hann ekki síðri og varð hann stigakóngur i deildinni árið 1994, eftir að hann sallaði 71 stigi á Los Angeles Clippers í síðasta leiknum á tímabilinu til að tryggja sér titilinn. Að- ; eins þrir aðrir leikmenn i sögu deildarinnar hafa náð að skora yfír 70 stig i einum og sama leikn- um. Robinson var kosinn besti leikmaður deildar- innar árið 1995 og varð tvisvar meistari meðSan Antonio, árið 1999 og 2003, í sínum siðasta leik. * H CHRIS MULLIN lítill framherji Mikil eftirvænting rikti fyrir komu Mullins inn i NBA-deildina á sínum tíma, þvíhann hafði átt frábæran feril íháskóla. Hann var valinn fímmti afliði Golden State Warriors árið 1985. Fyrstu ár hans í deildinni urðu hin mesta þrautaganga, þar sem hann barðist við alkohólisma, erfíð meiðsli og þjálfaraskipti. Mullin var gríðarlegur keppnismaður og lét þessar erfíðu hindranir ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Undir lok níunda áratugar- ins var hann orðinn einn besti leikmaður deildarinnar og mikill skorari. Mullin var örvhentur og var oftar en ekki meðal efstu manna ístigaskori og skot- og vítanýtingu. Hann var nán- ast ofvirkur við æfíngar og það geröi það að verkum að hann haföi ótrúlegt úthald. Það var fyrst og fremst að þakka stóru hjarta, úthaldi, leikskilningi og tækni að Mullin náði jafn langt og raun bar vitni. Flestir framherjar ná langt út afstærð sinni, snerpu, krafti og likamsburðum - en Mullin var einn afþeim bestu án þess að skara fram úr á nokkru afþessum sviðum. Mullin ' komst einu sinni i úrslit NBA þegar hann lék með ' Indiana Pacers, en varð að láta i minni pokann fyrir liði Los Angeles Lakers. Hann vann tvö Ólympíugull með Bandaríkjamönnum, árið 1984 og 1992. ■ ................................. SCOTTIE PIPPEN lítill framherji Fáir þræta fyrir það að Michael Jordan var maðurinn á bak við 6 meist- aratitla Chicago Bulls á tíunda áratugnum, en Ijóst þykir að árangur liðsins hefði aldrei orðið eins góður efScotties Pippen hefði ekki notið við. Pippen var ótrúlega fjölhæfur leikmaður og það sést best á þvi að þegar hann lék með Draumaliði Bandaríkjanna á Ólymp- íuleikunum í Barcelona, sá hann mestmegnis um stöðu leikstjórnandans, þótt hann væri að upplagi framherji. Helsti styrkleiki Pippens, ásamt fjölhæfni hans, var óneitanlega varnarleikurinn, en það kom iðulega í hlut hans að gæta besta sóknarleikmanns andstæð- inganna. Það var ekki síst fyrir tilstilli Pippens sem Chicago unnu sinn fyrsta NBA-titil árið 1991, þviþá var það hann sem náði að halda aftur afMagic Johnson hjá Los Angeles Lakers og það reyndist lyk- illinn að sigri Chicago-liðsins. Þegar Jordan lagöi skóna á hilluna árið 1993, steig Pippen út úr skugga hans og varð leiðtogi liðsins og sannaði með því að hann gæti spjarað sig sem leikmaður án Jordans. Hann jók stigaskorun sina til muna og náði að koma liði Chicago langt í úrslitakeppninni. Pippen var sjö sinnum valinn í £■ ^ varnarúrval NBA-deildarinnar og jafn oft í úrvalsliðið og Æ ' Stjörnuleikinn. LARRYBIRD lítill framherji Ferill Larrys Bird með Boston Celtics var mjög glæsilegur og hans verður minnst sem eins litrikasta leikmanns i sögu deildarinnar. Bird var harður keppnismaður og gerði allt vel á vellinum. Hann lék stöðu framherja, en var einstakur send- ingamaður og frábær skytta. Þessi rólegi sveitastrákur frá Indiana kom stórveldi Boston Celtics aftur á kort- ið eftir nokkur mögur ár og trekkti alltafað fullt hús i Boston Garden. Bird varö þrisvar NBA-meistari með liðinu, sem var í fremstu röð allan ni- unda áratuginn með hann fremstan i flokki. Hann vann þriggja stiga skotkeppnina í stjörnuleiknum þrjú fyrstu árin sem hún var haldin og var alltafá meðal efstu manna í vítanýtingu, sem og istigaskorun. Ef nota ætti tölfræðina eina saman til aö meta framlag Bird á vellinum, gæfí það aðeins hálfa mynd afhon- um, því leitun var að öðrum eins keppnismanni. Hann sást oft fleygja sér inn iáhorfendaskarann eftir lausum boltum og hafði einstaka hæfíleika til að gera alla i liði sínu betri. Bird var líka þekktur fyrir að gefa út dólgslegar yfírlýsingar um frammistöðu sína á vellinum, sem hann stóð iðulega jr - við og gerði lítið f úr andstæðingum & sínum með því að taka þá hreinlega á taugum. Hann var bestur undir pressu og þreifst raunar á i henni, eins og I ótal sigurkörfur | hans i lok leikja báru gott vitni. Athugið! Christian Laettner, sem var tólfti maðurinn í Draumaliðinu 1992, er enn að spila við lítinn orðstír.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.