Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 16.APRÍL 2005 DV Fréttir Hryðjuverk og ábyrgð Ég var að hlusta á útvarpið í gær, nánar tiltekið Vfðsjá á Rás 1. Þar var rætt við einhverja spekilauka sem virtust vera aðstandendur leikrits sem um þetta leyti er verið að iirum- sýna. Leikritið heitir Terrorismi og voru spekilaukarnir spurðir að því hvert umíjöllunarefni leikritsins væri Oog ekki kom á óvart að það er um hryðjuverk í ýmsum myndum. Ekki endilega hryðjuverk að hætti A1 Kaida heldur einnig svona hryðju- verk sem gerast manna á miíii og inni á heimilum. Mér fannst þetta mjög merkilegt og lagði betur við hlustir. Spekilaukamir ræddu fram og aftur um þetta og það sem vakti enn frekar athygli mína voru um- mæli um að í leikritinu væri velt upp þeirri hugsun/skoðun hvort við vær- um samábyrg þeim er fremdu hryðjuVerk, hvort sem væri í stórum eða smáum stíl. Hvort samfélagið, heimurinn eða við samferðamenn hryðjuverkamanna, bærum að hluta til, með einhveijum hætti, ábyrgð á gjörðum þeirra t.d. með hegðun, pólitískri stefhu, aðgerðum o.s.frv. Jæja, hugsaði ég, ekki er nú öll vit- leysan eins. Það er reyndar svoh'tið í tíðarandanum að tala og hugsa svona, þ.e. að það sé voða mikið samfélagið sem beri ábyrgð á öllu sem miður fer. Ég skil ekki af hveiju alltaf er verið að leysa fólk undan ábyrgð gerða sinna? Ekki geta aðrir borið ábyrgð á lífi manns! Fómar- lambið eða fómarlömbin em jafnvel stimdum gerð samsek. Hvemig má það vera? Voðaverk em voðaverk og þeir sem þau fremja em glæpamenn hvemig sem líf þeirra er. Það eiga allir eitthvað bágt og það á hver við sín vandamál að stríða, réttíætir það illar gjörðir? Verður ekki að halda sig við þá staðreynd að hver fullorðin manneskja ber ábyrgð á sér og sínu lífisjálf. Göbbuð á hárgreiðslustofu Konabiingdi: „Ég fór í klippingu um daginn en þegar ég mætti var klipparinn minn ekki kominn. Ég var búin að bíða í hálftíma þegar ung dama kom til mín, baðst afsökunar á biðinni og spurði hvort ég vildi ekki bara djúpnæringu á meðan ég biði. Lesendur Ég þáði það fegins hendi enda orðin ansi skúffuð, ég hafði nóg annað að gera þennan dag en að bíða eftir óstundvísu hárgreiðslu- fólki. Ég fór í djúpnæringuna sem var mjög gott og þegar henni var lokið var klipparinn minn rétt að stökkva inn, hann bar- dúsaði eitthvað og kom loks og klippti mig og lit- aði. En mér blöskraði svo sann- arlega þegar ég átti að borga, reikning- urinn var heilar 15.000 krónur og ég tek það fram að ég er með stutt hár! Ég hváði en fékk þau svör að djúpnæringin hefði kostað sitt, djúpnæringin sem ég hélt að ég væri að fá sem skaðabætur fýrir alla biðina. En; nei, nei, þá var bara verið að kreista hverja krónu út úr mér, ekki nógu gott að hafa kúnna þarna sitjandi á rass- inum les- andi blöðin án þess að græða neitt á þeim. Passið ykkur á svona gylli- boðum, góðmennska er á und- anhaldi í þessu samfélagi." Ósátt með spillta bæjarfulltrúann Kona í Kópavogi bríngdi: „Ég er alveg brjáluð út af þessum bæjarfulltrúa í Kópavogi sem býr er- lendis og er á fullum launum. Þetta em mínir skattpeningar og svona mál má ekki svæfa. Það þarf að komast til botns í þessu máli sem er til háborinn- Lesendur ar skammar. Ég bý héma í Kópavogi og hringdi niður á bæjarskrifstofur til að ræða þessi mál. Ég fékk náttúrlega ekki að tala við neinn nema stelpuna á símanum sem sagði að verið væri að vinna í málinu. En ég spyr: Hverjir em að vinna í þessu? Það má ekki hætta núna og það er ekki hægt að sætta sig við svona. Þetta er eins og með starfsloka- samninginn hjá þessum í lífeyris- sjóðnum sem er til háborinnar skammar. Hann Jens verkamaður sem hefur kært sjóðinn er hetja í mínum augum og ég vil sjá fleiri svona menn. Hann þarna í Góu er líka frábær mað- ur en það er bara ekki hlustað nóg á þessa menn." • •• að vera Gísli Súrsson? SIÐASTI DAGUR! RYM NGAR SALA MIKILL AFSLÁTTUR „Sagan um Gísla Súrsson hef- ur alltaf fýlgt mér. Kannski vegna þess að ég lærði hana tvisvar í skóla þegar ég var ungur. Það var þó ekki eins og ég hafi fallið í fýrra skiptið heldur las ég hana í gagn- fcæðaskóla en árinu seinna var hún aftur lesin, en þá í mennta- skóla. Það hefur líklegahaftálirifá mig að kennar- inn, sem kenndi bókina lifði sig svo inn í kennsluna að maður gat ekld annað en fýlgst með. Allt var gert svo spennandi. Hefhdin, sæmdin og bardagamir. Síðan þá hef ég alltaf viljað gera eitthvað við þetta efni. Sagan þrælskemmtileg Það var þó ekki fýrr en mörg- um árum seinna að mér varð að þessari ósk minni. Ég hafði lokið nánú í leLklist í Danmörku, fluttur á fsafjörð og byrjaður að reka kaffihúsið Langa Manga. Ég hafði ekki lesið söguna í mörg ár þegar þessi hugmynd kviknaði, að gera einleik úr Gísla sögu, og þá sökk ég mér ofan í söguna á nýjan leik. Þá áttaði ég mig á því að mér þótti hún alveg jafri spennandi, skemmtileg og fyndin og mér þótti hún á menntaskólaárunum. Ég hef þó líklega þroskast eitt- hvað, og vonandi vitkast líka, á þessum árum og það hjálpaði mér að sjá að það er mikill húmor í sögunni og hún í raun þræl- skemmtileg. Hún er auk þess stutt " og auðskilnn. Maðurinn hefur lítið breyst Ég telst ekki vera svokallaður aðferðarleikari og geng því ekki um stræti ísafjarðarbæjar niður- sokkinn í hugarheim útlagans Gísla Súrssonar. En ég hef þó alveg úlitið í það. Ég safnaði helj- arinnar skeggi fyrir frumsýning- una og hef ekki snyrt það síðan. Ég er orðinn ansi vígalegur, þó ég segi sjálfur frá. Það er líka þannig að þó að mörg ár séu liðin síðan Gísli var á ferð hér á Vestfjörðum þá hefur maðurinn eldd mildð breyst. Hann lætur stjómast af sömu tilfinningum, þó að hann tjái þær kannski öðmvísi en Gísli gerði. Það er þetta sem ég er að reyna að sýna með verki mínu.“ „Ég er orðinn ansi vígalegur, þó að ég segi sjáifur frá Eftir að hafa sýnt einleik sinn um Gfsla Súrsson fyrir fullu húsi á 1 • ctefnir Elfar Logi Hannesson nú til Reykjavikur með soguna sem^hefur verið Imnum ímgleUiin síðan á menntaskólaárunum. Elfar Logi e, íeikari Ið mennt. Hann er upphaflega frá Bíldudai en byr nu og starfar ásamt konu og börnum á Isafirði. EPAL HF./ SKEIFUNNI 6 / SlMI 568 7733 / FAX 568 7740 / EPAL@EPAL.IS / WWW.EPAL.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.