Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 37
jDV Sjónvarp MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 37 Moby hefur alltaf verið umdeildur. Hann þykir ýmist vera of harður eða of linur, of söluvænn eða of sérlundaður allt eftir því hvaða tímabil við erum að tala um og hver það er sem dæmir. Trausti Júlíusson skrifar um nýju Mobyplötuna, Hotel, sem kemur í verslanir í dag. „Það sem heillar mig við hótel er að þegar þú færð þér hótelherbergi þá líður þér undantekningarlaust eins og þú sért fyrsti maðurinn sem gengur inn í þetta herbergi" segir Moby þegar hann er spurður út í nafnið á nýju plötunni, Hotel sem kemur út í dag, „en samt veistu ein- hvers staðar inn í þér að sex klukku- tímum fyrr var par að stunda kynlíf á rúminu, einhver var að segja upp kærustunni sinni eða að fara á kló- settið. Fólk gerir mjög persónulega hluti á hótelum, en samt eru þetta alveg nafnlausir staðir. Á 24 tíma fresti er allt þurrkað út. Það hljóm- ar kannski furðulega en á einhvern hátt finnst mér þetta vera hliðstætt við tilveru mannsins." Engin utanaðkomandi hljóð- brot Hotel er áttunda plata Moby. Hún kemur í kjölfar 18 sem kom út fyrir þremur árum. Sú plata þótti helst til of lík meistaraverkinu Play sem kom út 1999 og seldist í yfir 10 milljónum eintaka. Hotel er kannski engin bylting, en hún er bæði persónulegri og heilsteyptari en 18. Eins og allar plötur Moby er hún að langmestu leyti tekin upp heima í herbergi. Moby spilar á öll hljóðfærin á henni nema trommu- settið sem Scott Frassetto lemur. Moby syngur líka flest lögin, en á móti honum syngur söngkonan Laura Dawn. Tónlistin er í þessum áferðarfagra og fágaða stíl sem ein- kennir Play og 18, en Hotel er enn- þá mýkri ef eitthvað er. Hún er líka fyrsta Moby-platan sem engin ut- anaðkomandi hljóðbrot eru notuð á. Samplerinn fékk frí. The Vatican Commandos, pönkið, danstónlistin og rokkið Moby hefur mjög víða komið við tónhstarlega. Hann heitir réttu nafni Richard Melville Hall og er fæddur 11. september 1965 í Darien í Conn- ecticut. Hann fékk viðurnefnið Moby vegna skyldleika við Herman Melville sem skrifaði Moby Dick. Moby var í pönkhljómsveitinni The Vatican Commandos þegar hann var unglingur í Darien. Hann flutti til New York eftir endasleppt há- skólanám og byrjaði að spila sem plötusnúður, en fór síðan að búa til sína eigin tónlist. Seint á níunda ára- tugnum gaf hann út nokkrar smá- skífur með teknótónlist. Hann vakti mikla athygli í Bret- landi árið 1991 fyrirlagið Go sem var danslag byggt á upphafslagi Twin Peaks-þáttanna. Á fyirí hluta tíunda áratugarins var hann einn af leið- togum danstónlistarsprengjunnar. Hann gaf út urmul af smáskífum, nokkrar stórar plötur og gerði end- urhljóðblandanir fyrir listamenn á borð við Michael Jackson. Pet Shop Boys, Erasure, Orbital og Brian Eno. Með plötunni Animal Rights sem kom út 1996 kúventi hann hins veg- ar yfir í rokkið með heldur lélegum árangri, en sló svo í gegn með Play sem kom út árið 1999. Hún fór að vísu hægt af stað og menn höfðu almennt ekki mjög mikla trú á henni, en eftir að Moby hafði selt öll lögin af henni í auglýsingar þá sló hún í gegn og var ein af mest seldu plötum ársins 2000. Bowie er kóngurinn Tónlistin á Hotel sækir töluvert í tónhst áranna í kringum 1980; - í sveitir eins og Joy Division, New Order og Echo & The Bunnymen. Það er meira að segja útgáfa af New Order-laginu Temptation á plöt- unni sem Laura Dawn syngur. Hún er ljúf og róleg. Mörg laganna á Hotel þykja líka minna á tónlist David Bowie. Þegar Moby er spurð- ur um Bowie-áhrifin þá stendur ekki á svari: „David Bowie er uppáhalds 20. aldar tónlistarmaðurinn minn. Hann og George Gerschwin. Ég ætía mér ekki að gera tónlist til heiðurs uppáhalds tónlistarmönn- unum mínum, en það endar stund- um þannig án þess að ég hafi ætlað mér það.“ Lagið Spiders er samt gert til heiðurs Bowie, bæði tónlistin og textinn. „Málið er að Bowie fékk hjartaáfall og það hljómar kannski hræðilega en ég fór að ímynda mér hvernig heimurinn væri ef Bowie hefði dáið.“ Moby og David Bowie eru vinir og nágrannar í New York. Moby fer ekki leynt með aðdáun sína á honum: „Ég veit ekki um neinn annan 20. aldar tónlistarmann sem hefur haft meiri áhrif á popptónlist og menningu heldur en David Bowie. Það má fuhyrða að engar af þeim plötum sem við dáum í dag hljóm- uðu eins og þær gera án tilvistar David Bowie." Og hann bætir við. „Ég hef hitt prinsa og aðalsfólk, en ég hef aldrei hitt neinn sem er jafn stórfenglegur og Iman og David Bowie. Ég lít á þau sem kóngafólk heimsins sem við lifum í.“ Róandi lyf fyrir hlustirnar Hotel-platan er markaðssett á óvenjulegan máta. Moby og plötufyrirtækin sem gefa hann út (V2 í Bandaríkjunum og Mute annars staðar í heiminum) hafa tekið upp samstarf við hótelkeðjur víða um heim, t.d. W-keðjuna í Bandaríkjunum og Malmaison- keðjuna í Bretlandi um að kynna og selja plötuna. Hún verður seld í gjafaverslunum hótelanna, en líka boðin í mini-barnum inni á hverju herbergi. Moby sphar svo á sér- stökum tónleikum á einhverjum hótelanna. Platan verður fáanleg bæði ein- föld og tvöföld. Seinni diskurinn í tvöfalda pakkanum heitir Hotel Ambient og hefur að geyma 11 instrúmental sveimlög. Hún var gerð undir áhrifum frá ambient- tónlistinni sem David Bowie og Bri- an Eno gerðu á áttunda áratugnum. Moby hefur kenningu um til- gang aukaplötunnar: „Á minn eigin óskammfeilna hátt trúi ég því að það bæti heiminn að fylla hann af hljóðlátri sveimtón- list. Það er eins og róandi lyf fyrir hlustirnar." Kannski rétt hjá hon- um, en sveimtónlistin passar í öllu falli ágætlega inn í hótel konseptið. Fín í lyfturnar... Moby-plötur Það þekkja allir hina ofurvinsælu Play sem kom út árið 1999 og systur- plötu hennar 18 sem kom út fyrir þremur árum. En Moby hefur gefið út allskonar tónlist á ferlinum. Hér koma þrjá Moby-plötur sem færri þekkja: Moby (1992) Fyrsta Moby-plat- an er (raun safn af smáskífulögum sem hann gerði á árunum 1988-1992. Þettaer danstónlist, hrá og frumstæð eins og hún var gjarnan á þessum árum,en hæfileiki Mobys til að búa til gtípandi melódíur er þegar kominn (Ijós. Hér eru nokkur mjög flott teknó-lög, þ.á m.Next IsThe E,Electricity,Ah-Ah og smellurinn Go sem fór óvænt inn á Topp tíu í Bretlandi árið 1991. Það lag er unnið upp úr þemalagi Twin Peaks- þáttanna. Everything Is Wrong (1995) Fyrsta stóra Moby platan sem vakti at- hygli út fyrir raðir hörðustu teknó- hausanna. Þetta er danstónlistarplata, en hér er Moby farinn að prófa sig áfram með fleiri afbrigði af danstón- listinni. Fyrir þá Moby-aðdáendur sem ekki þola Play er þetta sennilega besta platan. Hér eru snilldarlög eins og Atl That I Need IsTo Be Loved, Every Time You Touch Me, Feeling So Real og blúslagiðWhat Love. Animal Rights (1996) Moby skellir sér ( gftarrokkið. Það er erfitt að hlusta á þessa plötu án þess að brosa út í annað. Þetta er tilraun til að búa til hrátt og kraftmikið jaðarrokk með smá teknó- áhrifum, en Moby er alls ekki að ráða við þetta. Gltarsándið er t.d. alveg von- laust. Moby hefur alltaf gert það sem honum sýnist og verið óhræddur við að prófa nýja hluti.en Animal Rights er tilraun sem ekki virkaði. Hún er stundum nefnd sem ein af misheppn- uðustu plötum sögunnar. Eitt af því sem pirrar suma í sambandi við Moby er að hann á það til að vera mótsagnakenndur. Hann hefur mikinn áhuga á póhtík, hann er sannfærður dýravinur og græn- metisæta og hann hefur beitt sér gegn stríðsrekstrinum í írak og gegn Bush forseta. Hann gerði t.d. lagið MLFW (Make Love Fuck War) með Public Enemy gegn Íraks-stríðinu og eins og fleiri tónhstarmenn studdi hann duglega við bakið á John Kerry fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Margselur lög sín í plötubækhngnum með Everything Is Wrong-plötimni eru lflca ritgerðir eftir Moby þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um að það sé allt á rangri leið í heiminum, m.a. vegna ágengni og sóunar tihitslausra stórfyrirtækja. Á sama tíma sér hann ekkert athugavert við að selja og jafhvel marg- selja lögin sín í auglýsingar sem a.m.k. í sumum tilfellum eru að auglýsa ffamleiðslu þessara sömu gírugu og siðlausu stór- fýrirtækja. Bók, bolir og matsölustaður Það er samt kannski ósanngjarnt að væla yfir því þó Moby selji lögin sín. Hann er enn dyggur og mjög örlátur stuðnings- maður Dýravemdunarsamtakanna PETA og svo hefur hann jú alveg rétt á að þroskast eða skipta um skoðanir eins og aðrir. En Moby er ekki bara í tónhstinni. Hann rekur matsölu- staðinn Teany Cafe sem er staðsettur á Rivington Street á Manhattan og hönnunarsjoppuna The Littíe Idiot sem selur m.a. boh og kort. Hún er við Eldridge Street. Ekki vitlaust að tékka á þessu ef maður á leið til New York. Eftir nokkra daga kemur líka út bókin Teany Book sem Moby gerir í samvinnu við Kehy Tisdale. Hún inniheldur m.a. sögur, teikningar og uppskriftir. þý and.Koll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.